Brátt boðið upp á frystingu eggja

Snorri Einarsson er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá ...
Snorri Einarsson er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá IVF-klíníkinni í Reykjavík fyrsta starfsárið. mbl.is/RAX

Konur geta brátt látið frysta egg sín hér á landi en IVF-klíníkin í Reykjavík ætlar að bjóða upp á þá þjónustu með sumrinu.

Hingað til hafa íslenskar konur þurft að leita til Svíþjóðar eða Danmerkur til að geyma egg, en þær gera það oftast ef þær vilja bíða með barneignir og eiga góð egg þegar að þeim kemur eða vegna þess að þær hafa greinst með sjúkdóm sem getur haft áhrif á frjósemina.

„Í dag getum við bara tekið egg, frjóvgað þau og fryst og ef það er enginn maki til staðar getur verið erfitt að taka svo afgerandi ákvörðun um framtíðina t.d, hvort eigi að þiggja gjafasæði. Það verður mikil framför að bjóða upp á frystingu eggja hér á landi og það mun skapa nýja möguleika fyrir konur sem sjá fram á dalandi eða hverfandi frjósemi," segir Snorri Einarsson kvensjúkdóma- og fæðingalæknir hjá IVF-klíníkinni.

40% þungunartíðni

IVF-klíníkin tók til starfa í febrúar 2016 eftir að hafa keypt starfsemi Art Medica. Hún er ásamt sex öðrum klíníkum í Svíþjóð og einni í Noregi hluti af samsteypu sem nefnist IVF Sverige AB. „Við tókum við starfsemi sem var til staðar og raun og veru umbyltum henni algjörlega. Við fluttum úr Kópavogi í Glæsibæ, endurnýjuðum mikið og lögðum okkur fram við að búa til persónulegt og notalegt umhverfi,“ segir Snorri. „Stefnan hjá IVF er að reyna að mæta fólki og fá það til að skilja hvað er verið að gera svo það fari inn í ferlið með raunhæfar væntingar, en geta þessarar frjósemistækni er oft ofmetin.“

Hjá þeim konum sem eiga bestar horfur og fara í meðferð hjá IVF-klíníkinni verða um 40% þungaðar og 30 til 35% eignast börn, en hluti kvenna missir fóstrið. „Þetta eru góðar tölur. Góður árangur er að vera með þungunartíðni um eða yfir 30%, en svo vill maður líka meta það í þeim fósturvísum sem eru frystir, hvernig tekst að frysta þá þannig að þeir haldi lífi eftir frystinguna og hvort það verði þunganir úr þeim. Ef forsendurnar eru nokkuð eðlilegar og ef fólk hefur þolinmæði og þrek til að halda áfram í meðferðum í nokkurn tíma getum við með tímanum hjálpað 80 til 90% af öllum sem til okkar leita,“ segir Snorri.

IVF-klíníkin framkvæmir um 400 til 450 ferskar glasafrjóvganir á ári sem er eðlilegur fjöldi m.v. höfðatölu, að sögn Snorra, og hefur sú tala haldist nokkuð stöðug hér á landi síðustu ár. Glasafrjóvgun er langalgengasta meðferðin, hún skilar bestum árangri og minnstri hættu á fjölburaþungunum og er stærð frjósemisklíníkna metin eftir fjölda þeirra. Í ferskum glasafrjóvgunum eru eggjastokkarnir örvaðir, egg sótt og fósturvísir strax settur upp. Ef það verða til fleiri góðir fósturvísar úr því eru þeir frystir til notkunar síðar ef þarf.

Með hækkandi barneignaraldri kvenna er meiri eftirspurn eftir eggjagjöfum og er nú tveggja ára bið eftir gjafaeggi. „Eggin missa gæði sín eftir því sem konan verður eldri og þær lenda þá oft í því að þurfa að fá gefins egg frá annarri konu. Í dag er tveggja ára bið eftir gjafaeggi hér á landi. Við þurfum fleiri eggjagjafa, íslenskar konur eru gjafmildar og stórhuga en við þurfum fleiri sem vilja stíga skrefið og gefa egg,“ segir Snorri en allar konur sem eru 35 ára eða yngri, frískar og ekki með erfðasjúkdóma geta gefið egg.

Lítið er um sæðisgjafir á Íslandi en góður aðgangur er að sæði í Danmörku. „Við álítum að við höfum ekki bolmagn til að vera með sæðisbanka, svo er líka ákveðinn kostur að sæðið komi annars staðar frá í þetta litla samfélag okkar.“

Betri fósturvísar

Þegar fyrsta ár IVF-klíníkurinnar í Reykjavík er skoðað í samanburði við árangur fyrri ára á Íslandi og aðrar deildir á Norðurlöndunum sýna fyrstu tölur batnandi árangur og betri en hjá mörgum öðrum deildum. Snorri þakkar það breyttum rekstri og tækjafjárfestingum en strax í byrjun voru keyptir sérstakir ræktunarskápar sem fara mjög vel með fósturvísana og gera það auðveldara að velja þá fósturvísa sem eiga bestu möguleikana.

„Í þessum skápum getum við látið fósturvísana vaxa lengur heldur en áður hefur verið hægt, sem er líka forsenda þess að geta valið þá sem eru góðir. Við getum síðan fryst fósturvísa þegar þeir eru komnir miklu lengra heldur en áður var hægt hér á landi og fer sú frystiaðferð betur með þá. Þegar við byrjuðum með IVF-klíníkina fórum við af stað með langan lista yfir þá hluti sem við ætluðum að bæta, við erum komin vel á veg og það er ánægjulegt að sjá að það sem við höfum verið að gera síðasta árið er strax farið að skila betri árangri," segir Snorri.

Innlent »

Konur meirihluti aðstoðarmanna

10:01 Konur eru í meirihluta þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ráðið. Samtals eru aðstoðarmennirnir nítján þegar þetta er skrifað, þar af tíu konur og níu karlar. Til samanburðar voru sjö konur og níu karlar aðstoðarmenn ráðherra í síðustu ríkisstjórn. Meira »

Þæfingur í Kjósarskarði

08:38 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarðsvegi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum. Meira »

Fundað um metoo í beinni

08:30 Sameiginlegur morgunverðarfundur stjórnmálaflokka á Ísland vegna #metoo-byltingarinnar fer fram á Grand hóteli. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og er hægt að fylgjast með streymi af fundinum hér. Meira »

Vilja fá greiddan uppsagnarfrest

08:18 „Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Meira »

92 framvísuðu fölsuðum skilríkjum

08:14 Metfjöldi skilríkjamála kom til kasta flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá komu upp samtals 92 mál þar sem framvísað var fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annarra. Meira »

Leita samstarfs um nýtingu úrgangs

07:57 Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á landsbyggðinni sem vill taka þátt í tilraunaverkefni um nýtingu lífræns úrgangs til orku- og næringarefnavinnslu. Hugmyndin er að vinna metangas og áburð. Meira »

Austanhvassviðri og úrkoma

06:48 Spáð er austan hvassviðri eða stormi með úrkomu á suðurhelmingi landsins í dag og eins hvessir með ofankomu á Norðurlandi í kvöld. Meira »

Sósíalistaflokkurinn íhugar framboð

07:37 Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands, segir að ákvörðun um hvort Sósíalistaflokkurinn bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum muni liggja fyrir á næstu vikum. Meira »

Slys á Reykjanesbraut

06:40 Ökumaður bifreiðar var fluttur talsvert slasaður á Landspítalann um hálftólfleytið í gærkvöldi eftir að hafa ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut á móts við Rauðhellu. Meira »

Nafn Rúriks misnotað

05:36 Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að stofnaðir hafi verið falskir samfélagsmiðlareikningar í hans nafni. Um er að ræða reikninga á Snapchat og Tinder. Meira »

Þingið kemur saman

05:30 Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almennum leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmálanna. Meira »

Vilja reisa verksmiðju

05:30 Áform eru uppi um að reisa steinullarveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tæknistörf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verksmiðjuna. Meira »

Óvenjumörg banaslys í upphafi árs

05:30 Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í umferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í janúar síðustu fimm ár. Í öllum tilvikum á þessu ári hafa ökumennirnir verið ungir karlmenn. Meira »

Úrslit í formannskjöri í dag

05:30 Úrslit í formannskjöri Félags grunnskólakennara verða kunngerð í dag klukkan 14, en rafræn kosning hefur staðið yfir á vef félagsins síðan 18 janúar sl. Meira »

 Notendagjöld besti kosturinn

05:30 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur ýmsar leiðir færar ef ferðamenn eiga að leggja meira til samneyslunnar á Íslandi. „Ef svo er, þá eru ýmsar leiðir færar, svo sem hækkun á virðisaukaskatti, komugjöld eða þjónustu- og notendagjöld ýmiskonar. Sjálfur tel ég það síðastnefnda besta kostinn í stöðunni.“ Meira »

Dregur til tíðinda hjá flugfreyjum

05:30 Flugfreyjufélag Íslands mun boða stjórn og trúnaðarráð félagsins til fundar í vikunni.   Meira »

Landsfundur haldinn í mars

05:30 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að landsfundur flokksins verði helgina 16.-18. mars nk. í Laugardalshöll.  Meira »

Verði búin blindflugsbúnaði í október

05:30 Vonir standa til að svokallaður blindflugsbúnaður (ILS) verði til taks á Akureyrarflugvelli í byrjun október, en búnaðurinn er liður í því að skipa flugvellinum stærri sess í millilandaflugi á Íslandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bækur til sölu
Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasaga 1832, Njála 1772, Það blæðir úr mo...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...