Ástarlásar eru til ama á álfubrúnni

Ástin sigrar allt og nær yfir höf og heimsálfur eins …
Ástin sigrar allt og nær yfir höf og heimsálfur eins og best sést á brúnni í auðninni á Reykjanesi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vinsælda nýtur meðal elskenda sem fara um Reykjanes að staðfesta ást sína með því að setja upp hengilása á heimsálfubrúnni sem er upp af Sandvík skammt frá Reykjanesvita.

Á þeim stað aðskiljast álfur, en þarna er stór sprunga sem gengur inn í landið og um hana liggja táknræn skil Ameríku og Evrópu. Staðurinn verður því merkingarbær í huga hins ástfangna fólks, sem nálgast að vera að sigra heiminn.

„Lásarnir á brúnni eru satt að segja visst vandamál, þótt þetta sé í aðra röndina svolítið krúttlegt,“ segir Eggert Sólberg Jónsson, forstöðumaður Reykjanesjarðvangs, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hengilása úr járni segir hann ryðga og tæra út frá sér liggjandi á víravirki brúarinnar og því séu þeir klipptir af með nokkurra ára millibili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert