Verstappen ræsir fyrstur í

Max Verstappen
Max Verstappen AFP/ANDREJ ISAKOVIC

Heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir fremstur í Ítalíukappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. McLaren náði öðru og þriðja sæti í tímatökunni í dag.

Verstappen var einungis 0.074 sekúndum á undan Oscar Piastri hjá McLaren og liðsfélagi Piastri, Lando Norris, varð þriðji. Norris vann sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur á ferlinum í Miami fyrir tveimur vikum síðan.

Ferrari mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz verða í fjórða og fimmta sæti en Lewis Hamilton ræsir áttundi á eftir Yuki Tsunoda á RB Honda og liðsfélaga sínum hjá Mercedes, George Russell sem hafnaði í sjötta sæti tímatökunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert