Bíða eftir ríkinu um lengingu fæðingarorlofs

Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti ...
Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi. Það er verkefni hvers og eins sveitarfélaganna 74 að ákveða þann aldur sem stuðningur við foreldra hefst þar sem ekki er kveðið á um það í lögum við hvaða aldur börn eigi rétt á dagvistunarúrræði. Þetta kemur fram í skýrslu BSRB um dagvistunarúrræði á öllu landinu. 

Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna á leikskólum. Um 60% landsmanna búa í þeim sveitarfélögum. Börn á Íslandi eru að meðaltali rúmlega 20 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. 21% sveitarfélaga þurfa börn að bíða eftir leikskólaplássi eftir að viðmiðunar- eða lágmarksaldri er náð en í þeim sveitarfélögum búa 65% landsmanna. 

Ber ekki skylda að greiða niður þjónustu við dagforeldra

Dagforeldrakerfið byggir á framboði einkaaðila. Sveitarfélögum ber ekki skylda til að niðurgreiða kostnað vegna þjónustu dagforeldra né að tryggja framboð þeirra. Dagforeldrar eru starfandi í 28% sveitarfélaga á landinu, en 88% landsmanna búa í þeim sveitarfélögum, segir jafnframt í skýrslunni.  

Í þremur sveitarfélögum sem buðu upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri höfðu verið teknar upp heimgreiðslur til foreldra að loknu fæðingarorlofi og fram að leikskóla vegna þess að engir dagforeldrar fengust til starfa. 

Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna ...
Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna á leikskólum. mbl.is/Ásdís

Bíða eftir ríkinu um lengingu fæðingarorlof í 12 mánuði

Sjö sveitarfélög bjóða upp á leikskóla frá 9 mánaða aldri. „Stöðug umræða eða fyrirhuguð
endurskoðun á inntökualdri er fyrir hendi hjá nærri öllum sveitarfélögum þar sem inntökualdur eða viðmiðunaraldur er hærri en 12 mánaða.“ Þetta kemur fram í skýrslunni.

Í svörum frá sveitarfélögum um þessi mál segjast mörg þeirra vera að bíða eftir því að ríkið lengi fæðingarorlof úr 9 mánuðum í 12 mánuði. „Annað sveitarfélag sagði endurskoðun og lækkun inntökualdurs á leikskólum velta á því hvað stjórnvöld hygðust gera“.

Þar af leiðandi verður tímabilið þar sem foreldrar þurfa að brúa ýmist þrír til sex mánuðir þar til barninu er tryggð dagvistun. Almennt eru það mæður sem axla meginábyrgðina við að brúa þetta svonefnda umönnunarbil sem er sá tími sem tekur við að loknu fæðingarorlofi foreldra og þar til barni er tryggt leikskólapláss eða annað dagvistunarúrræði af hálfu hins opinbera.

Umönnunartímabilið er jafnframt mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett og fer eftir því hvort sveitarfélögin bjóða upp á leikskólapláss. Þar sem mæður axla frekar þessa ábyrgð og þær eru lengur frá vinnumarkaði en karlar hafa karlar og konur ólíka stöðu á vinnumarkaði.  

Á öðrum Norðurlöndum er vistun barna tryggð eftir orlof

„Á öðrum Norðurlöndum er lögbundinn réttur barna til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig er tryggð er samfella fæðingarorlofs og dagvistunarúrræða að loknu fæðingarorlofi.“ Þetta kemur fram í skýrslunni. 

Í skýrslunni er vitnað í norræna sérfræðinga í jafnréttismálum sem segja að „þróun jafnréttismála einkennist af stöðnun“. Þess vegna verði stjórnvöld að hugsa vel næstu skref og „grípa til aðgerða sem varða alla þá þætti sem hafa áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði til að uppræta kynjamisrétti.“ 

Herferðin Betra fæðingarorlof

Skýrslan var unnin til að framfylgja stefnu BSRB um fjölskylduvænna samfélag og liður í því er sú krafa að fæðingarorlof sé lengt og börnum sé tryggð örugg dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Haustið 2016 stóðu BSRB og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) saman að herferðinni Betra fæðingarorlof. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Hákarl fyrir þorrablótin
Hákarl fyrir þorrablótin Sími 852 2629 Pétur Sími 898 3196 Ásgeir...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Bænasamkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ?????...