Fjallgöngugjald dugi á Helgafelli

Feðginin á Helgafelli, Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir -
Feðginin á Helgafelli, Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir - mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Óhjákvæmlegt var að hefja gjaldtöku af þeim sem ganga á Helgafell á Snæfellsnesi, enda lá umhverfið undir skemmdum og frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fékkst ekki stuðningur til nauðsynlegra úrbóta. Raunar er líklegt í framtíðinni að á stöðum í einkaeigu, þar sem gestanauð er mikil, verði gjaldtaka almenn, enda er það nærtækasta leiðin til að fjármagna framkvæmdir og þjónustu. Þetta segja feðginin Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir, bændur og landeigendur á Helgafelli, sem í vor byrjuðu að innheimta 400 krónur af hverjum þeim sem gengur á fjallið, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.

Borga sjálf fyrir framkvæmdir

Helgafell í Helgafellssveit, skammt frá Stykkishólmi, er enginn venjulegur staður. Um fjallið gildir sú helgisögn að þegar á það er farið í fyrsta sinn, aldrei litið til baka, ekki mælt orð á leiðinni og beðist fyrir í byrgi á fjallinu eigi þrjár óskir viðkomandi að rætast. „Já, ég hef nokkrum sinnum hitt fólk sem segir mér frá óskum sínum sem rættust eftir fjallgöngu. Það dreg ég ekki í efa, en líka hitt að hjá góðu og heiðarlegu fólki ganga hlutirnir oftast upp og draumarnir verða að veruleika,“ segir Jóhanna.

Fyrir fjórum árum fékkst 6,5 milljóna króna styrkur til þess að leggja göngustíg upp á fjallið og koma upp salernisaðstöðu. Í vor þurfti svo að fara aftur í framkvæmdir og meðal annars bera möl ofan í stíginn, sem mikið hafði runnið úr. Það var pakki upp á tvær milljónir sem Helgafellsfólk borgaði sjálft fyrir en ætlar að vega þar á móti með gjaldtökunni. Frá sveitarfélaginu fékkst enginn stuðningur, en í Helgafellssveit eru aðeins 52 íbúar og hefur sveitarsjóður því úr litlu að spila.

Hópar hættu að koma

Hjörtur Hinriksson segist nokkuð bjartsýnn á að gjaldtakan í sumar standi undir útlögðum kostnaði. „Mér finnst tregðan við að borga þetta sanngjarna gjald mikil. Ferðaskrifstofurnar hættu að mestu leyti koma með hópa eftir að við kynntum þessar ráðstafanir og talsmenn þeirra sögðu að aukakostnaður mætti ekki bætast við þegar seldar ferðir. Og þó eru 400 krónur ekki miklir peningar, hvað þá þegar fólk getur fengið þrjár óskir uppfylltar. Það er mikið fyrir lítið,“ segir Hjörtur og hlær.

Jóhanna Kristín segist telja að í náinni framtíð verði gjaldtaka á fjölförnum stöðum almenn. „Mér virðist sem margir séu að skoða möguleikann og á nokkrum stöðum er byrjað að innheimta bílastæðagjöld, fyrir salerni og fleira,“ segir Jóhanna sem sjálf er gjarnan í litla skúrnum við Helgafellið, þar sem fjallgöngugjaldið er innheimt. „Ef við náum í sumar því inn sem framkvæmdir í vor kostuðu okkur erum við sloppin. Þrátt fyrir að við séum hér á vakt tólf tíma á sólarhring getum við ekki heldur reiknað okkur laun. Veitir raunar ekkert af því að ná peningum í sjóð því vegna sívaxandi ferðamannastraums hingað þarf að fara í margvíslegar fleiri úrbætur hér sem kosta sitt,“ segir Jóhanna á Helgafelli.

Helgafell er fjall sem miklar sagnir eru til um og ...
Helgafell er fjall sem miklar sagnir eru til um og sé rétt að farið rætast óskir þeirra sem ganga upp á topp þess. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Innlent »

Nauðgun liggi ekki frjálst samþykki fyrir

14:04 Samþykkt var með 48 samhljóða atkvæðum á Alþingi í dag að breyta skilgreiningu á nauðgun í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga þannig að í henni felist kynmök án samþykkis. Ennfremur að samþykki þurfi að hafa verið tjáð af fúsum og frjálsum vilja. Meira »

Ekki aðalmálið hvort ég mæti á HM

14:00 Það hefur verið nóg að gera í utanríkisráðuneytinu og mörg mál sem hafa komið til kasta þess síðustu daga. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir nokkur þeirra í Ísland vaknar í morgun. Meira »

„Dickish behaviour“ að taka þetta

13:48 Dagsson.com, fyrirtæki Hugleiks Dagssonar, má ekki lengur prenta orðið HÚ! á boli líkt gert hefur frá því hann teiknaði mynd af karli í landsliðsbúningi að segja HÚ! sumarið 2016. Teikningin kallast einfaldlega HÚ! Meira »

Grunur um salmonellusmit í grísahakki

13:15 Grunur er um salmonellusmit í grísahakki frá Síld og fiski ehf. og hefur hakk sem var pakkað dagana 21. mars til 23. mars verið innkallað vegna þess. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta gruninn, en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna. Meira »

Listi Samfylkingarinnar í Árborg

12:46 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti flokksins. Meira »

Hjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

12:31 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og þær kröfur sem stéttin hefur sett fram um bætt starfs- og launakjör. Fíh hvetur ríkisstjórn og samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við ljósmæður hið fyrsta. Meira »

„Nú er þolinmæði okkar þrotin“

12:16 Þungt hljóð er í forystu samninganefndar Félags framhaldsskólakennara eftir fund með ríkissáttasemjara í morgun.   Meira »

Allt að 57% verðmunur á páskaeggjum

12:28 Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum hinn 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Meira »

Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

12:05 „Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein er af ef hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til greiningar til Svíþjóðar. Meira »

Sváfu frekar lítið næstu nótt

11:56 Lottóvinningurinn á síðasta laugardag féll í skaut eldri hjóna sem keypt höfðu 10 raða Lottómiða með Jóker hjá 10-11 Fitjum í Reykjanesbæ. Vinningurinn var ekki af verri endanum eða 26 skattfrjálsar milljónir samkvæmt upplýsingum frá Getspá. Meira »

Gera ráð fyrir Fossvogslaug

11:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að gera ráð fyrir sundlaug við deiliskipulag í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Meira »

Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa

11:33 „Fyrirferðamesta samgönguverkefnið á árinu hefur verið borgarlína,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, á málþinginu „Léttum á umferðinni“ sem fram fór í Ráðhúsinu í morgun. Þar var fjallað um samgöngur í Reykjavík. Meira »

Flutt með þyrlu eftir bílslys

11:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun eftir bílslys sem varð í Miðfirði fyrir klukkan kl. 8 í morgun. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreiðinni í vondri færð með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Meira »

Neita að ganga í gegnum píku

11:10 Fjalar Sigurðarson og Hlédís Sveinsdóttir komu í heimsókn í liðinn Vikan í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun og voru þar beðin um að velja m.a. gleði og vonbrigði vikunnar. Meira »

Karlakór er gefandi félagsskapur

10:30 Karlakórinn Hreimur hefur sett svip sinn á menningarlíf Þingeyinga í meira en fjóra áratugi. Hann er skipaður um 60 mönnum sem hittast tvisvar í viku allan veturinn í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal, til þess að syngja og eiga stund saman. Meira »

„Eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn“

11:12 Áslaug Friðriksdóttir segir að skortur sé á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum innan flokksins. Hún segir að flokkurinn taki þá áhættu að höfða til þrengri hóps í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Við eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn í partíinu.“ Meira »

Bakkaði á múrvegg og braut hann

10:58 Erlendur ferðamaður sem var á ferð í Keflavík í vikunni varð fyrir því óláni að bakka bifreið úr stæði beint á múrvegg með þeim afleiðingum að veggurinn brotnaði. Meira »

Sautján ára á 147 km/klst hraða

10:30 Sautján ára ökumaður mældist á 147 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Armbönd
...
Vordagar
...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...