„Það er mikið traust á lögreglunni“

Lögreglumenn að störfum á Secret Solstice-hátíðinni í gær.
Lögreglumenn að störfum á Secret Solstice-hátíðinni í gær. mbl.is/Eggert

„Þetta var mjög góður fundur sem við áttum með þingmönnum. Við skiptumst á skoðunum og áttum góðar samræður og það kom fram að það er mikið traust á lögreglunni,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri í samtali við mbl.is að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Hann kveðst ekki óttast að ákvörðun um að gera sérstakar ráðstafanir við löggæslu og sýnileika sérsveitar á fjölmennum viðburðum í sumar muni koma niður á trausti almennings í garð lögreglu.

Hvað vilt þú segja við þann hluta almennings sem stendur ekki á sama um þessa ákvörðun, hefurðu engar áhyggjur af því að þetta komi til með að draga úr þessu mikla trausti almennings á lögreglu?

„Ég held að almenningur skilji það að íslenska lögreglan er almennt séð, og vonandi verður hún sem allra lengst, óvopnuð. Hún þarf hins vegar í ákveðnum afmörkuðum tilvikum að geta brugðist við með ákveðnum hætti og eins og ég hef lýst að undanförnu þá er hér um tímabundna ráðstöfun að ræða,“ svarar Haraldur.

Strax eftir verslunarmannahelgi stendur til að endurmeta stöðuna og vonar Haraldur að ekkert framhald verði á slíkum ráðstöfunum. Þá verði málið skoðað ítarlega. „Ég reikna frekar með því, að öllu óbreyttu, að þessi löggæsla sem við höfum haft núna í sumar verði ekki lengur til staðar eftir verslunarmannahelgina,“ segir Haraldur, með þeim fyrirvara að leggja þurfi mat á stöðuna þegar þar að kemur.  

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hættumat greiningardeildar ríkislögreglustjóra hefur verið óbreytt, „í meðallagi“, síðan árið 2015 og viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað. Margir hafa því velt fyrir sér hvaða rök séu fyrir ákvörðun ríkislögreglustjóra um að hafa vopnaða sérsveitarmenn viðstadda fjölmenna viðburði í sumar.

„Meginrökin eru það hættumat sem greiningardeild ríkislögreglustjóra gerir fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og atburðirnir sem hafa átt sér stað í London nýverið, þar sem óðir menn hafa myrt saklausa borgara,“ svarar Haraldur. „Þetta kallar á það að við hugleiðum hvers konar viðbúnað lögreglan vill hafa um þessar stóru útiskemmtanir sem eru hér aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru varúðarráðstafanir, sem eru eingöngu nú og um þessar stóru hátíðir,“ bætir Haraldur við og ítrekar að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða.

Upplýsingaflæði verði bætt

Spurður nánar um efni fundarins með allsherjar- og menntamálanefnd segir Haraldur að meðal annars hafi það verið rætt hvernig ríkislögreglustjóri geti átt frekara samstarf og samræður við þingið. Segir hann það standa til að taka upp ríkara samstarf og að auka upplýsingaflæði til þingmanna, þau mál verði hugleidd.

Fulltrúar borgaryfirvalda hafa lýst yfir óánægju sinni með skort á upplýsingaflæði til borgarinnar vegna sérstakra ráðstafana við löggæslu á stórum viðburðum í sumar. Borgarstjóri og forseti borgarstjórnar hafa t.a.m. bæði lýst því yfir að þau hafi fyrst heyrt um málið í fjölmiðlum. Spurður um þetta bendir Haraldur á að samkvæmt lögum um lögreglu sé það lögreglustjóri í hverju umdæmi sem annast samskipti við sveitarfélög.

„Það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem hefur þennan samráðsvettvang og samstarf við borgarstjóra. Ríkislögreglustjóri, sem starfar á landsvísu og starfrækir hina vopnuðu lögreglu, kemur öllum til aðstoðar og er í samstarfi við lögregluliðin um landið og þannig eiga upplýsingar að flæða í gegnum ríkislögreglustjóra, héraðslögreglustjóra og inn í sveitarstjórnirnar,“ útskýrir Haraldur.

Nýlegur bíll sérsveitarinnar ásamt einkennisklæddum sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra.
Nýlegur bíll sérsveitarinnar ásamt einkennisklæddum sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Grunnskólakennarar felldu samning

15:39 Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%. FG og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »

„Það er blóð úti um allt“

15:33 „Það er brjálaður maður hérna inni,“ heyrist nágranni Sanitu Brauna segja þegar hann hringir í neyðarlínuna kvöldið sem Sanita lét lífið. Símtalið var spilað við aðalmeðferð þar sem Khaled Cairo er ákærður fyrir morðið á Sanitu Brauna. Meira »
Suzuki GS 1000L Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
Tattoo
...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...