„Svona gerir maður ekki“

Björn Ingimarsson er lítt hrifinn af uppátæki ferðamannan í Tjarnargarði,
Björn Ingimarsson er lítt hrifinn af uppátæki ferðamannan í Tjarnargarði, Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Fólk verður að átta sig á að þetta er ekki leyfilegt. Þetta er fjölskyldugarður sem er ekki ætlaður til annars en útivistar fyrir fjölskylduna. Flestir virða slíkt en það er svartur sauður í hverri hjörð,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. 

Greint var frá því á mbl.is að í morg­un hefðu leik­skólakrakk­ar og starfs­menn orðið vör við að búið var að tjalda í Tjarn­argarðinum, rétt fyr­ir utan leik­skólag­irðing­una. Einn starfsmaður sá tvo menn koma skríðandi úr tjald­inu og fór annar að taka til en hinn inn í skóg til að gera þarf­ir sín­ar. 

Svona gerir maður ekki og maður efast um að fólk geri þetta í sinni heimaveru. Við höfum ekki þurft að glíma við þetta hér innanbæjar en það hefur verið kvartað undan þessu þar sem ágangur ferðamanna er mikill,“ segir Björn. 

Hann segir ljóst að bregðast þurfi við þessu og að sveitarfélagið sé nú þegar að bæta aðstöðu og merkingar.

„Við erum að setja upp merkingar þar sem vakin er athygli á hvar hægt er að komast á snyrtingu og hvar stöðuleyfi eru fyrir bifreiðar sem menn sofa í. Við erum með tjaldsvæði hérna og það verður reynt að beina fólki þangað en það er aldrei þannig að allir fari eftir slíku.“

mbl.is

Bloggað um fréttina