Auðveldara að sannfærast um loftlagsbreytingar

Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga
Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga mbl.is/Árni Sæberg

Patricia Espinosa fram­kvæmda­stjóri Loftslags­stofn­unn­ar Sam­einuðu þjóðanna sagðir í erindi sínu á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu í morgun að með auknum áhrifum loftlagsbreytinga um heiminn væru ógnir loftlagsbreytinga orðnar raunverulegar fyrir mun fleiri og þar af leiðandi væri auðveldara að sannfæra fólk um loftlagsbreytingar en áður fyrr. Hún telur að auka þurfti viðleitni við minnkun kolefnisspora okkar strax. 

Mettími flutningaskips staðfestir hlýnun 

„Einstakur atburður átti sér stað nýverið þegar að sérhannað flutningaskip sigldi í gegnum norðurskautshafið án aðstoðar ísbrjóts. Mig langar til að deila með ykkur hvað þetta þýðir út frá sjónarhorni loftlagsbreytinga,“ sagði Patricia og vísaði þar til rússneska flutningaskipsins Christophe de Margerie sem ferðaðist frá Noregi til Rússlands á nítjan dögum fyrr á árinu sem er um 30% fljótlegri leið heldur en hefðbundna leiðin í gegnum Suarez Canal. 

„Í stuttu máli þá staðfestir þetta það sem við vitum nú þegar, að loftlagsbreytingar séu að breyta í grundvallaratriðum breyta lífum okkar, vinnu okkar og viðskiptaháttum. Íbúar, frumbyggjar og forfeður þeirra á Norðurslóðum hafa haft áhyggjur af loftlagsbreytingum í áraraðir en þeir þurftu ekki nýjustu vísindi til að vita að eitthvað væri að veðurmynstrum, þeir þurftu bara að líta upp til að sjá minnkandi ísjaka, breytingar í mynstri farfugla og lífríkisins. Þessar breytingar fóru að mestu leyti framhjá þeim sem búa sunnan sextugasta breiddarbaugsins af því að þrátt fyrir að vísindin séu óumdeilanleg þá hefur verið erfitt að sannfæra fólk um að grípa til aðgerða vegna loftlagsbreytinga þar sem að þau gátu hvorki séð, snert né fundið fyrir breytingunum,“ sagði Patricia.

Veðrið bíður ekki eftir okkur

„Þessi staða hefur breyst, hvort sem það eru fellibylir í Karabíahafinu, þurrkar í Afríku eða skógareldar í Norður Ameríka þá sér heimurinn í dag að loftlagsbreytingar er skýr hætta sem er raunverulega til staðar. Við finnum til með þeim sem hafa glatað öllu frá heimilum til vinnu og í sumum tilfellum fjölskyldumeðlimum en þessar náttúruhamfarir undirstrika um leið mikilvæga staðreynd. Við erum að verða uppiskroppa með tíma til að snúa loftlagsbreytingum við og til að snúa við verðum við að auka viðleitni okkar verulega við að draga úr kolefnisfótsporum okkar, ekki á morgun, ekki eftir fimm daga heldur í dag. Veðrið bíður ekki eftir því að við grípum til aðgerða.“

Norðurskautið er framlínan

„Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga. Það hlýnar hraðar en nokkur annars staður í heiminum og bráðnun jöklanna er að hækka yfirborð sjávar um allan heim, ekki á næstunni heldur í dag. Yfirborð sjávar er að hækka hraðar heldur en nokkurn tímann í sögunni og vísindamenn segja að það sé mögulegt að við munum sjá ís-laus sumur á Norðurskautinu á líftóma okkar. Kannski ekki á mínum líftíma en sum ykkar gætuð orðið vitni af því. Þetta var nánast óhugsanlegt fyrir örfáum áratugum. Vandamál sem voru áður langt frá heimkynnum margra eru bókstaflega að nálgast þröskuld heimila þeirra í dag. Borgir á borð við Miami hafa upplifað mikil flóð, jafnvel við góðar veðuraðstæður og borgir á láglendi geta horfið á næstunni. Það er í raun ekki spurning um hvort heldur hvenær. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Brugðust seint við tilmælum frá MAST

Í gær, 23:22 Ópal Sjávarfang ehf. fékk upplýsingar frá Matvælastofnun (MAST) um staðfest listeríusmit í þremur afurðum fyrirtækisins um hádegisbil 4. febrúar, en brást ekki við með því að innkalla vörurnar fyrr en síðdegis 6. febrúar. Þá var einungis ein vara af þremur innkölluð. Meira »

Fákaselsmótaröðinni lauk í gærkvöldi

Í gær, 21:00 Fákaselsmótaröðinni lauk í gærkvöldi með keppni í fjórgangi. Elín Árnadóttir sigraði annan flokkinn með 6,87 á Blæ frá Prestsbakka, en þau komu inn í úrslit í 6.-8. sæti. Anna Þöll Haraldsdóttir hafnaði í öðru sæti og í því þriðja var Gunnhildur Sveinbjarnardóttir. Meira »

Krakkarnir alveg til fyrirmyndar

Í gær, 20:45 „Við erum að sigla í að samanlagður fjöldi krakkanna sem hafa komið til okkar að Reykjum séu 60 þúsund. Í okkar huga er þetta eitt stórt ævintýri og betri gesti er ekki hægt að hugsa sér en lífsglaða krakka,“ segir Karl B. Örvarsson, forstöðumaður Skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði. Meira »

Hanagal á Húsatóftum

Í gær, 20:25 Haninn á Húsatóftum er árgali á Skeiðunum. Nú í lok apíl er orðið bjart um klukkan fimm á morgnana og um það leyti fer hinn skrautlegi fugl á stjá með sitt gaggalagú. Gefur tóninn fyrir daginn í þessari blómlegu byggð sem ekið er um þegar leiðin liggur í uppsveitir Árnessýslu. Meira »

„Ekki nýr hrossasjúkdómur“

Í gær, 19:06 „Það er ekki nýr hrossasjúkdómur í landinu. Það eru enn þá smit landlæg frá því fyrir rúmum áratug og tveimur. Það lítur allt út fyrir að það sé aðeins að ná sér á strik núna,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST. Meira »

Ástþór að baki flugrekstrarhugmynd

Í gær, 18:45 Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon, ásamt fleirum, stendur á bak við viðskiptahugmynd um stofnun nýs íslensks flugfélags, sem kynnt er á vefsíðunni flyicelandic.is. Meira »

Mistur og lítil loftgæði í höfuðborginni

Í gær, 17:38 Loftgæði sums staðar á höfuðborgarsvæðinu eru mjög lítil sam­kvæmt vef Um­hverf­is­stofn­un­ar Loft­gæði.is. Mikið rykmistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu en það er ættað frá Sahara-eyðimörkinni. Meira »

Vildarbörn styrktu eitt hundrað manns

Í gær, 16:55 28 börnum og fjölskyldum þeirra, samtals rúmlega eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Alls hafa 677 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans fyrir 16 árum og úthlutunin í dag var sú 32. í röðinni. Meira »

Arnar og María sigruðu í víðavangshlaupi

Í gær, 16:11 Þau Arnar Pétursson úr ÍR og María Birkisdóttir úr FH komu fyrst í mark í árlegu Víðavangshlaupi ÍR sem ræst var í 104. sinn í hádeginu í dag. 663 hlauparar voru skráðir til leiks, þar af 589 í fimm kílómetra hlaup og 74 í 2,7 kílómetra skemmtiskokk, að því er fram kemur á vef ÍR. Fimm kílómetra hlaupið er jafnframt meistaramót Íslands í fimm kílómetra götuhlaupi. Meira »

Senda F-35 til Íslands

Í gær, 16:00 Vorið 2020 munu norskar orrustuþotur af gerðinni F-35 sinna loftrýmisgæslu við Ísland, en þetta verður í fyrsta sinn sem norskar þotur af þeirri gerð sinna verkefni utan landamæra Noregs. Þetta kemur fram á fréttavef norska dagblaðsins Verdens Gang. Meira »

Hitamet í Reykjavík slegið í hádeginu

Í gær, 15:47 Hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík féll í hádeginu, þegar hitamælir Veðurstofu Íslands sýndi 14,1 stig. Fyrra met var frá árinu 1998, en þá mældist hiti hæstur 13,5 stig á sumardaginn fyrsta. Meira »

Tíu bækur stóðu upp úr hjá börnunum

Í gær, 15:26 Opinberað var í dag hvaða bækur hlutu Bókaverðlaun barnanna 2019, en tíu bækur sem valdar voru keppa í Sagna, verðlaunahátíð barnanna sem sjónvarpað verður á RÚV 1. júní. Meira »

„Viljum við taka þessa áhættu?“

Í gær, 15:21 Verði því hafnað af hálfu Alþingis að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins mun það ekki setja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í uppnám. Samþykkt orkupakkans gæti hins vegar leitt til þess. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Meira »

Reyna að eyða erfiðustu störfunum

Í gær, 14:55 Ný hátækniverksmiðja Samherja getur afkastað um 5.000 tonnum af bleikju á á ári. Er húsnæðið búið nýjustu tækni sem eykur sjálfvirkni og léttir störfin. Meira »

Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

Í gær, 14:30 Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Verðlaunin voru afhent í dag, sumardaginn fyrsta, af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á alþjóðlegu málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í Veröld. Meira »

Ræða við Boeing um bætur

Í gær, 13:52 Icelandair mun ræða við flugvélaframleiðandann Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í 737 MAX 8-flugvélum framleiðandans, en Icelandair hefur fest kaup á níu slíkum vélum sem eru kyrrsettar sem stendur. Þetta kom fram í samtali RÚV við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair. Meira »

Sumardeginum fyrsta fagnað

Í gær, 12:45 Hátíðarhöld fara víða fram í dag, sumardaginn fyrsta, og skrúðgöngur eru iðulega hluti af slíkri dagskrá. Ljósmyndari mbl.is var í Árbænum í Reykjavík í morgun þar sem fríður flokkur skáta leiddi gönguna að vanda undir blaktandi íslenskum fánum. Meira »

Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

Í gær, 12:10 Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Keflavík til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi var snúið við í morgun eftir um klukkustundarflug vegna bilunar, en vélin fór í loftið skömmu fyrir klukkan átta. Afleiðingar af þessu eru að einnig hefur verið aflýst flugferð frá Arlanda til Keflavíkur síðar í dag. Þá hefur tengiflugi til Portland síðdegis í dag verið aflýst, en nota átti umrædda flugvél í þá ferð. Meira »

100 ára yfirferð kröfuréttar lokið

Í gær, 11:55 Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari luku nýverið við þriðja ritið í þriggja binda ritröð sinni um almennan hluta kröfuréttar á Íslandi. Meira »
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...