Akranes sigldi inn Sundin í morgun

Akranes, ný ferja sem mun sigla áætlunarferðir á milli Reykjavíkur og Akraness, sigldi inn Sundin og til hafnar í Reykjavík í fyrsta skipti í morgun. Skipulagðar ferðir hefjast svo í næstu viku. mbl.is var á staðnum, í myndskeiðinu má sjá ferjuna sem er afar hraðskreið sigla til hafnar.

Ferjan sem var smíðuð árið 2007 sigldi hingað frá Bergen með viðkomu í Færeyjum og Vestmannaeyjum. 110 farþegar komast um borð og siglingin á milli Reykjavíkur og Akraness mun einungis taka um 25 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert