Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

Nikolaj Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Nikolaj Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans.

Þetta kom fram í máli Snorra Arnar Árnasonar, sérfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem fékk það hlutverk að vinna úr símagögnum og staðsetja síma Birnu Brjánsdóttur í aðdraganda hvarfs hennar, og þeirra aðila sem tengdust málinu, þ.e. Thomasar Møllers Ol­sens, Nikolajs Wil­helms Her­lufs Ol­sens og annarra.

Annar dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thom­asi, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í janúar síðastliðnum, fer fram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag.

Alls bera 37 manns vitni fyrir dómi í málinu, en tólf þeirra komu fyrir dóm í gær. Þar á meðal Ni­kolaj, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur í janúar grunaður um aðkomu að morðinu. Hann var hins vegar útilokaður sem sakborningur, meðal annars vegna þess að ekki fundust lífsýni hennar á fötum hans. Thomas gaf einnig skýrslu fyrir dómi í gær.

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðast við golfskála í Garðabæ

Snorri rakti ferðir síma Birnu, Thomasar og Nikolajs, en þeir voru allir staðsettir í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5.20 á laugardagsmorgun. Eftir það sést sími Birnu fara þaðan og sem leið liggur eftir Sæbraut og í Garðabæ í átt til Hafnarfjarðar. Síðasta þekkta staðsetningin þar sem síminn kemst í tengsl við mastur bendir til þess að hann hafi verið á svæði í kringum Hnoðraholt í Garðabæ áður en slökkt var á honum að sögn Snorra.

Spurður af verjanda sagði Snorri að við skoðun á hreyfingum símans hefði sést að hann hefði verið að tengjast nokkrum möstrum á mjög stuttu tímabili, á undan þeim síðasta punkti sem hann tengdist símamastri. Allt hafi bent til þess að síminn hafi verið við Hnoðraholt í Garðabæ, eða í nágrenni við skála Golfklúbbs Garðabæjar klukkan 5.50.

Snorri sagði að svo virtist sem sími Nikolajs hefði verið alveg kyrrstæður frá klukkan sex og fram að hádegi laugardags, miðað við þá senda sem hann tengdist síðast. Þetta bendi til þess að hann hafi ekki farið frá borði.

Notaði forrit sem dulkóðar samskipti og eyðir skilaboðum

Snorri sagði síma Thomasar síðast hafa komið inn á sendi klukkan 7.06 á laugardagsmorgun, en símagögn bendi til þess að hann gæti þá hafa verið kominn á Reykjanesið. Eftir það slokknaði á símanum, en ekki er hægt að segja til um það hvort slökkt hafi verið á honum handvirkt.

Fram kom í máli Snorra að sími Thomasar hefði einnig komið fram á sendi í miðbæ Reykjavíkur klukkan 6.53, en það hefði hins vegar verið vegna notkunar síðustu „lotu“. Um væri að ræða flókið tæknilegt mál, sem ætti sér hins vegar skýringar.

„Þarna er verið að sækja gögn úr ólíkum kerfum símans sem hafa ólíkan tilgang. Eitt kerfið er ekki hægt að reiða sig fyllilega á upp á tímasetningar en hinar upplýsingarnar eru áreiðanlegar og við verðum að styðja okkur við þær upp á staðsetningu Thomasar,“ sagði Snorri.

Þá kom einnig fram að Thomas hefði á laugardagsmorgninum notað samskiptaforrit sem dulkóðar samskipti og eyðir skilaboðum.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki sérstök ástæða til að skoða síma þeirra sem óku um Suðurstrandarveg

Verjandi í málinu benti á að brotaþoli í málinu, Birna Brjánsdóttir, hefði fundist á mjög fáförnu svæði, en um veginn þangað hefði um 20 bílum verið ekið. Spurði hann Snorra hvort hann gæti séð hvaða bílar þetta hefðu verið, að því gefnu að bílstjórar þeirra hefðu haft farsíma meðferðis.

Aðspurður hvers vegna þetta hefði ekki verið athugað sagði Snorri að ekki hefði verið talin sérstök ástæða til þess. Til dæmis hefði ekki verið vitað hvar líkinu hefði verið komið í sjó.

„Ef þú ætlar að taka margra kílómetra langa strandlengju þá þarftu að skoða marga síma. [...] Þú getur verið með hundruð eða þúsundir íbúa sem eru með kveikt á símanum sínum [...] sem gætu villt um fyrir,“ sagði Snorri.

Kolbrún greip þá fram í og sagði að nauðsynlegt væri að fá dómsúrskurð um þær aðgerðir sem verjandinn nefndi. Því væri ástæðulaust að halda spurningum áfram í þessa veru.

Dómarinn ákvað þó að leyfa verjandanum að halda áfram. Hann rifjaði þá upp að lögreglunni hefði tekist að miða út farsíma þeirra þriggja á ferð um höfuðborgarsvæðið og í miðbæ Reykjavíkur.

„Ertu að segja mér það að það sé flóknara og erfiðara að gera það við Suðurstrandarveg, þar sem íbúar eru í tugum taldir?“ spurði verjandinn, en Snorri sagðist ekki geta tjáð sig meira um það.

Ekki hægt að sjá hvort slökkt hafi verið á símanum

Guðbjörn Sverrir Hreinsson, öryggisstjóri Símans, er því næst kallaður til vitnis til að gera frekar grein fyrir tæknilegum atriðum símagagna. Kolbrún spyr hann meðal annars út í það hvort hægt sé að greina mun á því þegar slökkt er handvirkt á símtæki og þegar rafhlaða klárast.

Guðbjörn segir ekki hægt að greina mun á þessu tvennu í þeim gögnum sem fást úr farsímasendum, enda gefi símtæki frá sér sömu upplýsingar við þessar aðstæður. Það gefur merki um að það sé á leið út úr kerfinu.

Verjandi spyr Guðbjörn frekar út í það hvort upplýsingar séu um það í gögnum að sími Birnu hafi verið að verða batteríislaus. Guðbjörn segist ekki kannast við að hægt sé að fá þær upplýsingar, nema hugsanlega með því að skoða símtækið. Hann spyr út í svokallað „low power mode“ á iPhone, sem hægt er að setja á þegar lítið er eftir af rafhlöðu. Guðbjörn segir merkið frá símanum hugsanlega veikjast þegar síminn er á þessari stillingu, en ekki sé hægt að greina það í gögnum.

mbl.is

Innlent »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Ráðherra gaf Íslendingasögurnar

16:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. Meira »

Árið hlýtt og hagstætt

16:20 Árið 2017 var hlýtt og tíð hagstæð. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari ársins 2017, sem gefin var út í morgun. Febrúar og maí voru óvenjuhlýir og sömu sögu er að segja um haustið, sem var milt. Meira »

Nálgunarbann fyrir svívirðingar

16:12 Konu hefur verið gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði gagnvart barnsföður sínum, en úrskurður héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti í gær. Er henni bannað að koma nær heimili mannsins en 100 metra. Stendur fólkið nú í forræðisdeilu. Meira »

Ekki samið um fráfall sakargifta

16:01 Grímur Grímsson bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í dag. Hann sagðist ekki telja það rétt að lögregla hefði hlustað á símtöl verjanda og sakbornings í málinu. Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, sagðist alltaf hafa talið Glitni vera með viðskiptavakt með eigin bréfum. Meira »

Gunnar Atli nýr aðstoðarmaður Kristjáns

15:24 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Meira »

Frítt inn fyrir Ásmunda

15:52 Í tilefni þess að 125 ár eru frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, ætlar Listasafn Reykjavíkur að bjóða öllum sem heita Ásmundur að heimsækja Ásmundarsafn endurgjaldslaust á þessu ári ásamt einum gesti. Ekki skiptir máli hvað gesturinn heitir, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira »

Vilja yfirmat á verðmæti Geysissvæðis

14:35 Ríkissjóður hefur farið fram á að unnið verði yfirmat á verðmæti lands á Geysissvæðinu sem ríkið keypti af sameigendum sínum árið 2016. Matið verður bindandi fyrir báða aðila kaupsamningsins. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti að greiða 1.113 milljónir fyrir spilduna. Meira »

Innbrotum í einbýlishús fjölgar

14:26 Innbrotum í heimahús á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Kópavogi og Garðabæ, hefur fjölgað töluvert frá miðjum desember og fram í janúar. Grunur leikur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Flest innbrot eru framin á daginn og skartgripum og peningum stolið en önnur verðmæti látin ósnert. Meira »

Fær þrjár vikur til að endurskoða kjararáð

13:52 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa starfshóp um kjararáð. Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi. Hann skal vinna hratt að tillögum um úrbætur. Meira »

Vildi fá ennþá hærra lán

13:25 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

13:23 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er önnur flugferðin af þremur hjá flugfélaginu á viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Viðamiklar breytingar á umferðarlögum

12:44 Heildarendurskoðun umferðarlaga felur í sér viðamiklar og margar breytingar. Á meðal nýjunga í áformuðu lagafrumvarpi eru ákvæði um lækkun leyfislegs magns áfengis í blóði ökumanna, ákvæði um snjalltæki verði skýrt og endurbætt og að hámarkssektarfjárhæð verði hækkuð í 500 þúsund krónur. Meira »

Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

12:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

13:18 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

12:42 „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
 
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...