Ramadan og björtu sumarnæturnar

Sergine Modou Fall kann vel við sig í íslenska sumrinu ...
Sergine Modou Fall kann vel við sig í íslenska sumrinu og segir Íslendinga taka honum eins og hann er. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Serigne Modou Fall ætlar að fagna lokum föstumánaðarins Ramadan með vinafjölskyldu sinni á Íslandi á morgun með mikilli matarveislu, en hann býr hér á landi þar sem hann æfir fótbolta með ÍR. Hann hefur aldrei mætt fordómum á Íslandi vegna trúar sinnar, hvorki þegar hann bjó á Ísafirði né í Reykjavík. Hann segir Íslendinga einstaklega vinsamlega og unir hag sínum vel.

„Á Íslandi er ómögulegt fyrir okkur sem erum múslimatrúar að fylgja sólarlagsreglu föstumánaðarins Ramadan, þá gætum við ekkert borðað allan sólarhringinn. Allan mánuðinn sem Ramadan stendur yfir fasta þeir sem eru múslimatrúar frá því sólin rís að morgni þar til hún sest að kveldi. Þeir borða því að kveldi eftir sólarlag. En múslimar hér á landi fá að laga sólargangsreglu föstunnar að þeim sérstöku aðstæðum að hér rís sólin á þessum árstíma upp rétt eftir að hún hefur sest,“ segir Serigne Modou Fall sem þekkir þetta af eigin raun, verandi múslimi og hafa búið á Íslandi undanfarin tæp tvö ár.

Finnst ekki erfitt að fasta

Hann segir ekkert mál að fasta yfir daginn í heilan mánuð.

„Ég er ungur og heilsuhraustur en þeir sem eru veikir þurfa ekki að fasta, og sama er að segja um þá sem eru á ferðalögum þegar Ramadan stendur yfir, þeir geta frestað föstunni þar til ferðalagi lýkur.“

Með fjölskyldu sinni á Ísafirði F.v aftari röð: Elmar, Serigne, ...
Með fjölskyldu sinni á Ísafirði F.v aftari röð: Elmar, Serigne, Sigurður Geir bróðir Elmars, Garðar faðirinn. F.v fremri röð: Birta systir Elmars, Anna Lind móðirin og tengdadóttirin Kristín, kærasta Sigurðar Geirs. Úr einkasafni

Serigne segir að Ramadan sé níundi mánuðurinn í íslamska dagatalinu. „Íslamska dagatalið tekur mið sitt af tunglinu og því er breytilegt frá hvaða degi til hvaða dags Ramadan-mánuðurinn stendur. Að fasta í mánuð er ein af fimm stoðum íslamstrúar, ætlað til að fólk efli aga sinn og trúfestu. Það væri erfitt að fasta ef einhver manneskja segði mér að gera það, en það er ekki erfitt þegar ég geri það til að efla mig í trúnni. Ég geri það fyrir mig, engan annan. Mér líður eins og ég sé frjáls í hjarta mínu meðan á föstunni stendur, auk þess er það gott fyrir heilsu mína, hreinsandi,“ segir Serigne og bætir við að einnig sé öllum múslimum skylt að gefa fátækum peninga meðan á föstumánuði stendur.

Vissi ekkert um Ísland

Serigne er 23 ára, fæddur og uppalinn í Senegal í Afríku, en hann fluttist til Ítalíu þegar hann var 12 ára, þar sem faðir hans býr, en móðir hans býr á Spáni.

„Ég spilaði fótbolta á Ítalíu í átta ár og eftir það fór ég til Spánar þar sem ég spilaði í eitt tímabil. Þaðan flutti ég svo til Noregs þar sem ég spilaði undir stjórn Teits Þórðarsonar. Teitur var mín fyrsta tenging við Ísland, því ég vissi ekkert um þetta land fram að því. Eftir eitt og hálft tímabil í Noregi sagði Teitur að kannski gæfust mér betri tækifæri í fótboltanum á Íslandi, og ég ákvað að slá til. Ég fór á reynslu hjá Víkingi, þar sem bróðir hans, Ólafur Þórðarson, var að þjálfa, en síðan flutti ég til Ísafjarðar þar sem ég lék með BÍ/Bolungarvík, sem varð að Vestra. Ég bjó á Ísafirði í tvö sumur og æfði þar fótbolta, en núna er ég fluttur til Reykjavíkur, því mér var boðinn samningur hjá ÍR og þar æfi ég fótbolta. Ég sé líka um knattspyrnuskóla ÍR.“

Marie dóttir Kristjönu og Daouda fagnar sigri hjá Serigne.
Marie dóttir Kristjönu og Daouda fagnar sigri hjá Serigne. Úr einkasafni

Kristjana hefur hjálpað mér

Serigne segir ekki hafa verið auðvelt að finna íbúð í höfuðborginni þegar hann flutti suður, en Daouda, vinur hans frá Senegal sem hefur búið á Íslandi í tuttugu ár og er giftur íslenskri konu, Kristjönu Margréti Þórisdóttur, leyfði honum að búa á heimili þeirra fyrstu þrjá mánuðina í Reykjavík.

„Kristjana er yndisleg og hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég lít á þau sem mína nánustu fjölskylda á Íslandi og ég heimsæki þau oft. Ég mun fagna með þeim á morgun með matarveislu, því síðasti dagurinn í föstumánuði Ramadan er í dag. Bræður Daouda munu einnig koma til veislunnar og mér á eftir að líða eins og ég sé heima hjá mér, þá fæ ég ekki heimþrá. Þetta er stór hátíð hjá okkur múslimum, þegar Ramadan lýkur, hún heitir Eid al-Fitr.“

Fólk einblínir ekki á trú mína

Serigne er afar ánægður á Íslandi og segist hvarvetna mæta vinsemd.

„Vissulega var erfitt fyrir mig að flytja til Ísafjarðar í nóvember, þegar myrkrið er svartast og kuldinn mestur, en mér leið vel af því mér var vel tekið. Ég eignaðist góðan vin í Elmari Garðarssyni, einum þeirra sem æfðu fótbolta með mér. Ég lít á hann sem bróður minn og hann kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni. Þau eru yndislegt fólk.“

Serigne í leik í vor þar sem ÍR mætti Gróttu, ...
Serigne í leik í vor þar sem ÍR mætti Gróttu, lið hans ÍR sigraði 2:1. Að baki honum er Dagur Guðjónsson, liðsmaður Gróttu.

Þegar Serigne er spurður að því hvort hann hafi mætt fordómum hér á landi eða orðið fyrir aðkasti vegna þess að hann er múslimi, segir hann svo ekki vera.

„Aldrei. Hvorki á Ísafirði né í Reykjavík. Fólk tekur mér eins og ég er, það sér mig og minn persónuleika en er ekki að einblína á trú mína. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Serigne sem er mikill tungumálamaður, hann talar ensku, ítölsku, spænsku og frönsku og nú er hann að læra íslensku.

Þegar hann er spurður að því hvert hann stefni í framtíðinni segir hann sitt helsta markmið að verða betri fótboltamaður og skapa sér orðstír á þeim vettvangi.

„Núna er ég að spila í fyrstu deildinni en ég vil gjarnan komast í úrvalsdeild. Framtíð mín er opin. Vissulega sakna ég fólksins míns, foreldra minna og systkina, en ég stefni á að fara í heimsókn til þeirra til Ítalíu og Spánar. Þau undrast mjög þetta land sem ég bý í hér í norðri, þar sem sólin gengur ekki til viðar,“ segir hann og hlær.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki tekist að lækka tollana

Í gær, 22:52 Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur. Meira »

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Í gær, 22:32 Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

Í gær, 21:40 Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »

Fjórir unnu 60 milljónir króna

Í gær, 21:29 Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins. Meira »

Hjólakraftur hlaut Foreldraverðlaunin

Í gær, 21:01 Verkefnið Hjólakraftur í Norðlingaskóla hlaut í dag Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla, en markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldskóla og verkefnum sem stuðla að öflugu jákvæðu samstarfi heima, skóla og samfélagins. Meira »

Annað besta ár í sögunni

Í gær, 20:59 Síðasta ár var annað besta ár frá upphafi í rekstri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sé horft til veltufjár frá rekstri, sem var 1,5 milljarðar króna árið 2018, 88% meira en 2017. Meira »

86 brautskráðir frá Flensborg

Í gær, 20:31 86 stúdentar voru útskrifaðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í gær, af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskipta- og hagfræðibraut, starfsbraut og opinni námsbraut. Alls luku 36 nemendur íþróttaafrekssviði sem hluta af stúdentsprófinu. Meira »

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Í gær, 20:30 Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Meira »

Með urðunina í Fíflholti til meðferðar

Í gær, 20:14 Umhverfisstofnun er nú með mál urðunarstarfseminnar í Fíflholti á Mýrum til meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum stofnunarinnar. Urðunarstöðin rataði í fréttir eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum sem sýndu rusl við stöðina og fór eftirlitsmaður á staðinn í gær til að skoða aðstæður. Meira »

Heimilt að kyrrsetja vegna heildarskulda

Í gær, 19:56 „Þessi úrskurður er enn og aftur staðfesting á túlkun og beitingu á ákvæði loftferðalaga um kyrrsetningu flugvéla fyrir heildarskuldum,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna úrskurðar Landsréttar í dag um að fyrirtækinu hafi verið heimilt að kyrrsetja farþegaflugvélina TF-GPA í eigu flugvélaleigunnar ALC. Meira »

Helga Lind nýr framkvæmdastjóri SHÍ

Í gær, 19:44 Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur ráðið Helgu Lind Mar í starf framkvæmdastjóra SHÍ, en Helga Lind er 31 árs laganemi við HÍ og hefur mikla reynslu þegar kemur að hagsmunabaráttu stúdenta, samkvæmt fréttatilkynningu frá SHÍ. Meira »

„Nú er komið að börnunum“

Í gær, 19:30 „Við höfum miklar áhyggjur af börnum á ofbeldisheimilum. Andvaraleysis hefur gætt í þeirra málum og miðað við hvaða aðstæður þau búa fá þau litla hjálp og litla þjónustu,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Meira »

Byggja 99 leiguíbúðir við Hraunbæ

Í gær, 19:16 Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að 99 íbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Hraunbæ 153-163 í Árbæ. 20% íbúðanna verða í eigu og útleigu hjá Félagsbústöðum. Meira »

Tækniskólinn brautskráði 306 nemendur

Í gær, 18:28 Tækniskólinn brautskráði á miðvikudag 306 nemendur frá öllum undirskólum sínum, af alls 58 mismunandi námsbrautum, en brautskráningarathöfnin fór fram í Eldborgarsal Hörpu og var glæsileg. Meira »

Afstaða ráðherra stendur óhögguð

Í gær, 18:16 Dómur Hæstaréttar í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar breytir ekki þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að leita endurskoðunar á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu. Meira »

Landsréttur hafnar kröfu ALC

Í gær, 17:44 Landsréttur hafnaði í dag kröfu flugvélaleigunnar ALC um að fá afhenta farþegaþotu í eigu fyrirtækisins af gerðinni Airbus A321 sem var leigð til WOW air áður en flugfélagið varð gjaldþrota og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögmaður ALC segir niðurstöðuna vonbrigði. Meira »

Vegurinn um Kjöl opinn

Í gær, 17:32 Vegurinn yfir Kjöl hefur verið opnaður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegurinn er þó aðeins fær fjórhjóladrifs bílum þar sem unnið er að viðgerðum á honum. Meira »

Fá þyngri dóma fyrir farsakennd svik

Í gær, 17:17 Dómar þriggja einstaklinga, einnar konu og tveggja karla, sem sakfelld höfðu verið fyrir peningaþvætti í fjársvikafarsa sem teygði anga sína meðal annars til Suður-Kóreu, Hong Kong og Ítalíu, voru þyngdir af Landsrétti í dag. Meira »
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Verð ekki við vinnu fyr en um eða eftir miðjan mars . SIMI 863-2909...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...