Auðveldara að sannfærast um loftlagsbreytingar

Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga
Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga mbl.is/Árni Sæberg

Patricia Espinosa fram­kvæmda­stjóri Loftslags­stofn­unn­ar Sam­einuðu þjóðanna sagðir í erindi sínu á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu í morgun að með auknum áhrifum loftlagsbreytinga um heiminn væru ógnir loftlagsbreytinga orðnar raunverulegar fyrir mun fleiri og þar af leiðandi væri auðveldara að sannfæra fólk um loftlagsbreytingar en áður fyrr. Hún telur að auka þurfti viðleitni við minnkun kolefnisspora okkar strax. 

Mettími flutningaskips staðfestir hlýnun 

„Einstakur atburður átti sér stað nýverið þegar að sérhannað flutningaskip sigldi í gegnum norðurskautshafið án aðstoðar ísbrjóts. Mig langar til að deila með ykkur hvað þetta þýðir út frá sjónarhorni loftlagsbreytinga,“ sagði Patricia og vísaði þar til rússneska flutningaskipsins Christophe de Margerie sem ferðaðist frá Noregi til Rússlands á nítjan dögum fyrr á árinu sem er um 30% fljótlegri leið heldur en hefðbundna leiðin í gegnum Suarez Canal. 

„Í stuttu máli þá staðfestir þetta það sem við vitum nú þegar, að loftlagsbreytingar séu að breyta í grundvallaratriðum breyta lífum okkar, vinnu okkar og viðskiptaháttum. Íbúar, frumbyggjar og forfeður þeirra á Norðurslóðum hafa haft áhyggjur af loftlagsbreytingum í áraraðir en þeir þurftu ekki nýjustu vísindi til að vita að eitthvað væri að veðurmynstrum, þeir þurftu bara að líta upp til að sjá minnkandi ísjaka, breytingar í mynstri farfugla og lífríkisins. Þessar breytingar fóru að mestu leyti framhjá þeim sem búa sunnan sextugasta breiddarbaugsins af því að þrátt fyrir að vísindin séu óumdeilanleg þá hefur verið erfitt að sannfæra fólk um að grípa til aðgerða vegna loftlagsbreytinga þar sem að þau gátu hvorki séð, snert né fundið fyrir breytingunum,“ sagði Patricia.

Veðrið bíður ekki eftir okkur

„Þessi staða hefur breyst, hvort sem það eru fellibylir í Karabíahafinu, þurrkar í Afríku eða skógareldar í Norður Ameríka þá sér heimurinn í dag að loftlagsbreytingar er skýr hætta sem er raunverulega til staðar. Við finnum til með þeim sem hafa glatað öllu frá heimilum til vinnu og í sumum tilfellum fjölskyldumeðlimum en þessar náttúruhamfarir undirstrika um leið mikilvæga staðreynd. Við erum að verða uppiskroppa með tíma til að snúa loftlagsbreytingum við og til að snúa við verðum við að auka viðleitni okkar verulega við að draga úr kolefnisfótsporum okkar, ekki á morgun, ekki eftir fimm daga heldur í dag. Veðrið bíður ekki eftir því að við grípum til aðgerða.“

Norðurskautið er framlínan

„Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga. Það hlýnar hraðar en nokkur annars staður í heiminum og bráðnun jöklanna er að hækka yfirborð sjávar um allan heim, ekki á næstunni heldur í dag. Yfirborð sjávar er að hækka hraðar heldur en nokkurn tímann í sögunni og vísindamenn segja að það sé mögulegt að við munum sjá ís-laus sumur á Norðurskautinu á líftóma okkar. Kannski ekki á mínum líftíma en sum ykkar gætuð orðið vitni af því. Þetta var nánast óhugsanlegt fyrir örfáum áratugum. Vandamál sem voru áður langt frá heimkynnum margra eru bókstaflega að nálgast þröskuld heimila þeirra í dag. Borgir á borð við Miami hafa upplifað mikil flóð, jafnvel við góðar veðuraðstæður og borgir á láglendi geta horfið á næstunni. Það er í raun ekki spurning um hvort heldur hvenær. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Friðlýsing lögð til gegn Hvalárvirkjun

19:24 Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið við Drangajökul á Vestfjörðum verði friðlýst. Svæðið sem um ræðir er 1.281 ferkílómetri að stærð og nær til svæðisins þar sem áætlanir eru uppi um að Hvalárvirkjun rísi. Meira »

Tók við nýju starfi í Noregi sjötug

19:08 Elsa Þórðardóttir Lövdal man tímana tvenna þegar flugþjónusta er annars vegar. Hún hóf störf á skrifstofu Icelandair í Ósló árið 1966 en þá hét félagið Flugfélag Íslands. Þegar Elsa byrjaði hjá félaginu var flogið einu sinni í viku að vetri til en tvisvar á sumrin. Meira »

Lýst eftir Söndru Mjöll

18:54 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Söndru Mjöll Torfadóttur, 15 ára. Sandra, sem er 163 sm á hæð, grannvaxin með dökkt, sítt hár og brún augu. Talið er að hún sé klædd í svarta úlpu, hvíta hettupeysu, svartar buxur og hvíta strigaskó. Meira »

Sóttu villtan og örmagnaðan göngumann

18:34 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í annað sinn seinni partinn í dag vegna ferðamanns sem var í vandræðum á hálendinu. Björgunarsveitarfólkið hafði þá nýlega lokið útkalli vegna fólks sem óskaði eftir aðstoð á Fimmvörðuhálsi í nótt. Meira »

Harður árekstur á Norðvesturlandi

18:24 Árekstur varð um klukkan hálf sex á þjóðveginum nálægt afleggjara að Uppsölum rétt vestan við Vatnsdalshóla.   Meira »

Tómas og Óskar nafngreindir í úrskurði

18:15 38 læknar eru nafngreindir í úrskurði Karólínska háskólasjúkrahússins í Svíþjóð vegna plastbarkamálsins. Þar af eru sjö sagðir ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Einn þeirra er Tómas Guðbjartsson. Sex greinar um plastbarkaígræðslur sem birst hafa í vísindatímaritum hafa verið dregnar til baka. Meira »

Víðtækur viðskiptasamningur við Ekvador

18:00 EFTA-ríkin Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein undirrituðu víðtækan fríverslunarsamning við Ekvador á sumarfundi EFTA á Sauðárkróki í dag. Hann nær til ýmissa þátta svo sem vöru- og þjónustuviðskipta, fjárfestinga, hugverkaréttinda og opinbera innkaupa. Meira »

Sprenging í túrbínu skips

17:55 Sprenging varð í túrbínu flutningaskipsins Blikur í dag með þeim afleiðingum að mikill reykur myndaðist í vélarrúmi skipsins. Skipið var að sigla inn í Sundahöfn þegar atvikið átti sér stað, segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, í samtali við fréttastofu mbl.is. Meira »

Leiðsögumaðurinn spurði hvar Fjallabak væri

17:14 Hinrik Ólafsson leiðsögumaður, segist óttast um ímynd íslenskrar ferðaþjónustu í ljósi fjölda leiðsögumanna að utan sem hvorki þekki staðhætti né viðbúnað nægilega vel til þess að fara í jafn umfangsmiklar ferðir um landið og raunin er. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hinriks. Meira »

Vélinni líkast til flogið of hægt í beygjunni

17:05 Loka­skýrsla Rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa um flug­slysið vestur af Tungubökkum í Mosfellsbæ þann 11. maí 2015 hefur nú verið gefin út. Meira »

Maður og tvö börn í sjálfheldu

16:37 Björgunarsveitir á Ísafirði og í Hnífsdal voru kallaðar út vegna konu og tveggja barna sem voru í sjálfheldu ofarlega í Eyrarfjalli ofan við Ísafjörð rétt fyrir klukkan tvö í dag. Meira »

Ráðgjafanefnd Landspítala skipuð

16:35 Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, gegnir formennsku í ráðgjafarnefnd Landspítalans sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað til næstu fjögurra ára. Meira »

Hjóla aftur fyrir Landsbjörg

16:31 Á miðnætti hófst áheitasöfnun WOW Cyclothon en í ár er safnað fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg líkt og á síðasta ári. Söfnunin er í gangi fram yfir keppnina og lýkur laugardagskvöldið 30. júní. Meira »

Var á leið með vistir til hestamanna

16:25 Lokaskýrsla Rannsóknanefndar samgönguslysa um flugslysið við Löngufjörur á Snæfellsnesi þann 7. júní 2014 hefur nú verið gefin út. Meira »

Ætlar að verða fyrst til að klára

15:51 Lyfjafræðingurinn Elín V. Magnúsdóttir ætlar að verða fyrsta konan til að ljúka við WOW Cyclothon hjólreiðahringinn þegar hjólreiðakeppnin fer fram í næstu viku. Hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en þetta er fyrsta hjólreiðakeppnin sem hún tekur þátt í. Meira »

Ekkert að fela í viðskiptum við bankann

15:40 Brim hefur ekkert að fela í viðskiptum sínum við Landsbankann og fagnar því að afstaða meirihluta hluthafa Vinnslustöðvarinnar til minnihlutans verði gerð opinber á hluthafafundi bankans með beiðni um að fara fram á rannsókn á skuldaafskriftum Landsbankans gagnvart félögum tendum forstjóra Brim. Meira »

Hjörtur sendur heim frá Rússlandi

15:38 Hjörtur Hjartason íþróttafréttamaður er á leið heim frá Rússlandi að beiðni atvinnurekanda síns, Sýn, vegna persónulegra mála. Þetta staðfestir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn í samtali við mbl.is. Edda Sif Pálsdóttir, kvartaði undan Hirti til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

90 fíkniefnamál á Secret Solstice

15:14 Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem haldin var í Laugardalnum um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði aðallega hald á kannabisefni, en einnig ætlað kókaín, amfetamín, MDMA og e-töflur. Meira »

Sagður ábyrgur fyrir vísindalegu misferli

14:22 Tómas Guðbjartsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landsspítalanum, er einn sjö einstaklinga sem rektor Karólínska háskólasjúkrahússins hefur úrskurðað ábyrga fyrir vísindalegu misferli í sambandi við rannsókn. Þetta staðfestir Peter Andréasson, fjölmiðlafulltrúi stofnunarinnar. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.500,-
Stapi er hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað og reglur. ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hreinsa Þakrennur ofl.
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...