Hlutu Fulbright-styrk til náms í Bandaríkjunum

Frá vinstri: Ólafur Darri Björnsson, Jón Atli Tómasson, Fannar Freyr …
Frá vinstri: Ólafur Darri Björnsson, Jón Atli Tómasson, Fannar Freyr Ívarsson, Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, Jill Esposito, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna, Gunnlaugur Geirsson, Júlía Arnardóttir, Kristófer Másson og Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright-stofnunarinnar. Ljósmynd/Fulbright stofnunin

Sex íslenskir náms- og fræðimenn fá styrk frá Fulbright-stofnuninni á Íslandi til náms í bandarískum háskólum. Haldin var móttaka fyrir íslensku styrkþegana í Ráðherrabústaðnum 17. maí að viðstöddum Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra, og Jill Esposito, staðgengli sendiherra Bandaríkjanna.

Þeir Íslendingar sem fá styrk frá Fulbright-stofnuninni þetta árið eru:

Fannar Freyr Ívarsson, til mastersnáms í lögfræði við Kaliforníuháskóla, Berkeley

Gunnlaugur Geirsson, til mastersnáms í alþjóðalögum en hann hlýtur jafnframt Cobb Family Fellowship-styrk til náms við Miami-háskóla

Júlía Arnardóttir, til mastersnáms í vélaverkfræði við Stanford-háskóla.

Kristófer Másson, til mastersnáms í hugbúnaðarverkfræði við Drexel-háskóla.

Ólafur Darri Björnsson, til masters- og doktorsnáms í alþjóðasamskiptum við Chicago-háskóla

Jón Atli Tómasson, til þátttöku í sumarnámsstefnu á sviði borgaralegrar þátttöku við Suður-Karólínu-háskóla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert