Ætlar að borga flugnám með blaðburðarlaunum

Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir og Bjarki Þór Sigurðarson bera út Morgunblaðið ...
Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir og Bjarki Þór Sigurðarson bera út Morgunblaðið í nokkrum götum í Tangahverfinu í Mosfellsbænum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur.

„Við mæðginin settumst niður og hringdum í Moggann og fengum uppgefið hver mánaðarlaunin yrðu um það bil í einu hverfi sem var laust. Okkur reiknaðist til að það tæki okkur um þrjú ár að vinna fyrir einkaflugmannsnáminu, sem þá var rétt rúm 1,3 milljónir króna. Við ákváðum að slá til og taka starfið,“ sagði Rúna í samtali við Morgunblaðið.

Bjarki segir það hafa verið ánægjulegt að sjá upphæðina inni bankabókinni hækka um hver mánaðamót og það hafi í raun eflt sig. „Nú í sumar voru komin þrjú ár í starfinu og við komin með upphæðina. Þá hafði upphæðin sem námið kostar reyndar hækkað um 200 þúsund krónur frá því ég kannað málið fyrst. Því var ekkert annað í boði en að halda blaðburðinum áfram og ná inn þessum tvö hundruð þúsund krónum sem þurfti í viðbót, segir Bjarki. Hann er á náttúrufræðibraut Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og nú í vikulokin byrjar hann á bóklegu flugnámskeiði.

Verklegi hlutinn, það er 45 flugtímar í loftunum bláu, byrjar svo í vor og að honum loknum fær Bjarki einkaflugmannsprófið gangi allt að óskum. Samanlagt kostar þetta allt um 1,5 milljónir króna – og í það fara blaðburðarpeningarnir.

Skarpari sýn og ábyrgðartilfinning

„Ég sem móðir er ekki í vafa um að krakkar hafa gott af því að setja sér markmið og vinna að þeim, annaðhvort sjálf eða í samvinnu við foreldra sína. Hjá okkur Bjarka er skiptingin sú að við berum blaðið út sinn daginn hvort – og förum saman þegar blaðinu er dreift í hvert hús. Þetta er hressandi göngutúr í morgunsárið; lagt af stað klukkan sex, komið heim um klukkan sjö og svo er það vinna eða skóli klukkustund síðar, segir Ragna – sem finnst þetta starf hafa gefið syni sínum skarpari sýn á markmið sín í leik og starfi – auk þess sem ábyrgðartilfinning hans hafi alveg klárlega eflst.

„Þetta hefur mikið uppeldislegt gildi svo ég tali nú ekki um ánægjuna sem skapast þegar barn og foreldri vinna saman að markmiðinu. Þetta eru í raun og veru algjörar gæðastundir. Ein og hálf milljón króna eru sannarlega peningur sem maður hirðir ekki upp úr götunni en er hægt að eignast með því að fara klukkustund fyrr en ella á fætur á morgnana. Blaðburðurinn er heldur ekki mikil fyrirhöfn þegar allt kemur til alls, fyrir svo utan að útiveran og göngutúrinn eru eiginlega bónus. Vinir Bjarka Þórs fóru að bera út blöð þegar þeir fréttu af okkur – það er að launin væru ágæt og fyrirhöfnin í starfinu væri lítil. Þetta er í raun alveg tilvalið starf fyrir krakka og foreldra þeirra – og alltaf vantar blaðbera til starfa hefur mér skilist,“ segir Ragna um þetta skemmtilega samstarf þeirra Bjarka Þórs.

Innlent »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu,“ svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala Háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Umræða um dánaraðstoð verði aukin

Í gær, 18:20 Þingmenn sjö stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.  Meira »

Vegir lokaðir fyrir norðan

Í gær, 18:19 Vegirnir um Öxnadalsheiði og Víkurskarð eru lokaðir. Veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi var lokað klukkan 18. Ófært er um Dalsmynni, Hólasand og Dettifossveg en þungfært inn í Fnjóskadal. Meira »

Lögleg lyf drepa fleiri en ólögleg

Í gær, 18:10 Megi vandi vegna ávanabindandi lyfja á Íslandi verður ekki leystur nema settar verði meiri skorður á aðgengi einstaklinga að ávísunum og önnur úrræði efld, segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Hér á landi eru það löglegu lyfin sem draga fólk til dauða oftar en ólöglegu. Meira »

Segir íbúa Vestmannaeyja í fjötrum

Í gær, 17:30 „Ég veit að fólk sem er sjóveikt fer ekki þessa leið án þess að geta lagst í koju,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður í Flokki fólksins, á Alþingi í dag. Hann spurði samgönguráðherra um aðbúnað í norsku bílferjunni Bodø sem leysir Herjólf af næstu tvær vikur. Meira »

Rósa Björk varaforseti Evrópuráðsþingsins

Í gær, 16:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var kosin einn af varaforsetum Evrópuráðsþingsins, á fundi þingsins sem stendur nú yfir í Strassborg. Meginhlutverk varaforseta er að stýra þingfundum í fjarveru þingforseta en á þinginu sitja 318 þingmenn sem fulltrúar um 800 milljóna Evrópubúa. Meira »

Festu bíla sína á Fjarðarheiði

Í gær, 18:04 Björgunarsveit frá Seyðisfirði aðstoðaði fólk sem hafði fest bíla sína á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, í morgun vegna ófærðar. Meira »

Félagsmenn GKG uggandi yfir tillögum

Í gær, 17:10 Stjórn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, ætlar að halda almennan félagsfund í kvöld í ljósi þess að nýverið voru kynntar niðurstöður samkeppni um nýtt aðalskipulag Garðabæjar. Meira »

Pólitískur hávaði og skrípaleikur

Í gær, 16:28 „Mér er ekki ennþá ljóst eftir hvaða upplýsingum og gögnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að kalla eða hvaða staðreyndir hún ætlar að fá fram sem ekki eru þegar komnar fram í Hæstaréttarmálinu,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Sundföt
...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
 
Auglýsing
Tilkynningar
Auglýsing um framlagningu kjörskrár, til...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...