Benedikt segir sér bera skylda til að hafna krónunni

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir sér bera skylda til að hafna …
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir sér bera skylda til að hafna krónunni. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Íslenska krónan er óútreiknanleg og leiðir til óstöðugleika. Þetta segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Má fjármálaráðherra hafna krónunni?“

Segir Benedikt vexti vera og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndum, sem sé ósanngjarnt og leiði til óþarfaátaka í samfélaginu. „Sterk króna ógnar nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Störf í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem áttu að tryggja fjölbreytni atvinnulífsins, streyma úr landi á ný. Krónan er hemill á heilbrigð viðskipti,“ segir hann í grein sinni. Við almenningi blasir hins vegar ólík mynd og aukinn kaupmáttur.

Fjármálaráðherra megi því hafna krónunni, því sér beri skylda til að leggja til þann kost sem sé farsælastur fyrir Íslendinga. Nú sé því tími til að hafna gömlum kreddum. Stöðugleiki náist aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem standi undir nafni og geti boðið upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert