Smárými fyrir stóran skilding

mbl.is/Sigurður Bogi

Dæmi eru um að fólk greiði allt að 120 þúsund krónur fyrir tveggja manna herbergi auk sameignar, eða 40 þúsund krónur fyrir átta fermetra herbergi. Formaður Samtaka leigjenda segir leigjendur eiga sök að máli, þar sem leigusalar geti leigt herbergin út dýrum dómum á meðan eftirspurnin sé til staðar. Og eftirspurnin er sannarlega til staðar.

Blaðamaður Sunnudagsblaðsins rakst á leiguvef á vegum Ingimundar Þórs Þorsteinssonar, þar sem 16 herbergi eru auglýst til leigu í tveimur húsum, öðru í Kópavogi en hinu í Seljahverfi. Fermetraverðið nemur hátt í 5 þúsund krónum á mánuði, eða tæplega tvöfalt fermetraverð á við íbúðir í sömu póstnúmerum. Öll herbergin eru í útleigu.

Í húsinu í Seljahverfi eru herbergin átta talsins og geta þar verið tíu manns sem deila tveimur baðherbergjum með sturtuaðstöðu, þvottahúsi og eldhúsi. Við Nýbýlaveg í Kópavogi eru herbergin sjö á tveimur hæðum. Baðherbergi eru tvö, sitt á hvorri hæðinni, og einnig er sameiginleg eldhúsaðstaða og þvottaherbergi.

12 fermetrar á 180 þúsund

Í miðbæ Reykjavíkur er hægt að leigja 12 fermetra herbergi með sameiginlegu klósetti á 180 þúsund krónur, eða á 15 þúsund krónur fermetrann, að því er kemur fram í leiguskrá Leigu.is. Í Grafarvogi er 13 fermetra íbúð boðin til leigu á 80 þúsund krónur á mánuði. Í Reykjanesbæ er 15 fermetra íbúð boðin á 80 þúsund krónur.

Ingimundur Þór Þorsteinsson.
Ingimundur Þór Þorsteinsson.

Í síðasta mánuði greindi Morgunblaðið frá því að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 74 prósent frá því í janúar 2011. Þá greindi blaðið jafnframt frá því að 17 prósent fólks byggju í leiguhúsnæði en voru 12 prósent árið 2008.

Myndi sjálfur ekki vilja leigja

Ingimundur játar að leigan sé há í húsunum þar sem herbergi séu leigð út og segist sjálfur leggja hart að sonum sínum að spara og safna sér fyrir eigin húsnæði. Hann segist sjálfur ekki myndu vilja vera á leigumarkaði en mikil þörf sé hins vegar á öllum stærðum af húsnæði.

Vill að heimilið sé öruggt

„Það er mikil eftirspurn eftir herbergjum. Ég kann ekkert annað eðlilegt svar [við leiguverðinu] en að verðið ráðist af framboði og eftirspurn,“ segir Ingimundur Þór. Hann hefur leigt herbergin út núna í á fjórða ár. Hann segir verðið hjá sér hafa haldist óbreytt í tvö ár og segir hann mikinn fjölda fyrirspurna og umsókna berast honum í hvert sinn sem hann auglýsi herbergi til leigu. Flestir leigjendurnir kjósi að vera hjá honum til lengri tíma og tekur hann sem dæmi að 75 prósent þeirra sem leigðu hjá honum í haust séu enn að leigja hjá honum.

Ingimundur tekur fram að þetta sé ekki hans sérgrein, þ.e. útleiga íbúða, heldur sé hann að leigja húsin tímabundið út. „Ég er að breyta húsum og bæta, teikna og þess háttar, og leigi út til að láta þau ekki standa auð á meðan,“ segir hann. „En ég hef lagt mikið upp úr því að sinna fólkinu vel og hafa alla hluti í lagi. Mér finnst ég vera að gera eitthvað. Það er fólk hérna sem þarf einhvern stað til að búa á,“ segir Ingimundur.

Fjölbreytt flóra leigjenda

„Ég hef reynt að taka hingað fjölbreytta flóru. Ég reyni að hafa í bland Íslendinga og útlendinga, konur, karla, unga og eldri. Ég er með öryrkja, flóttamenn frá Rauða krossinum og ungt fólk að hefja líf sitt. Maður kynnist þessu fólki og veit eitthvað sem gengur á í lífi þeirra,“ segir Ingimundur og bætir við að sér beri skylda sem leigusala til að passa upp á að fólki líði eins og heima hjá sér. Að þau hafi samastað þar sem þau finni fyrir öryggi.

Spurður hvort hann viti af mörgum að leigja út stök herbergi segist hann hafa rekist á nokkra. „Það er eitthvað í Hafnarfirði, á þremur stöðum er þetta bara bisness, þar sem einhverju húsnæði er skipt niður í herbergi og sett upp fyrir þetta. Í mínu tilfelli er þetta millibilsástand þar sem ég leigi út herbergin á meðan ég er að vinna í öðrum hlutum og þess háttar,“ segir hann.

Innlent »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

Ungi hælisleitandinn farinn úr landi

18:15 Átján ára pilturinn sem ráðist var á í íþróttahúsi Litla-Hrauns í síðasta mánuði hefur verið sendur úr landi.  Meira »

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

18:03 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag mann af ákæru um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa á vormánuðum 2015 ráðist á annan mann Meira »

„Ósjálfráð viðbrögð að beygja frá“

17:54 „Sem betur fer fer ég til vinstri en ekki hægri. Ég beið eftir skellinum en þetta slapp fyrir horn,“ segir Gunnlaugur Helgason, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi. Meira »

Vantar 88 lögregluþjóna í Reykjavík

17:41 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir 88 lögregluþjóna vanta í Reykjavík til að fjöldi þeirra sé í samræmi við mannfjöldaaukningu svæðisins frá aldamótum. Meira »

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

16:46 „Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. Meira »

Flóð á Sæbraut

17:10 Það er erfitt að lýsa ástandinu sem var á Sæbraut undir brúnni á Miklubraut öðruvísi en að þar hafi verið flóð í morgun þegar vatnselgurinn var sem mestur. Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu sitt besta til að losa um stíflur í niðurföllum og ökumenn þurftu að sýna þolinmæði á meðan. Meira »

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

16:20 „Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »

Bifreið elti barn á heimleið

15:31 Foreldrar barna í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa fengið tölvupóst frá skólayfirvöldum þar sem greint er frá því að bifreið hafi elt stúlku, sem er nemandi við skólann, þegar hún var á leið heim til sín um kvöldmatarleytið í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Krefst sýknu að öllu leyti

15:02 Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag. Meira »

Læknar ánægðir með umskurðarfrumvarp

14:55 Rúmlega 400 íslenskir læknar lýsa yfir ánægju með frumvarp sem banna á umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Segja læknarnir málið ekki flókið, þó það hafi ýmsar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Meira »

„Við erum í góðum málum“

14:32 Vorið er komið á Siglufirði ef marka má fréttaritara mbl.is og bæjarstjórann í Fjallabyggð, Gunnar Birgisson. Hitastigið í bænum er rétt tæpar tíu gráður og þar bærist vart hár á höfði. Meira »

Stálu 600 tölvum - þrír í haldi

14:57 Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Meira »

Forsendur kjarasamninga brostnar

14:35 Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

14:23 Veðrinu hefur slotað og ófanflóðahætta sem skapaðist yfir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð er talin liðin hjá að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Vegurinn er því opinn. Meira »