Saxast heldur á forgangsverkefnalista ferðamála

Ölduspákerfi og viðvörunarkerfi fyrir fjörur eru meðall verkefna sem ráðist …
Ölduspákerfi og viðvörunarkerfi fyrir fjörur eru meðall verkefna sem ráðist verður í.

Vel hefur gengið að ljúka við forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í tengslum við fjölgun ferðamanna 2017 en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi frá stöðu mála á ríkisstjórnarfundi í gær.

Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar, segir að meðal forgangsverkefnanna sé fjölgun upplýsingaskjáa til ferðamanna, lengri hálendisvakt björgunarsveitanna, ölduspákerfi og viðvörunarkerfi fyrir fjörur, s.s. Reynisfjöru, sem Ferðamálastofu hefur verið falið að búa til og bætt löggæsla á Suðurlandi og Norðurlandi.

Markmiðið með ölduspánni og viðvörunarkerfinu er að geta varað við hættulegum aðstæðum í fjörum landsins fyrir fram. Áætlaður kostnaður við öll forgangsverkefnin nemur um 280 milljónum króna samkvæmt áætlun, og segir Ólafur Teitur að búið sé að ljúka við flest forgangsverkefnanna, það stærsta sem standi út af séu vegaútskot á vinsælum ferðamannastöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »