Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

Nanna Ósk, stofnandi DanceCenter, er hér ásamt dóttur sinni Maríu. ...
Nanna Ósk, stofnandi DanceCenter, er hér ásamt dóttur sinni Maríu. Að sögn Nönnu er María hennar helsta hvatning til að vera góð fyrirmynd.

Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. DanceCenter hefur nú flust í KristalHofið á Háteigsvegi 27-29, en formleg opnun verður 2. september næstkomandi.

„Mér hefur alltaf þótt æskulýðsstarf vera fallegur og mikilvægur hlutur í íslensku samfélagi, sérstaklega í dag, þar sem ýmislegt má betur fara. Þetta er mér sérstaklega hugleikið þar sem ég á tvö börn sjálf.“ Þetta segir Nanna Ósk Jónsdóttir, stofnandi DanceCenter Reykjavík. Skólinn var stofnaður árið 2007 og hefur nú flust í KristalHofið á Háteigsvegi 27-29. Formleg opnun verður 2. september næstkomandi og verður mikið um dýrðir þar sem gestum og gangandi býðst að prufa fría tíma á meðan húsrúm leyfir. Nanna segir dans vera ákveðna hugleiðslu og hreyfingu sem allir geti notið.

Dans hefur forvarnargildi

„Það eru ýmsir hlutir þarna úti, viðhorf sem eru að brjóta ungmennin okkar niður, óheilbrigðar kröfur bæði til stúlkna og drengja. Dansinn fær okkur til að gleyma og um leið er hann hreyfing. Með því að læra spor lærirðu að treysta á sjálfan þig. Þetta er mikil útrás og gott fyrir sjálfstraustið. Dans finnst mér vera ofboðslega falleg leið til þess að ungmenni fái að njóta sín í sínum eigin heimi og það verður þá vonandi til þess að þau haldist frá einhverju öðru,“ segir Nanna. Hún leggur áherslu á mikilvægi dans í samskiptum kynjanna.

„Dansinn kennir einstaklingum að tjá sig og kynin læra að tala saman með hreyfingum án þess að það sé kynferðislegt. Gagnkvæm virðing er það sem samskiptin byggjast á og það lærir fólk meðal annars með dansi.“ Nanna er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður og því lék blaðamanni forvitni á að vita hvað dró hana að dansinum.

„Dansinn hefur verið ástríða mín alla tíð og er mín mesta gleði fyrir utan börnin mín. Ég fæddist með hreyfigetuna og gleðina í blóðinu svo hann hefur fylgt mér alla tíð, allt frá æskuárunum og í gegnum meðgönguna þegar ég gekk með dóttur mína. Og ég sé enga breytingu í kortunum. Ég verð þessi gráhærða krumpaða kella sem verður enn dansandi á meðan fæturnir geta borið hana,“ segir Nanna og hlær.

Dóttirin helsta hvatningin

DanceCenter Reykjavík hefur notið gríðarlegra vinsælda enda dans góð og ...
DanceCenter Reykjavík hefur notið gríðarlegra vinsælda enda dans góð og holl skemmtun fyrir alla.


Sem barn keppti Nanna í danskeppnum og landaði þar nokkrum Íslandsmeistaratitlum, bæði í einstaklings- og hópdansi. „Ungmenni sem lönduðu þessum titlum á sínum tíma urðu heilbrigðar fyrirmyndir á einni nóttu. Ég hef líka verið frekar fyrirferðarmikil í alls kyns dans- og leiklistarverkefnum, söngleikjum, Verzló og Eurovision, og hef mikið verið viðriðin æskulýðs- og forvarnarstarf,“ segir Nanna. Þegar hún varð ófrísk að dóttur sinni hafði hún rekið Dansskólann í fjölda ára.

„Ég fór að sjá fyrir mér fallega sýn um eitthvað sem við mæðgurnar gætum gert saman og myndi samræmast minni sýn á heilbrigði og gleði í dansinum. Eftir að dóttir mín fæddist var ég búin að vera með Dansskólann í um það bil 10 ár og var í fullri vinnu með þessu þannig að það fór svolítið að togast á. Ég hugsaði bara með mér að það væri þá alveg eins gott að sinna bara ástríðu sinni og slá tvær flugur í einu höggi; starfa við eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og hafa dóttur mína með í þessu. Svo ég ákvað að einbeita mér alfarið að skólanum upp frá því og mun geta nýtt alla mína menntun og reynslu í rekstrinum,“ segir Nanna en hún gegndi m.a. stöðu framkvæmdastjóra Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH. Eins og fram hefur komið hefur DanceCenter Reykjavík komið sér fyrir á nýjum stað í hjarta Reykjavíkur. Þar er kenndur alls konar dans fyrir alla aldurshópa, allt frá 2-60 ára og fyrir alla, bæði þá sem hafa engan grunn í dansi og framhaldshópa. Enginn skortur er á faglegum kennurum og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

„Húsnæðið sem við erum í heitir KristalHofið. Þar erum við með jóga og hugleiðslu og ýmislegt sem viðkemur huga og heilsu,“ segir Nanna, en að auki er boðið upp á fría tíma í zumba, ballett, hipphoppi og ýmsu öðru, ásamt því að haldnir eru ótal skemmtilegir viðburðir árið um kring.

Fyrirmyndir skipta miklu máli

Ég stofnaði þennan skóla á miðri meðgöngu og sé það fyrir mér að ef dóttir mín hefur gaman af þessu getur hún kannski tekið við af mér í framtíðinni. Þetta hefur byggt upp sjálfstraust margra. Að fara þessa leið til að styrkja fólk er gríðarlega mikilvægt og það gefur mér mikið að vera manneskja sem getur haft þau áhrif. Það er líka mikilvægt að hafa sterkar og heilbrigðar fyrirmyndir í þessu og það er enginn skortur á þeim hjá okkur.“

Á opna húsinu hinn 2. september verður haldið sérstakt dansfestival sem verður sögulegur viðburður. Að sögn Nönnu hefur aldrei fyrr í sögu landsins tekist að fá hingað til lands dómara og vinningshafa úr alþjóðlega virtum og þekktum dansþáttum eins og So You Think You Can Dance?, en sá þáttur er talinn hafa hafið danslistina til vegs og virðingar. „Fyrirmyndir eru í þessu samhengi gríðarlega mikilvægar og með því að fá þessi stóru nöfn til landsins, sem munu kenna Íslendingum í einn dag, fáum við fólk sem hvetur ungmennin okkar, foreldra og starfsstéttina hérlendis til að líta sér nær og skoða hvað við viljum að verði að leiðarljósi fyrir ungmenni. Allir græða á þessu; nemendur sýna meiri áhuga á dansinum og iðkuninni, foreldrar sjá heilbrigði hjá börnunum og við fáum nýjungar, sem við megum aldrei vera hrædd við,“ segir Nanna að lokum.

Innlent »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þarna í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Veitur leiðrétta lista yfir hverfi

Í gær, 22:50 Veitur hafa sent frá sér tilkynningu þar sem birtur er leiðréttur listi yfir þau hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mælst hefur aukinn fjöldi jarðvegsgerla. Hverfin eru öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarness sem og Seltjarnarness. Meira »

Funda vegna jarðvegsgerla á morgun

Í gær, 22:26 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, telur að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi fylgt öllum verklagsreglum vegna jarðvegsgerla sem greinst hafa í neysluvatni í nokkrum hverfum borgarinnar. Meira »

Veginum lokað í fyrramálið vegna snjóflóðahættu

Í gær, 21:44 Vegna snjóflóðahættu verður veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað eigi síðar en klukkan sex í fyrramálið. Ákvörðunin er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og er tekin í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina. Meira »

Engin hætta á ferðum

Í gær, 21:11 „Þetta er frekar lítil mengun, en yfir mörkum samkvæmt íslensku neysluvatnsreglugerðinni, og okkur þótti rétt að láta almenning vita, eins og rétt er,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is. Meira »

Neysluvatn soðið á Landspítalanum

Í gær, 21:58 Landspítalinn beinir þeim tilmælum til starfsmanna sinna að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks á spítalanum þar til „neyðarástandi“ hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í færslu á facebooksíðu spítalans. Meira »

Fitjar upp á handleggina og prjónar með höndunum

Í gær, 21:20 Erlu Svövu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi finnst skrýtin tilfinning að skipta um starfsvettvang og byrja allt í einu að sinna starfi sem bjargar engum eins og hún kemst að orði. Meira »

„Hver ber ábyrgð á þessu?“

Í gær, 20:38 „Reykvíkingar eiga heimtingu á að fá greinargóðar skýringar á því hvernig þetta gat gerst? Hver ber ábyrgð á þessu?“ segir Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri á Facebook-síðu sinni í kvöld en hann sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533330
Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533 3305...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...