Fjórir nýir sérsveitarbílar

Sérsveit ríkislögreglustjóra, Víkingasveitin svokallaða, fékk í byrjun ársins afhentar fjórar bifreiðar af tegundinni Ford Police Interceptor og verða bílarnir teknir í gagnið hver af öðrum á næstu dögum og vikum.

Vonir standa til að tveir verði klárir í vikunni, en ljúka þarf við ýmislegt smávægilegt áður en þeir eru fullbúnir, svo sem smíða í þá vopnaskáp og setja upp talstöðvakerfi. Í hverjum vopnaskáp verða skammbyssur af gerðinni Glock og hríðskotabyssur af gerðinni MP5.

Bílarnir koma að mestu tilbúnir frá Bandaríkjunum og er um að ræða sérstaka tegund ökutækja sem aðeins eru seld til lögreglu. Bílarnir njóta mikilla vinsælda hjá lögregluembættum í Bandaríkjunum, sem og Ford Police Interceptor-fólksbíllinn, en hlutdeild bílanna tveggja er rúmlega 70 prósent af öllum lögreglubílum Bandaríkjanna samkvæmt upplýsingum frá sérsveitinni.

Sérsveitarbílarnir fjórir verða allir komnir á göturnar fyrir sumarið ef áætlanir ganga eftir og koma þeir til með að leysa af hólmi eldri ökutæki sérsveitarinnar.

Notagildi nýju bílanna er talsvert meira en þeirra gömlu því ekki var t.a.m. hægt að nota þá við lífvörslu erlendra þjóðhöfðingja. Hefur sérsveitin því, fram til þessa, þurft að leigja bifreiðar til slíkra verkefna, en slíkt er bæði kostnaðarsamt og óhentugt þar sem útbúa þarf bílaleigubíla sérstaklega fyrir hvert verkefni með tilheyrandi kostnaði.

Stykkið kostar 15 milljónir kr.

Bifreiðarnar kosta hver um sig rétt tæpar 15 milljónir króna og segir Sveinn Ægir Árnason, yfirmaður tækjabúnaðar hjá sérsveitinni, að töluverður sparnaður felist í því að kaupa bílana fullbúna að utan frekar en að láta breyta venjulegum bílum í lögreglubíla. Reiknast embættinu til að um fjórar milljónir sparist á hvern bíl sem keyptur er. Þá fylgja því einnig miklir kostir að sögn Ásmundar Kr. Ásmundssonar, næstráðanda hjá sérsveitinni, að kaupa bíla sem hannaðir eru frá grunni sem lögreglubílar, en bílarnir voru hannaðir í samráði við tíu lögregluþjóna úr tíu ríkjum Bandaríkjanna, og hafa verið í stöðugri þróun síðan þeir voru fyrst kynntir á markað fyrir fimm árum.

Fyrir utan að vera mjög kraftmiklir, eða tæp 400 hestöfl, eru bílarnir afar tæknilegir og búnir ýmsum græjum. Eru þeir m.a. vel nettengdir og nettengingin betri en sú sem var í gömlu bílunum, en tölvubúnaður bílanna er nettengdur. Hurðirnar eru skotheldar og bremsukerfi þeirra gott. Í skottinu má finna staðalbúnað sérsveitarmanna, s.s. „stóra-lykil“ og kúbein sem sérsveitarmenn nota til að brjóta sér leið inn í hús, skotvarnarskjöld, naglamottur og hjartastuðtæki svo dæmi séu tekin. Þá eru einnig í bílunum góðar myndavélar sem taka upp það sem fram fer inni í ökutækinu og fyrir utan það. Myndefnið er svo vistað í hárri upplausn.

Ekki vegna aukinnar hættu

Búast má við því að viðbragðstími sérsveitarinnar styttist eitthvað með tilkomu bílanna enda eru þeir kraftmeiri en þeir gömlu, segir Ásmundur. Spurður hvort kaupin séu til komin vegna aukinnar hættu, hvort sem er af völdum hryðjuverka eða glæpahópa, segir Ásmundur svo ekki vera. Kaupin hafi átt sér langan aðdraganda og er með þeim einfaldlega verið að bæta bílakost sveitarinnar sem hefur verið bágur í samanburði við nágrannaríkin.

Fulltrúar sérsveitarinnar fóru til Chicago í Bandaríkjunum og prufukeyrðu þar eins bíla áður en ráðist var í kaupin sem fara í gegnum Brimborg á Íslandi.

Hefur sérsveitin nú á annan tug bifreiða til umráða, m.a. aðgerðabíla og koma þessir bílar ekki í stað þeirra.

Grár kemur fyrir bláan

Það er þó ekki aðeins bílafloti sérsveitarinnar sem hefur fengið andlitslyftingu heldur mun sérsveitin á næstu dögum skipta út einkennisklæðnaði sínum. Hafa þeir frá upphafi verið í bláum samfestingum að norskri fyrirmynd en fara nú yfir í gráa galla. Á meðfylgjandi mynd má sjá nýju gallana.

Sérsveitir Evrópuríkja hafa á undanförnum árum skipt yfir í græna galla, t.a.m. Svíar og Danir, eða gráa galla líkt og Norðmenn, Bretar og Kanadamenn. „Grár þykir heppilegur litur fyrir okkar umhverfi, þ.e. borgarumhverfið. Þetta er því betri vinnufatnaður fyrir sérsveitarmenn,“ segir Ásmundur.

Innlent »

Hagamelur væri bara byrjunin

17:23 Elías hjá Fisherman sér fyrir sér að opna fiskbúðir úti í heimi, nokkurs konar örframleiðslu þar sem útbúnir yrðu ferskir fiskbakkar og -réttir fyrir stórmarkaði í nágrenninu. Meira »

Sýndu bandarískum nemum samstöðu

16:24 Um hundrað manns tóku þátt í göngunni March for Our Lives Reykjavík, í miðborginni nú klukkan þrjú. Gangan er haldin til stuðnings málstað bandarískra ungmenna sem mótmæla frjálslyndri skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Hreyfingin March For Our Lives varð til í kjölfar skotárásarinnar í menntaskóla í Flórída í febrúar þar sem sautján féllu. Meira »

Spenntu upp hurð og brutust inn

15:58 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi í gærkvöldi. Höfðu þjófarnir spennt upp hurð á húsinu, farið þar inn og stolið munum. Tilkynnt hefur verið um tvö önnur innbrot frá því í gærkvöldi. Meira »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Óbrotnir eftir fallið

12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Það var hvergi betra að vera

11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »

Þjófurinn skilaði úrinu og baðst afsökunar

11:24 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nýverið erfðagripur sem ónefndur maður kom með á lögreglustöðina í Kópavogi. Um vasaúr úr gulli var að ræða og sagði maðurinn að þetta væri gamalt þýfi. Í bréfinu sem fylgdi úrinu var beðist fyrirgefningar á hversu seint því væri skilað, en betra væri seint en aldrei. Meira »

Tveir menn féllu í sjóinn

10:13 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk björgunarskips frá Skagaströnd voru kallaðar út um hálfníuleytið í morgun vegna tveggja manna er féllu í sjóinn við Stóru-Ávík. Meira »

Steypir heilbrigðiskerfinu ef ekkert er gert

09:55 „Það slær mann hversu lítinn stuðning kerfið býður fólki, það er óhóflega löng bið í öll úrræði og margir aðstandendur eru búnir á sál og líkama,“ segir Steinunn Þórðardóttir, lyf- og öldrunarlæknir Meira »

Suðurpólför á sólarknúnum plastbíl

08:20 Hollenski ofurhuginn Edwin ter Velde ætlar er búinn að smíða sólarknúinn bíl úr endurunnu plasti sem hann hyggst keyra 2300 km leið á Suðurpólnum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Arctic Trucks sem mun fylgja með eigin bíl og mann. Bíllinn hefur að undanförnu verið í prófunum hér á landi. Meira »

Þurfi að endurskoða sínar ávísanavenjur

10:03 Draga verður úr ávísunum tauga- og geðlyfja til að sporna við andlátum vegna ofskömmtunar lyfja á Íslandi. Margir læknar sem ávísa lyfjum eins og fentanyl, morfíni, metylfenidati, tramadóli, Parkódín forte og oxýkódoni þurfa að endurskoða sínar ávísanavenjur. Meira »

Ungt par tekið með kókaín í Leifsstöð

09:24 Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál sem upp kom þegar ungt íslenskt par kom til landsins með tvær ferðatöskur sem í voru falin á fjórða kíló af kókaíni. Parið var að koma frá Tenerife 10. mars síðastliðinn þegar lögregla handtók það í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Margt borðar í opinberum mötuneytum

08:18 Ætla má að hátt í 150 þúsund manns eigi reglulega kost á að borða í mötuneytum á vegum hins opinbera. Ef miðað er við að tveir þriðju þeirra noti fríðindin borða um 100 þúsund manns í opinberum mötuneytum. Meira »
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermál...
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...