Innköllunarkerfinu ekki breytt þrátt fyrir vankanta

Haraldur segir ekki æskilegt að það líði langur tími frá ...
Haraldur segir ekki æskilegt að það líði langur tími frá því að bólusetning á að fara fram þar til barnið er boðað í bólusetningu.

Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í að þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára.

Í skýrslu sem sóttvarnalæknir gaf út í síðustu viku um þátttöku í almennum bólusetningum, kemur fram að þátttaka í bólusetningum áðurnefndra aldurshópa er ekki viðunandi, en hún fór undir 90 prósent á síðasta ári í öllum landshlutum. Fór jafnvel niður í 80 prósent í sumum landshlutum.

Í skýrslunni kemur fram að ef þátttaka minnkar enn frekar megi búast við því að hér á landi fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Ítrekað hefur komið fram að ástæðan sé ekki sú að foreldrar vilji ekki bólusetja börn sín, enda sé þátttaka mjög góð í bólusetningum yngri barna. Innköllunarkerfið hljóti því að vera sökudólgurinn, að miklu leyti.

Þrátt fyrir þetta stendur ekki til að bæta kerfið eða breyta því á neinn hátt, að sögn Haraldar Briem, staðgengils sóttvarnalæknis.

Nafnalistar barna sendir á heilsugæsluna 

„Auðvitað er það þannig að krakkarnir eiga að koma á ákveðnum aldri í bólusetningar og það á að kalla þau inn til þess. Svo getur verið, eins og lífið er, að krakkinn er kannski veikur og þetta gleymist, eða það næst ekki í foreldrana. Við sjáum það á bólusetningarþátttöku hjá yngstu börnunum, að hún er mikil, það er því ekki þannig að foreldrar séu á móti því að bólusetja. Þetta er eitthvað sem virðist stundum falla á milli skips og bryggju. Það geta verið breytilegar aðstæður hjá fólki og þá vill þetta gleymast.“

Haraldur segir ljóst að innköllunarkerfið virki ekki sem skyldi við þessar aðstæður. Það á hins vegar að virka þannig að sóttvarnalæknir sendir út lista til heilsugæslunnar með nöfnum á þeim börnum sem virðast vera óbólusett, óskar eftir því að starfsmenn hafi samband við foreldra þeirra og boði í bólusetningu. Þá á heilsugæslan að koma nýjum upplýsingum til sóttvarnalæknis ef börn skila sér í bólusetningar og einnig ef nöfn bólusettra barna eru ekki á listanum sem sendur er út.

Ekki auðvelt að bæta núverandi kerfi

En hvernig er kerfinu þá ábótavant? „Menn þurfa bara að hafa hugann við þetta, kerfið getur verið snúið og flókið. En þetta er okkar aðferð við að finna börn sem ekki eru bólusett og reyna að sjá til þess að þau komi í bólusetningar.“ Aðspurður hvort það sé ítrekað verið að senda út lista með nöfnum sömu barnanna segist Haraldur ekki hafa athugað það sérstaklega. „Ég held samt að það sé ekki. Þetta er frekar eitthvað tilviljanakennt.“

Haraldur segir ekki æskilegt að það líði langur tími frá því að bólusetning á að fara fram þar til barnið er boðað í bólusetningu. Það séu hins vegar engin sérstök tímamörk sem heilsugæslunni er gert að fara eftir. „Við viljum ekki að það séu mikil frávik. Það er allt í lagi að það líði einhverjir mánuðir, en það er ekki sagt að einhver tímamörk séu óþolandi.“

Aðspurður segist Haraldur ekki telja það auðvelt mál að bæta innköllunarkerfið í þeim tilgangi að gera það skilvirkara. „Þetta kerfi er vissulega öflugt. Ef við hefðum það ekki vissum við ekki neitt. Þetta er tékkkerfið. Við skoðum hve margir mæta og ef það er ófullnægjandi að okkar mati þá sendum við út nafnalista.“

Mikilvægt að styrkja bólusetningu 12 mánaða

Hann telur hugsanlegt að foreldrar verði kærulausari varðandi bólusetningar þegar börnin eldast, enda sé athyglin á þeim mun meiri og öðruvísi fyrstu mánuðina. „Það kemur eitthvert los á þetta þegar börnin eldast. Við reynum að standa okkur en höfum áhyggjur af því ef þetta dettur niður. Það getur haft alvarlegar afleiðingar.“

Hann bendir á að tilgangur 12 mánaða bólusetningar sé að styrkja bæði 3 og 6 mánaða bólusetningarnar og því sé mjög mikilvægt fyrir börn að fá hana.

Það stendur því ekki til að breyta innköllunarkerfinu? „Nei, við reynum bara að hvetja fólk til að standa sig,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þó í síðustu viku að áætlanir væru í gangi um að fara betur yfir tölur um óbólusett börn í samvinnu við heilsgæsluna.

mbl.is

Innlent »

Norðmaður vann tvo milljarða

20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Sigurður í gullliði Dana

19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »

Umræðu frestað um kosningaaldur

19:32 Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl. Meira »

Læknafélagið telur þróunina varasama

19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Tekist á um kosningaaldur á þingi

16:45 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lét að því liggja í ræðu sinni áðan að þeir sem berðust fyrir því að frumvarp um lækkun kosningaaldurs færi óbreytt í gegn væru helst þeir sem teldu sig geta grætt pólitískt á því. Meira »
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Páskar í Biskupstungum..
Hlý og falleg 2ja-4urra manna herb. -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.....
 
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...