„Ef hann fær hjálp þá fæ ég frið“

Eva Riley vonast til að maðurinn fái þá hjálp sem ...
Eva Riley vonast til að maðurinn fái þá hjálp sem hann þurfi. Eva Riley

Ung stúlka sem hefur verið áreitt af manni í gegnum samfélagsmiðla um árabil mætti í skýrslutöku til lögreglu í morgun vegna málsins og segir lögregluna vera að gera allt sem hún getur.

Málið vakti athygli eftir að Eva Riley, sem er virk á samfélagsmiðlum, birti myndband af sér á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði frá áreitinu sem hefur staðið yfir síðan árið 2013. „Þetta byrjaði rólega, hann var bara að spyrja „Hvað segirðu?“ inni á sinni eigin Facebook-síðu en ég svaraði aldrei. Svo urðu þetta ástarjátningar og hann hélt að við værum trúlofuð. Svo fór þetta út í hótanir og að ég ætti að vera að hóta honum með einhverjum mönnum. Hann byrjaði að hóta mömmu minni,“ sagði Eva í samtali við mbl.is.

Eva kærði manninn til lögreglu árið 2014 en dró kæruna til baka vegna þess að systir hans sagði henni að hann væri kominn inn á geðdeild. „Ég hef verið í sambandi við systur hans og hún er búin að hjálpa mér allan tímann. Ég dró kæruna til baka af því hann var að fá hjálpina sem hann þurfti en svo kom hann út og hélt bara áfram.“

Að sögn Evu bjó maðurinn til fjölda falskra aðganga á samfélagsmiðlum til að halda áreitinu áfram eftir að hún hafði eytt honum. Hún segir hann hafa stofnað yfir 30 mismunandi aðganga á Snapchat auk þess sem hann notaði myndir af öðrum mönnum til að búa til nýja Facebook aðganga. Þó lét hann hana alltaf strax vita að þetta væri hann.

Lögregla hvetur brotaþola til að leita til sín

„En hvað getur lögreglan gert við svona veikan einstakling?“ spyr Eva. „Hann þarf að fá hjálp frá lækni og vera á lyfjum. Ég vona bara að hann fái hjálp. Ef hann fær hjálp þá fæ ég frið.“

Eva segir að í kjölfar þess að hún hafi deilt reynslu sinni hafi margir sent henni eigin reynslusögur og þakkað henni fyrir að hafa vakið athygli á þessu. „Það er greinilega mjög mikið um þetta en það er náttúrulega ekkert hægt að gera.“

Skjáskot


Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að í tilfellum sem þessum geti brotaþoli óskað eftir nálgunarbanni og að lögreglan geti auk þess farið fram á nálgunarbann að eigin frumkvæði. „Ef rökstuddur grunur er til staðar um ítrekuð brot þá er hægt að fara fram á gæsluvarðhald að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.“

Um þá staðreynd að brotaþolum í málum sem þessum finnist fá úrræði í boði segir hún: „Við höfum verið að taka á þessum málum. Í einhverjum tilvikum þar sem áreiti hefur staðið yfir í tiltekið tímabil og lögregla hefur lítið aðhafst þá kunna kannski að vera á því einhverjar skýringar en það þarf að skoða hvert mál sérstaklega. En við höfum þessi úrræði og við reynum að bregðast við þegar brotaþoli leitar til okkar og við viljum að brotaþoli leiti til okkar og því fyrr því betra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ók á vegrið og fluttur á slysadeild

Í gær, 18:36 Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið bílnum á vegrið á Reykjanesbraut, skammt frá brú sem er neðst í Ártúnsbrekkunni. Meira »

Frakkarnir ætluðu að heimsækja vinabekk

Í gær, 18:19 Um tíu sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum, auk lækna og björgunarsveitarmanna frá Borgarnesi eru í fjöldahjálparmiðstöð sem komið hefur verið upp í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Meira »

Bragi næsti stórmeistari í skák

Í gær, 18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

Í gær, 17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

Í gær, 17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

Í gær, 17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minni háttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

Í gær, 16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

Í gær, 16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

Í gær, 14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

Í gær, 14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

Í gær, 12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

Í gær, 12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

Í gær, 11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

Í gær, 10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

Í gær, 09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

Í gær, 11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

Í gær, 10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

Í gær, 08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...