Eggert Þorleifsson er Faðirinn

Rikka og Eggert Þorleifsson.
Rikka og Eggert Þorleifsson. K100

„Hann glímir við það sem er bara að verða að faraldri í þessum langlífu löndum, þessi elliglöp sem heita svo ýmsum undirnöfnum eins og Alzheimer,” segir Eggert Þorleifsson, leikari um persónuna André sem hann túlkar í harmræna farsanum Föðurnum, eftir leikskáldið Florian Zeller, sem frumsýndur var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi.

Leikverkið tekur á viðkvæmu málefni á áhrifaríkan en um leið kómískan hátt. „Við þekkjum öll einhverja sem eiga við þetta að stríða og við vitum að oft er þetta alveg frábærlega hlægilegt og fyndið hvað veltur upp úr þessu fólki, eins og það er nú átakanlegt í sjálfu sér.”

Óvenjuleg nálgun

Að sögn Eggerts er óvenjuleg leið valin til að túlka veikindin á sviði sem gefur áhorfandanum talsverða innsýn inn í hugarheim André. „Þegar svona sjúkdómur er annars vegar þá er mikil hætta á því að ef við hefðum þetta bara svona línulegt ferli að þá yrði verkið að sjúkdómsdrama en þessi höfundur vill forðast það, þvælir þessu til og frá í rúmi og tíma og jafnvel í persónum. Þannig sér áhorfandinn verkið í gegnum augu þessa manns sem stríðir við sjúkdóminn,” sagði Eggert í viðtali við Hvata og Rikku í Magasíninu á K100.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert