Íhuga að leggja fram stjórnsýslukæru

Þjórsárver.
Þjórsárver. mbl.is/Rax

Hreppsnefnd Ásahrepps íhugar að leggja fram stjórnsýslukæru á hendur umhverfisráðuneytinu vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum. Þetta var samþykkt samhljóða á hreppsnefndarfundi Ásahrepps í dag. 

„Hreppsnefnd Ásahrepps harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð eru bæði af hendi umhverfisráðherra sem og Umhverfisstofnunar og mun íhuga að leggja fram stjórnsýslukæru á hendur umhverfisráðuneytinu,“ segir í umsögn um stækkun friðlands í Þjórsárverum. 

Fylgja stækkun þrátt fyrir „meingallaða“ málsmeðferð

Hreppnefndin ítrekar að ekki standi til að framkvæma eða raska umræddu svæði á nokkurn hátt enda yrði það ekki gert nema í samráði við landeiganda sem er ríkið. „Þrátt fyrir að málsmeðferð hafi verið meingölluð og erfitt að afla gagna og upplýsinga um málið þá er hreppsnefnd fylgjandi stækkun friðlandsins,“ segir jafnframt. Í þessu samhengi er bent á að óvissa ríkir í stjórnmálum þar sem óvíst er að verkefninu verði tryggt fjármagn á næstu fjárlögum. Þar af leiðandi telur hreppsnefndin „ekki heppilegt fyrir svo stórt verkefni að það sé keyrt í gegn af starfandi ráðherra án umboðs.“

Hefði þurft að gefa verkefninu tíma 

„Hreppsnefnd lítur svo á að þótt ákvörðun um friðlýsingu Þjórsárvera sé byggð á náttúruverndaráætlun sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 hefði það verið í betra samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti að viðhafa málsmeðferð á grundvelli gildandi náttúruverndarlaga og gefa málinu þann tíma sem þarf til þess að ná sem bestri sátt um friðlýsinguna.“ Þetta kemur fram í fundargerðinni. 

Í umsögninni er jafnframt bent á að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um starfsemi núverandi Þjórsárvera. Þá vanti „mikið upp á að núverandi Þjórsárverum sé sýndur sá sómi sem þau eiga skilið. Lítið sem ekkert utanumhald er um Þjórsárver í núverandi mynd og nokkuð ljóst að það fyrirkomulag sem ríkir er ekki að skila sér til svæðisins, hvort sem horft er til uppbyggingar, merkinga eða vörslu,“ segir jafnframt. 

Hlutaðeig­andi sveit­ar­fé­lög­um var veitt­ur þriggja mánaða frest­ur, með bréf­um frá 3. júlí 2017, til að gera at­huga­semd­ir við friðlýs­ing­ar­skil­mála um stækkað friðland en sam­hliða því fór málið í al­mennt um­sagn­ar­ferli á vef ráðuneyt­is­ins3. október óskaði sveitarstjóri Ásahrepps formlega eftir fresti til að skila inn umsögn um tillögu að stækkun friðlands í Þjórsárverum til 11. október sama dag og hreppsnefndarfundur yrði haldinn. Svar barst samdægurs þar sem ráðuneytið taldi að ekki væru forsendur fyrir því að veita frest. Þetta kemur fram í fundargerðinni. 

Þjórsárver.
Þjórsárver. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Innlent »

13 fá styrk frá Isavia

19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru fram undan í hagræðingarskyni á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...