Telur ESB og evruna vera lausnina við háum vöxtum og verðtryggingu

Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sagði að innganga í Evrópusambandið, upptaka evrunnar væri besta lausnin við háum vöxtum og verðtryggingu á Íslandi við dræmar móttökur fundarmanna á fundi Verkalýðsfélags Akranesson og VR sem fram fór í Háskólabíói í gær. 

„Besta leiðin gegn of háum vöxtum er heilbrigt og stöðugt efnahagslíf og sá stöðugleiki hefur einfaldlega ekki verið fyrir hendi, og þá á ég einmitt við stöðugleika fyrir íslensk heimili eins og hér hefur verið kallað eftir,“ sagði Ágúst Ólafur og benti á tvö atriði sem hann telur vera ástæða hárra vaxta og verðtryggingar. 

„Í fyrsta lagi hafa þrjár síðustu ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins sprungið og það er slíkur pólitískur óstöðugleiki af hálfu Sjálfstæðisflokksins sem skapar efnahagslegan óstöðugleika. Vextir endurspegla meðal annars væntingar um hagvöxt og verðbólgu og því skipta væntingar um efnahagslegan stöðugleika miklu máli.“

„Í öðru lagi liggur grunnvandi hárra vaxta og verðtryggingar í gjaldmiðlinum. Hjá þeirri staðreynda verður einfaldlega ekki komist. Krónan okkar er og hefur verið slæmur förunautur. Stundum getur hún verið sjávarútvegsfyrirtækjunum og ferðaþjónustunni hagstæð og stundum getur hún verið innflutningsfyrirtækjunum jákvæð. En sveiflast mun krónan, sagan sýnir það. Við eigum að hætta að nýta gengisfellingar sem einhvers konar viðbragð við efnahagsástandinu enda er það almenningur sem borgar alltaf brúsann, alltaf. Lausnin er því í nýjum gjaldmiðli og í því sambandi er einungis einn kostur sem kemur til greina að mati langflestra sérfræðinga. Það er evran með aðild að ESB,“ sagði Ágúst við dræmar móttökur fundarmanna sem hann hvatti til að hlusta þegar þeir púuðu og kölluðu. „Það er engin tilviljun eða heimska að 19 þjóðir í Evrópu hafa kosið þessa leið. Það eru 28 þjóðir sem hafa farið inn í ESB með nákvæmlega það markmið að stuðla að stöðugleika. Við getum ekki aðskilið þessa umræðu, vexti og verðtryggingu frá gjaldmiðli. Þið megið alveg gera það, ég geri það ekki. Á meðan við búum við krónuna þá munum við búa við verðtrygginguna.“

Fundargestir tóku misvel í hugmyndir Ágústar um ESB og evruna.
Fundargestir tóku misvel í hugmyndir Ágústar um ESB og evruna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá vísaði Ágúst til þess að stærstu fyrirtæki landsins og sjávarútvegsfyrirtæki hafi nú þegar yfirgefið krónuna. „Takið eftir því, hverjir hafa yfirgefið krónuna, það eru helstu stærstu fyrirtæki landsins, það er almenningur sem situr uppi með krónuna. Sjávarútvegsfyrirtækin gera upp í öðrum gjaldmiðli, það erum við almenningur sem situr uppi með krónuna og sveiflurnar. Við eigum núna einstakt lag til að endurskipuleggja fjármálakerfið út frá hagsmunum almennings, ekki útfrá hagsmunum fjármagnseigenda. Til dæmis er í góðu lagið að ríkið eigi fjármálastofnun, við eigum ekki að einkavæða allar fjármálastofnanir. Sporin í þessum efnum hræða, það tók íslenska bankamenn fjögur ár að reka íslensku bankana á hausinn efitr einkavæðingu. Við þurfum að hugsa þetta kerfi upp á nýtt, einmitt út frá hagsmunum íslenskra heimila.“

Vill aukna samkeppni á fjármálamarkað

Loks varpaði Ágúst fram þeirri hugmynd að efla þurfi samkeppni á íslenskum bankamarkaði. „Þið sáuð gerðist þegar Costco kom inn á dagvörumarkaðinn. Að sjálfsögðu þurfum við aukna samkeppni á íslenskum bankamarkaði til að ná kjörunum betur til almennings, til að ná kjörunum til almennings. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum og peningar á íslandi eru dýrir meðal annars vegna krónunnar og vertryggingin er ekkert annað en hækja krónunnar sem við munum ekki losna við fyrr en blessaða krónan okkar fær að setjast í helgan stein. Tími krónunnar er einfaldlega liðinn og um leið og það gerist þá verður tími verðtryggingarinnar einnig liðinn.“

mbl.is

Innlent »

Nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs

15:28 Ríkisstjórnin ákvað í dag, að tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, að skipa þverpólítíska nefnd til að leiða vinnu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Meira »

Eiríkur stefnir ríkinu

15:26 Eiríkur Jónsson lagaprófessor hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu og krefjast bóta vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við skipun í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Hafði engin afskipti af nefndinni

15:09 „Hvaða erindi átti ráðherra við formann nefndarinnar?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, á Alþingi í dag í fyrirspurn til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Meira »

Mega fækka dreifingardögum í þéttbýli

14:33 Póst- og fjarskiptastofnun telur ekki vera skilyrði fyrir því að breyta þeirri ákvörðun Íslandspósts að fækka dreifingardögum í þéttbýli. Stofnunin birti úrskurðinn á vef sínum í dag, en Íslandspóstur tilkynnti í nóvember að fækka ætti dreifingardögum í þéttbýli frá og með fyrsta febrúar nk. Meira »

Tilgangur þingmannsins augljós

14:29 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tókust harkalega á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Staðreyndin er sú því miður að dómsmálaráðherra hefur skapað vantraust á dómskerfið,“ sagði Jón Þór þar sem hann ræddi Landsréttarmálið. Meira »

Ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV

14:28 Sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV. Greint var frá þessu á fundi í morgun þar sem tilkynnt var um skipulagsbreytingar hjá stofnuninni. Meira »

Vilja leggja mannanafnanefnd niður

13:03 Hverjum einstaklingi verður heimilt að breyta nafni sínu verði frumvarp um mannanöfn að lögum. Flutningsmenn segja markmið þess að tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks. Meira »

Íbúar kjósi um framhaldið

13:35 Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru að undirbúa íbúafund í Reykjanesbæ vegna stöðu sem upp er komin í tengslum við kísilver United Silicon í Helguvík. Talsmaður samtakanna segir það kröfu margra íbúa að boðað verði til bindandi kosninga um framhaldið þar sem greidd verði atkvæði um framtíð iðnaðarsvæðisins í Helguvík. Meira »

Þrír nýir tóku sæti á Alþingi

12:38 Þrír varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í fyrsta sinn í gær þegar þingið kom saman eftir jólaleyfi og sóru af þeim sökum drengskapareið að stjórnarskránni. Meira »

Bodø siglir á milli lands og Eyja

12:23 Norska bílferjan Bodø er komin til hafnar í Vestmannaeyjum og mun hefja siglingar á milli lands og Eyja á morgun á meðan Herjólfur hverfur til viðgerða, en áætlað er að þær taki 14-16 daga. Meira »

Hvatakerfi en ekki markaðsmisnotkun

11:45 Nokkrir fyrrum lykilstarfsmenn Glitnis, sem fengu há lán til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum árið 2008, lýstu því fyrir dómi að þeir hefðu álitið lánveitingarnar hluta af starfskjörum sínum. Meira »

Fannst vel á mælum Veðurstofunnar

11:42 Jarðskjálfti upp á 7,9 sem varð úti fyrir strönd Alaska nú í morgun var vel greinanlegur á mælum Veðurstofu Íslands. „Þegar þeir eru orðnir mjög stórir þá sjást þeir vel hjá okkur,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Landsliðskonu í fimleikum nauðgað í keppnisferð

11:37 Tinna Óðinsdóttir, afrekskona í fimleikum, hefur stigið fram og greint frá því að henni hafi verið nauðgað af landsliðsmanni frá öðru landi í keppnisferðalagi í Þýskalandi. Hún var þar á ferð með íslenska landsliðinu. Meira »

Andið eðlilega vel tekið á Sundance

11:30 Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, var heimsfrumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gærkvöldi. Troðfullt var á sýninguna og samkvæmt aðstandendum myndarinnar var henni afar vel tekið. Meira »

Styttir ævina um 9 mánuði í Evrópu

11:16 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki. Meira »

Vill útrýma menntasnobbi

11:33 Aron Leví Beck gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Markmiðið að koma ráðherranum frá

11:28 „Við getum ekki knúið það fram að hún víki strax. En við getum haldið málinu lifandi með rannsókn sem er það líklegasta í stöðunni til að fá hana til að axla ábyrgð,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Pírataspjallinu á Facebook í gærkvöldi. Meira »

Innkalla hafrakökur

10:58 Myllan hefur, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað Myllu Hafrakökur, Bónus Hafrakökur og Hagkaups Hafrakökur vegna aðskotahlutar sem fannst í einni köku. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Borstofuskápur frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuskáp frá Öndvegi / Heimahúsinu. Skápurinn er 220 x 55 x...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...