Bíða eftir ríkinu um lengingu fæðingarorlofs

Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti …
Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi. Það er verkefni hvers og eins sveitarfélaganna 74 að ákveða þann aldur sem stuðningur við foreldra hefst þar sem ekki er kveðið á um það í lögum við hvaða aldur börn eigi rétt á dagvistunarúrræði. Þetta kemur fram í skýrslu BSRB um dagvistunarúrræði á öllu landinu. 

Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna á leikskólum. Um 60% landsmanna búa í þeim sveitarfélögum. Börn á Íslandi eru að meðaltali rúmlega 20 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. 21% sveitarfélaga þurfa börn að bíða eftir leikskólaplássi eftir að viðmiðunar- eða lágmarksaldri er náð en í þeim sveitarfélögum búa 65% landsmanna. 

Ber ekki skylda að greiða niður þjónustu við dagforeldra

Dagforeldrakerfið byggir á framboði einkaaðila. Sveitarfélögum ber ekki skylda til að niðurgreiða kostnað vegna þjónustu dagforeldra né að tryggja framboð þeirra. Dagforeldrar eru starfandi í 28% sveitarfélaga á landinu, en 88% landsmanna búa í þeim sveitarfélögum, segir jafnframt í skýrslunni.  

Í þremur sveitarfélögum sem buðu upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri höfðu verið teknar upp heimgreiðslur til foreldra að loknu fæðingarorlofi og fram að leikskóla vegna þess að engir dagforeldrar fengust til starfa. 

Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna …
Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna á leikskólum. mbl.is/Ásdís

Bíða eftir ríkinu um lengingu fæðingarorlof í 12 mánuði

Sjö sveitarfélög bjóða upp á leikskóla frá 9 mánaða aldri. „Stöðug umræða eða fyrirhuguð
endurskoðun á inntökualdri er fyrir hendi hjá nærri öllum sveitarfélögum þar sem inntökualdur eða viðmiðunaraldur er hærri en 12 mánaða.“ Þetta kemur fram í skýrslunni.

Í svörum frá sveitarfélögum um þessi mál segjast mörg þeirra vera að bíða eftir því að ríkið lengi fæðingarorlof úr 9 mánuðum í 12 mánuði. „Annað sveitarfélag sagði endurskoðun og lækkun inntökualdurs á leikskólum velta á því hvað stjórnvöld hygðust gera“.

Þar af leiðandi verður tímabilið þar sem foreldrar þurfa að brúa ýmist þrír til sex mánuðir þar til barninu er tryggð dagvistun. Almennt eru það mæður sem axla meginábyrgðina við að brúa þetta svonefnda umönnunarbil sem er sá tími sem tekur við að loknu fæðingarorlofi foreldra og þar til barni er tryggt leikskólapláss eða annað dagvistunarúrræði af hálfu hins opinbera.

Umönnunartímabilið er jafnframt mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett og fer eftir því hvort sveitarfélögin bjóða upp á leikskólapláss. Þar sem mæður axla frekar þessa ábyrgð og þær eru lengur frá vinnumarkaði en karlar hafa karlar og konur ólíka stöðu á vinnumarkaði.  

Á öðrum Norðurlöndum er vistun barna tryggð eftir orlof

„Á öðrum Norðurlöndum er lögbundinn réttur barna til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig er tryggð er samfella fæðingarorlofs og dagvistunarúrræða að loknu fæðingarorlofi.“ Þetta kemur fram í skýrslunni. 

Í skýrslunni er vitnað í norræna sérfræðinga í jafnréttismálum sem segja að „þróun jafnréttismála einkennist af stöðnun“. Þess vegna verði stjórnvöld að hugsa vel næstu skref og „grípa til aðgerða sem varða alla þá þætti sem hafa áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði til að uppræta kynjamisrétti.“ 

Herferðin Betra fæðingarorlof

Skýrslan var unnin til að framfylgja stefnu BSRB um fjölskylduvænna samfélag og liður í því er sú krafa að fæðingarorlof sé lengt og börnum sé tryggð örugg dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Haustið 2016 stóðu BSRB og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) saman að herferðinni Betra fæðingarorlof. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert