Höfðar mál gegn Rúv

Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri.
Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins  um málefni veitingastaðarins. Hún hefur óskað eftir því við lögmann sinn, Jóhannes Má Sigurðarson, að undirbúa stefnu á hendur Rúv, fréttamanni og öðrum sem ábyrgð kunna að bera. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Rosita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ á Akureyri.
Rosita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ á Akureyri.

„Þann 30. ágúst sl. var greint frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum Rúv að grunur léki á því að umbj. minn stundaði mansal, samkvæmt heimildum frá starfsmönnum stéttarfélagsins Einingar-Iðju á Akureyri.

Greint var frá því að kínverskir starfsmenn staðarins, sem hafi fengið loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi gegn því að greiða háa fjárhæð fyrir, fengju greiddar 30 þ. krónur á mánuði, matarafganga að borða, og að fulltrúar stéttarfélagsins væru nú að skoða ásamt fleiri opinberum aðilum hver „finni fólkið í Kína og komi því hingað til lands“.

Í samtali við fréttamann Rúv á Akureyri, þann 31. ágúst, að loknum fundi með umbj. mínum og Einingu-Iðju, upplýsti undirritaður lögmaður fréttamann um það að á fundinum hafi formaður stéttarfélagsins og verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits fullyrt að rangt væri að heimildir þessar væru frá þeim komnar. Í kjölfarið ítrekaði stéttarfélagið þetta í yfirlýsingu sinni, dags. 5. september. Að auki var þar greint frá því að upplýsingar sem fram komu í þeim gögnum sem kallað var eftir stæðust almenna kjarasamninga og launataxta sem giltu á veitingahúsum.

Fréttatilkynningu þessari fylgir bréf frá umbj. mínum þar sem hún telur rétt að kynna sig fyrir landsmönnum vegna hinnar miklu fjölmiðlaumfjöllunar sem málið hefur fengið. Lýsir hún í eigin orðum afleiðingum fréttaumfjöllunarinnar, og nefnir m.a. að 30. ágúst hafi verið myrkur dagur í lífi hennar og fjölskyldunnar. Hafi hún verið að koma af skólasetningu Tónlistarskólans á Akureyri með 8 ára dóttur sinni, og ætlunin hafi verið að snæða kvöldverð á veitingastaðnum. Þegar þangað var komið hafi þeim mætt lið fréttamanna með myndavélar og tækjabúnað, sem hafi reynst dóttur hennar afar erfitt. Hafi dóttir hennar í kjölfarið falið sig hágrátandi inni á veitingastaðnum og haft miklar áhyggjur af því hvort móðir hennar væri að fara í fangelsi.

Þessu lýsir hún í eigin orðum í meðfylgjandi bréfi, ásamt m.a. upphafi búsetu sinnar á Íslandi, stolti sínu á því að geta kallað sig íslending, ásamt fjölmörgum verkefnum sem hún hefur stýrt og komið að á einn eða annan hátt. Þau verkefni hafa mörg hver varðað samskipti íslenska ríkisins og Kína. Í samskiptum ríkjanna hafi hún margsinnis staðið við hlið háttsettra fulltrúa kínverska alþýðulýðveldisins sem og fulltrúa íslenska ríkisins, einkum forseta Íslands, m.a. í heimsóknum hans og samskiptum við kínversk stjórnvöld. Greinir hún frá því að árið 2010 hafi hún haldið blaðamannafund á 5 stjörnu hóteli í Shanghai-borg, þar sem forseti Íslands, 600 kínverskir söluaðilar og fulltrúar 20 fjölmiðla voru viðstaddir. Þessi fundur varð til þess að auka mjög sölu á íslenskum vörum í Kína, og opnaði m.a. á viðskiptasamband íslenskra vara í gegnum fyrirtækin Alibaba og AliExpress, sem margir Íslendingar þekkja vel. Þá sé hún frumkvöðull í ferðaþjónustu Kínverja til Íslands. Sjá nánar í meðf. bréfi.

Jóhannes Már Sigurðarson hdl.
Jóhannes Már Sigurðarson hdl.

Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttamönnum að fylgja siðareglum, starfsreglum og öðrum hátternisreglum, sérstaklega þegar kemur að umfjöllun um meinta refsiverða háttsemi, en mansal varðar allt að 12 ára fangelsi. Að þessu var ekki gætt við fréttaflutning Rúv þann 30. ágúst sl. Hefur umbj. minn því ákveðið að leita réttar síns og falið undirrituðum að undirbúa stefnu á hendur Rúv, fréttamanni og öðrum sem ábyrgð kunna að bera.

Að endingu er rétt að benda á að jafnóvönduð fréttamennska sem þarna fór fram af hálfu ríkisfjölmiðils gegn umbj. mínum og virtum kínverskum matreiðslumönnum og fjölskyldum þeirra, gæti hæglega haft áhrif á milliríkjasamband Íslands og Kína, en það er von undirritaðs að svo verði ekki,“ segir í fréttatilkynningunni. 

Uppfært klukkan 14:35: 

Hvorki Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður Rúv, né Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Rúv, vildu tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður mbl.is leitaði eftir því. Málið sé í skoðun. 

mbl.is

Innlent »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

24,8 milljarða arðgreiðslur

19:00 Landsbankinn greiðir samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarða króna á árinu 2018. Þetta var samþykkt á aðalfundi bankans í dag. Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Grunnskólakennarar felldu samning

15:39 Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%. FG og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-sa.com/stairs, Sími 615 1750 Sjá einnig myndir á Facebook:...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
 
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...