Gríðarlegt álag á Vaktstöðina

Varðskipið Þór hífði bátinn upp og flutti hann inn til ...
Varðskipið Þór hífði bátinn upp og flutti hann inn til Ísafjarðar. mbl.is/Halldór Sveinbjornsson

Vélbáturinn Jón Hákon BA fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015. Einn maður fórst en þrír skipverjar björguðust í nærstaddan bát.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf út skýrslu um þetta sjóslys í byrjun ársins. Morgunblaðið hefur áður fjallað um þessa skýrslu í tveimur greinum. Þar var sjónum beint að ofhleðslu skipa og ástandi gúmmíbjörgunarbáta. Hér verður fjallað um vöktunarkerfi íslenska skipaflotans.

Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og Vaktstöðvar siglinga er mikið álag á starfsmenn þegar um mikla sjósókn er að ræða eins og var þann dag sem Jón Hákon fórst. Þá geti viðvaranir um brottfall skipa og báta úr sjálfvirka auðkenningarkerfinu skipt hundruðum.

Á tímabilinu kl. 6.30 til 8.30 þriðjudaginn 7. júlí 2015 voru þegar mest var alls 531 íslensk skip og bátar á sjó. Alls bárust 24 viðvaranir um að tilkynningar frá skipi eða bátum hefðu ekki borist á þessu tímabili. Í slíkum tilfellum er farið í að hafa samband við viðkomandi skip eða báta eftir tímaröð eða forgangsraðað m.t.t. veðurs, sjólags, staðsetningar o.s.fr.v..

Af þeim 24 skipum og bátum sem viðvörun barst frá á þessu tveggja stunda tímabili byrjuðu 15 að senda tilkynningu aftur sjálfkrafa en níu þeirra ekki og þurfti þá að hafa uppi á þeim með öðrum hætti. Þannig myndaðist biðröð á þessum tíma þar sem illa gekk að ná sambandi við bát sem var fyrir austan land og tvo aðra sem voru suðvestur af Reykjanesi.

Jóni Hákoni komið aftur á flot.
Jóni Hákoni komið aftur á flot. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Nokkrir bátar í nágrenninu

Þessir bátar voru einskipa og talsvert langt úti. Jón Hákon var hins vegar í innan við einnar sjómílu fjarlægð frá næstu tveimur bátum og aðrir fjórir bátar í rúmlega einnar sjómílu fjarlægð frá honum. Í heildina voru 25 skip og bátar í innan við fimm sjómílna fjarlægð frá þeim stað þar sem Jón Hákon var staddur þegar tilkynningar frá honum hættu að berast.

Jón Hákon hætti að senda tilkynningar kl. 7.29 en vegna fyrrgreindrar biðraðar var fyrst reynt að ná sambandi við bátinn kl. 7.59 þegar önnur viðvörun barst. Því liðu 30 mínútur frá síðustu tilkynningu þar til reynt var að ná sambandi. Fyrst var reynt að ræsa sendingu frá skipinu handvirkt en þegar það bar ekki árangur var kallað á það á neyðarrás VHF 16. Einnig var kallað á skipið með stafrænu valkalli (DSC).

Það var endurtekið nokkrum sinnum auk þess sem reynt var að hringja um borð. Kl. 8.09 var hringt í nærstaddan bát, þar sem enginn á svæðinu brást við uppköllum á VHF-rás 16 um eftirgrennslan eftir skipinu. Í því símtali kom fljótlega í ljós að skipverjar á Mardísi ÍS sáu eins konar þúst á sjónum og áttuðu sig strax á að eitthvað var ekki í lagi.

Skipstjóri Mardísar setti á fulla ferð á staðinn þar sem Jón Hákon flaut á hvolfi. Stjórnstöð LHG/VSS bað skipverja Mardísar að kalla til nærstaddra báta og biðja þá um að koma til aðstoðar. Í stjórnstöð LHG/VSS var þegar kölluð út þyrla og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá var sent út „Mayday relay“ á rás 16.

Báturinn fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015.
Báturinn fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Hlustun á neyðarrás ábótavant

Samkvæmt mati stjórnstöðvar LHG/VSS er hlustun á neyðarrásina VHF 16 ekki nægjanlega góð hjá íslenskum skipum þótt finna megi marga sem eru til fyrirmyndar í þessum efnum. Ef skipstjórnendur sinntu hlustun betur myndi hvert mál er varðar brottfall skipa og báta úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu, taka mun skemmri tíma

Fram kom að skipstjórar viðurkenna þetta og segjast mest hlusta á VHF-rás 9.

Í skýrslu stjórnstöðvar LHG/VSS segir m.a.:

„Það getur tekið mikinn tíma að komast í samband við skip og báta með allskonar krókaleiðum til að fá það staðfest að það sé í lagi með þá.

Eftir að NMT kerfið var lagt niður eru sérstakir símar ekki skráðir á bátana og ef símanúmer er skráð þá er alls óvíst að sá sími sé um borð því að þetta eru í flestum tilfellum lausir GSM símar. Það er því ekki óalgengt að fyrst þurfi að fara inn í lögskráningarkerfið og finna út hverjir séu um borð. Síðan að fara í símaskrána og freista þess að GSM símar séu skráðir á skipverja og þeir uppgefnir í símaskránni.

Ef svo er þá er að vona að þeir séu með þá um borð. Ef ekki þá er brugðið á það ráð að hafa samband við útgerðina eða aðstandendur til að reyna að fá uppgefið númer sem hægt er að ná í. Ef allt þetta bregst þá er að sjálfsögðu reynt að ná í nærliggjandi skip eða báta og beðið um að reynt sé að ná sambandi þá leiðina eða hreinlega fara að svipast um eftir skipinu eða bátnum. Svona var ástandið að morgni 07.07. 2015.“

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Í gær, 20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

Í gær, 20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

Í gær, 20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

Í gær, 19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

Í gær, 19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

Í gær, 19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

Í gær, 18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

Í gær, 18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

Í gær, 18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

Í gær, 18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

Í gær, 18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...