Bréfberi var með vegabréfið

Vegabréfið fannst heima hjá bréfberanum í Hafnarfirði.
Vegabréfið fannst heima hjá bréfberanum í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vegabréf sem hafði ekki borist með póstinum á tilsettum tíma fannst eftir dálitla eftirgrennslan heima hjá bréfbera ásamt öðrum pósti. Fjarðarfréttir greindu frá atvikinu.

Málavextir eru þeir að stúlka sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Völlunum í Hafnarfirði átti von á nýju vegabréfi með póstinum en fjölskyldan var að fara saman í ferðalag til Frakklands. Hún fær tilkynningu frá Þjóðskrá um að vegabréfið eigi að berast í síðasta lagi 25. febrúar. Daginn fyrir brottför, 3. mars, er vegabréfið ekki komið og hjá Þjóðskrá fást þær upplýsingar að það hafi farið í póst á tilsettum tíma. Vegabréfið finnst ekki en stúlkan kemst úr landi með ökuskírteini.

Amma stúlkunnar, sem vann við póstburð á árum áður, ákvað að athuga málið og fór og ræddi við starfsmann hjá Póstinum en mætti dónaskap. Sá sakaði fjölskylduna um að vera með illa merkta lúgu en þegar amman sýndi mynd til sönnunar um að svo væri ekki spurði starfsmaðurinn hvort hún hefði ekki bara verið að merkja lúguna í þessu. Amman náði að fá uppgefið hver bæri út í hverfinu sem stúlkan býr í, fór heim til bréfberans og þar kom faðir hans til dyra, segir í frétt Fjarðarfrétta. Þegar hann var spurður hvort þar lægi póstur á viðkomandi nafni fór hann inn og kom til baka með vegabréfið og ýmsan annan póst til fjölskyldunnar, m.a ökuskírteini til yngri systur stúlkunnar, boðskort og jólakveðjur.

Fleiri bíða eftir póstinum

Móðir stúlkunnar segir í samtali við Morgunblaðið nöfn allra fjölskyldumeðlima vera á útidyrahurðinni og að hún hafi verið merkt eftir leiðsögn fyrrum bréfbera. Þau hafi alltaf fengið sinn póst þar til nýlega þegar það fór að bera á brestum í póstútburðinum á Völlunum. „Við settum þessa sögu inn á Facebooksíðu hverfisins og þá kom í ljós að það voru margir að bíða eftir pósti, nefndu að þeir væru búnir að bíða eftir ökuskírteinum, vegabréfum og greiðslukortum í lengri tíma, þannig að það er eitthvað að í póstdreifingunni. Sem sýnir sig m.a í því að við höfum ekki fengið neinn póst heim til okkar núna í rúma viku,“ segir móðirin en nokkrir íbúar hverfisins hafa líka nefnt að bréfberatöskur hafi legið úti í lengri tíma.

Auk vegabréfsins var ökuskírteini yngri dóttur líka heima hjá bréfberanum. Hana var farið að lengja eftir því og ræða um að það væri miklu lengur á leiðinni en talað hefði verið um. „Íslandspóstur þarf að skoða hvað er að þessu ferli hjá þeim. Það er slæmt að pósturinn manns skuli liggja heima hjá einhverjum en það er tilfinning tengdamóður minnar að þessi póstur hafi legið þarna í marga daga,“ segir móðirin.

Fjölskyldan skrifaði litla greinargerð um málið og sendi Íslandspósti án þess að vera að fara fram á neitt. Fyrsta svarið frá fyrirtækinu var; „Við erum ekki skaðabótaskyldir“ og litlar útskýringar fengust á atvikinu.

Í geymslu yfir helgina

„Það er engin skaðabótaskylda fyrir almenn bréf því þau eru hvorki rekjanleg né tryggð. En við berum að sjálfsögðu ábyrgð á því að koma öllum pósti til skila og tökum það mjög alvarlega. Það er alls ekki rétta leiðin að viðskiptavinir fari heim til starfsmanns og fái póstinn afhentan þannig,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts.

Atvikið er enn til rannsóknar en að sögn Brynjars Smára bar bréfberinn því við að það hafi ekki verið merking á viðkomandi hurð og hann því haldið bréfinu, búið var að loka dreifingarstöðinni eftir útburð þennan föstudag og því hafi hann sett óskilapóstinn í geymslu heima hjá sér yfir helgina. „Á mánudeginum fær hann annan póst heim til sín og þá átti að ná í þennan póst en það var ekki búið þegar þetta kom upp,“ segir Brynjar Smári, slík atvik séu alls ekki algeng.

Mjög óeðlilegt að faðirinn færi í póstinn

Spurður hvort það sé eðlilegt að bréfberar geymi póst heima hjá sér segir hann það ekki vera en það hafi verið búið að loka dreifingarstöðinni og því ekki annað í stöðunni, en ef slík staða komi upp eigi pósturinn ekki að vera fyrir sjónum annarra, mjög óeðlilegt sé að faðir hans hafi farið í póstinn.

Spurður hvers vegna vegabréfið hafi verið svona lengi á leiðinni svarar Brynjar Smári að eitthvað hafi verið óljóst með rétt heimilisfang viðtakandans. „Í póstfangagrunninum okkar eru tvær skráningar. Þjóðskráin og okkar póstfangagrunnur. Þjóðskráin var með rétt heimilisfang en það var vitlaust í okkar kerfi sem bjó til þennan misskilning á hvorn staðinn bréfið ætti að fara,“ segir Brynjar Smári.

Samkvæmt móður stúlkunnar var fullt nafn hennar á umslaginu, með heimilisfangi lögheimilis þar sem hún býr og er nafn hennar merkt skýrum stöfum á lúguna þar. „Þetta bréf hefði átt að fara inn um lúguna hjá okkur, það er ekkert flókið við það.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gunnlaugur formaður Hinsegin daga

21:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var fyrr í kvöld kjörinn nýr formaður Hinsegin daga í Reykjavík á aðalfundi félagsins.  Meira »

Ingvar Mar oddviti Framsóknar

21:25 Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

21:00 „Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk. Meira »

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

20:57 Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun. Meira »

Sigurður myndlistarmaður ársins

20:55 Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir. Meira »

752 hættu námi í framhaldsskólum

20:29 Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Meira »

Heilsurækt á gönguskíðum

19:53 Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Meira »

Davíð Fannar er fundinn

20:12 Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Meira »

13 fá styrk frá Isavia

19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...