Theodóra segir af sér þingmennsku

Theodóra S. Þorsteinsdóttir ætlar að hætta á þingi og einbeita ...
Theodóra S. Þorsteinsdóttir ætlar að hætta á þingi og einbeita sér að sveitarstjórnarmálunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hana í Kópavogsblaðinu sem birtist í dag.

Varamaður Theodóru, Karólína Helga Símonardóttir, tekur þá sæti Theodóru á Alþingi. Sjálf segist Theodóra ætla að einbeita sér að málefnum Kópavogsbæjar og að ákvörðunin sé tekin með það í huga.

„Nú er ég búin að prófa þingið og mér finnst kraftar mínir nýtast betur á sveitarstjórnarstiginu,“ er haft eftir Theodóru sem verður búin að sitja á þingi í eitt ár er hún hættir.

„Að vinna að bæjarmálum hér í Kópavogi er mjög gefandi og umfram allt skemmtilegt. Nú er ég búin að vera í þrjú ár sem bæjarfulltrúi og er komin með mikla þekkingu á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Okkur í Bjartri framtíð hefur gengið vel að koma áherslumálum áfram. Ég hef verið formaður bæjarráðs sem fer með eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess. Það hafa orðið þáttaskil í fjármálum bæjarins þar sem við erum nú laus undan eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélagsins, töluvert á undan áætlun. Rekstrarafgangur er mun meiri er gert var ráð fyrir í áætlunum og við teljum okkur vera að gera vel.“

Þingið meira eins  og málstofa

Spurð hvort hún sé komin í kosningagírinn fyrir næstu sveitastjórnarkosningar segist hún ekki mikið vera farinn að spá í vorið, en að hún vilji þó gefa kost á sér sem oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi fyrir næsta kjörtímabil. „Þeir sem þekkja mig vita að um leið og bæjarmálin hér í Kópavogi er nefnd þá fer ég flug. Bæði vegna þess að ég er stolt af verkum mínum hér en einnig vegna þess að ég hef mjög mikinn áhuga á því sem ég er að gera. Hins vegar þá er galli minn sem pólitíkus sá að ég er ekki góð í að koma því á framfæri sem við erum að gera.“

Theodóra segir þingstörfin hafa komið sér á óvart. Þau „snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau eru meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur. Reyndar geta þingmenn óskað umræðu um allt á milli himins og jarðar. Oft er sú umræða á flokkspólitískum nótum, sett upp til að berja sér á brjóst eða berja á pólitískum andstæðingum. Það hentar mér ekki enda leiða þær sjaldnast til nokkurrar niðurstöðu.“

Samið í þinglok um að hver flokkur fái eitt þingmannamál samþykkt

Þingmenn geti vissulega lagt fram alls kyns mál að eigin frumkvæði, en að sínu mati sé það ekki mjög vænlegt til árangurs. „Mér sýnist samið um það í þinglok að hver flokkur fái eitt þingmannamál samþykkt. Það fer því mest allur tími þingsins í umræður og framlagningu mála sem allir vita að fást líklega ekki samþykkt. Ég varð í raun mjög hissa á því hvað þingið er óskilvirkt. Ég vil frekar vinna með fulltrúum fleiri aðila að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem blasa við, eins og við gerum í Kópavogi þar sem við reynum að vinna hlutina í sem mestri sátt við íbúa og í þverpólitískri sátt. Ég sé það því miður ekki gerast í þinginu á næstu misserum. Þar er of langt í land með þessa menningu.“

mbl.is

Innlent »

Allur strandveiðiafli fari á fiskmarkaði

20:34 Skylda ætti allan strandveiðiafla til sölu á íslenskum fiskmörkuðum. Þetta segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda. Í stuttum pistli sem hann hefur sent 200 mílum bendir hann á að verð á íslenskum fiskmörkuðum myndi grunn að allri verðmyndun á flestum fisktegundum á Íslandi. Meira »

Vill afnema greiðslur fyrir fundarsetu

20:29 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja fram tillögu á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar á morgun um afnám þóknunar borgarfulltrúa fyrir að sitja fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Meira »

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

20:05 „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Konan komin til byggða

19:57 Konan, sem leitaði aðstoðar björgunarsveita eftir að hafa lent í sjálfheldu á Ingólfsfjalli fyrr í kvöld, er komin til byggða heil á höldnu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Mið-Ísland skemmti landsliðinu

19:53 Fjórir úr uppistandshópnum Mið-Íslandi skemmti íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu á hóteli liðsins í strandbænum Kabardinka við Svartahaf í kvöld. Að því loknu héldu skemmtikraftarnir til móts við íslenska fjölmiðlahópinn sem er ytra og óhætt að segja að frammistaða þeirra féll í góðan jarðveg. Meira »

„Súrrealískt“ að sjá Alfreð skora

19:15 „Þetta var fáránleg tilfinning, mjög súrrealískt,“ segir Hildigunnur Finnbogadóttir, systir landsliðsframherjans Alfreð Finnbogasonar, um þá tilfinningu sem hún upplifði á Spartak-vellinum á laugardag er litli bróðir hennar lagði boltann snyrtilega í mark Argentínumanna. Meira »

Sækja örmagna konu í sjálfheldu

18:35 Björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrabakka og Hveragerði voru kallaðar út á sjötta tímanum vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu á Ingólfsfjalli. Meira »

Matur og menning í Viðey

18:29 Það var margt um að vera í Viðey á laugardaginn þar sem landkynningaverkefnið #TeamIceland hélt glæsilegan viðburð sem varpa átti sérstöku ljósi á íslenska matarmenningu. Tæplega hundrað manna blanda af erlendum fjölmiðlum, ferðamönnum og Íslendingum sóttu viðburðinn sem var skemmtilegt tækifæri til að sýna gæði íslenskrar matargerðar og hráefnis. Meira »

Vilja bæta starfshætti Eystrasaltsráðsins

18:23 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu og frjálslynd og lýðræðisleg gildi á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sinna bara bráðamálum vegna lokana

17:55 „Ég vona alltaf að þetta sé síðasta sumarið sem ég þarf að loka. Við lokum minna í ár en í fyrra, en þetta eru enn þá umtalsverðar lokanir. Ég vona núna að þetta sé síðasta árið sem ég þarf að standa í þessu. Þetta er ekki gott,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Meira »

Framkvæmdum við Geirsgötu lýkur í haust

17:27 Framkvæmdum við Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg miðar vel áfram og stefnt er á að framkvæmdum á gatnamótunum ljúki í haust. Búið er að hleypa umferð á allar fjórar akreinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð. Meira »

Vongóðir um litlar skemmdir

17:15 Ísfisktogarinn Akurey AK-10 var staddur norður af Patreksfirði um klukkan fimm í nótt þegar svokölluð undirlyftustöng í aðalvél skipsins brotnaði. Skipið átti þá eftir rúman sólarhring á veiðum en um 140 tonna afli er í lest skipsins, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Meira »

Segir auglýsingasölu RÚV samræmast lögum

16:59 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur vandséð að ójöfn samkeppni hafi verið fyrir hendi á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til mbl.is. Meira »

Skjálftinn bætir upplifunina

16:34 Ein tilkynning barst Veðurstofunni frá gesti Bláa lónsins um jarðskjálfta í morgun norðvestan af Grindavík. Sigþrúðru Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir að því tilkynning um skjálftann hafi verið send út í samræmi við verklagsreglur. „Þegar einhver finnur skjálfta í byggð þá setjum við það á vefinn.“ Meira »

Eva áfram oddviti Árneshrepps

16:20 Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Meira »

30 skólar fá styrk til forritunarkennslu

16:09 30 skólar víðs vegar á landinu fengu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Heildarúthlutun sjóðsins í ár nemur 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og 4,55 milljónir króna í formi tölvubúnaðar, að því er segir í tilkynningu sjóðsins. Meira »

Íslendingar nokkuð bjartsýnir

15:51 Íslenska þjóðin er hóflega bjartsýn á gengi íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi samkvæmt könnun MMR. Rúmlega helmingur taldi íslenska liðið líklegt til að komast upp úr riðlakeppninni en þar af töldu tæplega tuttugu prósent aðspurðra að liðið kæmist í 8-liða úrslit eða lengra. Meira »

Mat á afkastagetu „ónákvæmt“

15:45 Í sjálfbærnismati fyrir Hellisheiðarvirkjun eru gerðir annmarkar við ákvörðunina að byggja virkjunina. Þá er tekið fram að afkastageta og umhverfisáhrif hafi verið vanmetin sem leitt hafi til aukinna fjárahagsskuldbindinga sem draga úr arðsemi virkjunarinnar. Meira »

„Falleg aðgerð í minningu bróður hans“

15:42 „Þegar ég hitti hann þá sá ég að hann vill leysa þetta eða gera það sem hann getur til þess. Hann er byrjaður á því að gera eitthvað sem við teljum að þurfi að gera og er líklegt að skili árangri, en ég vil ekki fara nákvæmlega út í hvað það er. Mér fannst eins og hann tæki okkur alvarlega.“ Meira »
Marbella á Costa del Sol
Mjög góð 94m2 íbúð með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. 24 m2 verönd. Staðs...
Til sölu - Marína
Til sölu La Marína á Spáni 25 mín. frá Alicante flugvelli. Gott einbýlishús, stu...
Le Corbusier LC4 Legubekkur með kálfskinni
Legubekkur eftir Le Corbusier með kálfskinni frá fyrirækinu CASINA - Verðhugmy...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...