Auðveldara að sannfærast um loftlagsbreytingar

Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga
Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga mbl.is/Árni Sæberg

Patricia Espinosa fram­kvæmda­stjóri Loftslags­stofn­unn­ar Sam­einuðu þjóðanna sagðir í erindi sínu á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu í morgun að með auknum áhrifum loftlagsbreytinga um heiminn væru ógnir loftlagsbreytinga orðnar raunverulegar fyrir mun fleiri og þar af leiðandi væri auðveldara að sannfæra fólk um loftlagsbreytingar en áður fyrr. Hún telur að auka þurfti viðleitni við minnkun kolefnisspora okkar strax. 

Mettími flutningaskips staðfestir hlýnun 

„Einstakur atburður átti sér stað nýverið þegar að sérhannað flutningaskip sigldi í gegnum norðurskautshafið án aðstoðar ísbrjóts. Mig langar til að deila með ykkur hvað þetta þýðir út frá sjónarhorni loftlagsbreytinga,“ sagði Patricia og vísaði þar til rússneska flutningaskipsins Christophe de Margerie sem ferðaðist frá Noregi til Rússlands á nítjan dögum fyrr á árinu sem er um 30% fljótlegri leið heldur en hefðbundna leiðin í gegnum Suarez Canal. 

„Í stuttu máli þá staðfestir þetta það sem við vitum nú þegar, að loftlagsbreytingar séu að breyta í grundvallaratriðum breyta lífum okkar, vinnu okkar og viðskiptaháttum. Íbúar, frumbyggjar og forfeður þeirra á Norðurslóðum hafa haft áhyggjur af loftlagsbreytingum í áraraðir en þeir þurftu ekki nýjustu vísindi til að vita að eitthvað væri að veðurmynstrum, þeir þurftu bara að líta upp til að sjá minnkandi ísjaka, breytingar í mynstri farfugla og lífríkisins. Þessar breytingar fóru að mestu leyti framhjá þeim sem búa sunnan sextugasta breiddarbaugsins af því að þrátt fyrir að vísindin séu óumdeilanleg þá hefur verið erfitt að sannfæra fólk um að grípa til aðgerða vegna loftlagsbreytinga þar sem að þau gátu hvorki séð, snert né fundið fyrir breytingunum,“ sagði Patricia.

Veðrið bíður ekki eftir okkur

„Þessi staða hefur breyst, hvort sem það eru fellibylir í Karabíahafinu, þurrkar í Afríku eða skógareldar í Norður Ameríka þá sér heimurinn í dag að loftlagsbreytingar er skýr hætta sem er raunverulega til staðar. Við finnum til með þeim sem hafa glatað öllu frá heimilum til vinnu og í sumum tilfellum fjölskyldumeðlimum en þessar náttúruhamfarir undirstrika um leið mikilvæga staðreynd. Við erum að verða uppiskroppa með tíma til að snúa loftlagsbreytingum við og til að snúa við verðum við að auka viðleitni okkar verulega við að draga úr kolefnisfótsporum okkar, ekki á morgun, ekki eftir fimm daga heldur í dag. Veðrið bíður ekki eftir því að við grípum til aðgerða.“

Norðurskautið er framlínan

„Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga. Það hlýnar hraðar en nokkur annars staður í heiminum og bráðnun jöklanna er að hækka yfirborð sjávar um allan heim, ekki á næstunni heldur í dag. Yfirborð sjávar er að hækka hraðar heldur en nokkurn tímann í sögunni og vísindamenn segja að það sé mögulegt að við munum sjá ís-laus sumur á Norðurskautinu á líftóma okkar. Kannski ekki á mínum líftíma en sum ykkar gætuð orðið vitni af því. Þetta var nánast óhugsanlegt fyrir örfáum áratugum. Vandamál sem voru áður langt frá heimkynnum margra eru bókstaflega að nálgast þröskuld heimila þeirra í dag. Borgir á borð við Miami hafa upplifað mikil flóð, jafnvel við góðar veðuraðstæður og borgir á láglendi geta horfið á næstunni. Það er í raun ekki spurning um hvort heldur hvenær. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suð-austurströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla sitt hvorri öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

Í gær, 21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

Í gær, 20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

Í gær, 19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

Í gær, 20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

Í gær, 19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

Í gær, 19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

Í gær, 18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

Í gær, 18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

Í gær, 18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

Í gær, 17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

Í gær, 16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

Í gær, 17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

Í gær, 17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

Í gær, 15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Borðstofuborð ásamt sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuborð með sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu. Borðið e...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...