Heldur tónleika fyrir hundana sína

Hrefna Líf heldur tónleika í september og safnar í leiðinni ...
Hrefna Líf heldur tónleika í september og safnar í leiðinni fyrir því að flytja hundana sína heim til Íslands. Ljósmynd/Hrefna Líf Ólafsdóttir

Hrefna Líf Ólafsdóttir, snappari og söngkona, heldur tónleika og safnar í leiðinni fyrir því að flytja hundana sína heim til Íslands. Hún flutti nýverið heim frá Spáni þar sem hún lagði stund á nám í dýralækningum. Hún eignaðist barn á miðju skólaári og fékk ekki undanþágu frá skólanum til þess að halda áfram.

Fékk fimm daga til að flytja heim

„Ég átti að fá að halda áfram og var búin að borga allt og svo fékk ég að vita það 5.júlí að skólinn vildi ekki gera undanþágu út af einum áfanga,“ segir Hrefna Líf í samtali við mbl.is. Hrefna eignaðist barn í miðjum prófum og þurfti sökum þess að sleppa einu prófi.

„Ég fékk fimm daga til þess að flytja heim, hafði ekki efni á því að búa á Spáni lengur þar sem ég var ekki lengur í skóla og fengi því ekki námslán,“ segir Hrefna. Maður Hrefnu, Sigurður Gunnar, var heima á Íslandi að vinna og stóð til að hún kæmi heim í 6 vikur yfir sumarið en svo fór að hún þurfti að flytja búferlum snögglega.

Hrefna eignaðist Jökul Dreka í miðjum prófum og fékk ekki ...
Hrefna eignaðist Jökul Dreka í miðjum prófum og fékk ekki undanþágu frá skólanum til þess að halda áfram sökum þess að hún missti af einu prófi. Ljósmynd/Iris Bergmann

Slær tvær flugur í einu höggi

Hún brá á það ráð að halda tónleika til þess að safna fyrir þeim kostnaði sem hún þarf nú að leggja út fyrir því að flytja hundana sína þau Myrru og Frosta heim. Hrefna Líf er með um 10.000 fylgjendur á Snapchat og fann hún fyrir miklum stuðningi á meðal þeirra þar sem margir buðu fram hjálparhönd og vildu létta undir með henni fjárhagslega.

„Ég var ekki alveg tilbúin í að fá þarna kannski fleiri hundruð þúsund bara gefins,“ segir Hrefna Líf og bætir við að hún hafi lengi haft það á bak við eyrað að halda tónleika en hún hefur einnig lært söng. „Ég sá bara leið til þess að slá tvær flugur í einu höggi, halda tónleika og koma fram og um leið væri fólk að styrkja mig,“ segir Hrefna.

Talar um tabú málefni

Hrefna Líf er búin að vera á Snapchat í tvö ár og aðspurð hvernig það kom til að hún hafi svo marga fylgjendur segir Hrefna: „Það sprakk svolítið þegar ég flutti út ólétt í nám með tvo hunda. Ég tala mikið um geðhvörf og ADHD, er með það sjálf. Ég tala mikið um andleg veikindi og tabú málefni. Ég fæ líka að heyra að ég setji ekki upp glansmynd á Snapchat og fólk hafi gaman af því.“

Tónleikar Hrefnu Lífar verða í Tjarnarbíó 5. september. Frekari upplýsingar má sjá á Facebook-síðu viðburðarins.

Sigurður Gunnar, betur þekktur sem húshjálpin af Snapchat-fylgjendum Hrefnu, ásamt ...
Sigurður Gunnar, betur þekktur sem húshjálpin af Snapchat-fylgjendum Hrefnu, ásamt syni þeirra Jökli Dreka og hundunum Myrru og Frosta. Ljósmynd/Hrefna Líf Ólafsdóttir
mbl.is

Innlent »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðargæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Funduðu um fyrstu daga þingsins

15:27 „Við vorum bara að fara yfir næstu viku og hvernig við leggjum af stað eftir helgina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en hann fundaði í dag með formönnum þingflokkanna. Þingið kemur saman á mánudaginn að loknum jólaleyfi. Meira »

Auðveldar aðgengi íslenskra lækna að framhaldsmenntun í hjartalækningum

15:14 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, og Frieder Braunschweig, yfirlæknir á sviði hjartalækninga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, undirrituðu í dag samkomulag um víðtækt samstarf. Meira »

Bjóða ferðamönnum nýsteiktar kleinur

14:55 „Rakst á þessa flottu stráka úti við Gróttu áðan. Keypti af þeim heitt kakó og glóðvolga kleinu sem þeir steiktu á staðnum. Þeir smíðuðu vagninn sjálfir. Náðu að sprengja krúttskala dagsins hjá mér og þeim túristum sem voru á staðnum,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir. Meira »

Miðflokkurinn undirbýr framboð

14:10 Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis var formlega stofnað í Glersalnum í Kópavogi í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Meira »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Segir eftirlit með lögreglu upp á punt

12:56 Garðar Steinn Ólafs­son, lögmaður tveggja ein­stak­linga í svo­kölluðu LÖKE-máli, segir að niðurstaða setts ríkissaksóknara í máli mannanna tveggja gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sé í raun sú besta sem búast mátti við fyrir skjólstæðinga sína. Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

13:06 „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Ragnhildur stefnir á 3.-4. sæti

12:51 Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 20. janúar. Meira »

Skipa samráðshóp um að gera úrbætur

12:35 Ráðherranefnd um jafnréttismál ákvað á fundi sínum í morgun að að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Meira »

Staðfestir niðurfellingu LÖKE-máls

12:33 Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í máli tveggja manna gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Góðar niðurstöður vatnssýna

12:02 Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Verða ekki með varanlegt herlið

11:39 Þrátt fyrir að til standi að uppfæra aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli svo hægt verði að þjónusta kafbátaleitarflugvélar af gerðinni P-8 Poseidon vegna aukinnar áherslu á Norður-Atlantshafið eru engin áform af hálfu Bandaríkjahers að varanlegt herlið verði hér á landi. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

11:30 Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd,58cm,,hæð,99cm,,dýpt,6...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...