Harpa Björk vann Morgunblaðsskeifuna

Skeifufólk Frá vinstri; Sigurður Kristmundsson, Þráinn Ingólfsson, Bryndís Karen Pálsdóttir, …
Skeifufólk Frá vinstri; Sigurður Kristmundsson, Þráinn Ingólfsson, Bryndís Karen Pálsdóttir, Kristján V. Sigurjónsson og Harpa Björk Eiríksdóttir. Ljósmynd/Auður Ósk Sigþórsdóttir

Á Skeifudeginum 2017 sem hestamannafélagið Grani á Hvanneyri stóð fyrir í gær vann Harpa Björk Eiríksdóttir Morgunblaðsskeifuna svonefndu, sem veitt hefur verið óslitið frá árinu 1957.

Skeifan fer jafnan til þess nemanda við Landbúnaðarháskóla Íslands sem fær hæstu meðaleinkunn úr verklegum reiðmennskuprófum.

Í 2. sæti í keppninni um Morgunblaðsskeifuna varð Kristján Valur Sigurjónsson, í því 3. Bryndís Karen Pálsdóttir, Þráinn Ingólfsson í því 4. og í 5. sæti Sigurður Kristmundsson. Í fjórgangi var keppt um Gunnarsbikarinn, sem gefinn er til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráðunaut, og þar vann Bryndís Karen Pálsdóttir. Hún fékk einnig verðlaun Félags tamningamanna sem veitt eru þeim Hvanneyringi sem þykir sitja hest sinn best.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert