800 milljónir í hættu vegna eldgosa og jarðskjálfta

Kröflugos 1977. Krafla þykir mjög ákjósanleg til rannsókna á virkri …
Kröflugos 1977. Krafla þykir mjög ákjósanleg til rannsókna á virkri eldstöð.

Ítalskir eldfjallafræðingar hafa mikinn áhuga á alþjóðlegri rannsóknamiðstöð sem setja á upp við Kröflu, að sögn Freysteins Sigmundssonar vísindamanns, sem vinnur að undirbúningi.

Þar á að bora niður í kvikuhólf undir Kröflu til að rannsaka innviði eldstöðva.

Víða á Ítalíu stafar fólki mögulega hætta af virkum eldfjöllum. Nefna má borgina Napoli, sem er í næsta nágrenni við eldfjallið Vesúvíus. Virk eldstöð er þar undir. Yfirlýst markmið verkefnisins við Kröflu er að stuðla að vernd um 800 milljóna jarðarbúa sem geta verið í hættu vegna eldgosa og jarðskjálfta, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert