Formenn flokkanna hittast í dag

Frá fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis í síðustu viku.
Frá fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna á sinn fund klukkan 15.15 í dag.

„Það er alveg að koma tími á að fara að klára þessar samræður. Ég vona að það náist einhver árangur í dag,” segir Unnur Brá.

Þrír fundir voru haldnir í síðustu viku þar sem rætt var með hvaða hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar.

Á meðal mála sem formennirnir hafa rætt eru uppreist æra og málefni útlendinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert