Auðveldara að sannfærast um loftlagsbreytingar

Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga
Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga mbl.is/Árni Sæberg

Patricia Espinosa fram­kvæmda­stjóri Loftslags­stofn­unn­ar Sam­einuðu þjóðanna sagðir í erindi sínu á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu í morgun að með auknum áhrifum loftlagsbreytinga um heiminn væru ógnir loftlagsbreytinga orðnar raunverulegar fyrir mun fleiri og þar af leiðandi væri auðveldara að sannfæra fólk um loftlagsbreytingar en áður fyrr. Hún telur að auka þurfti viðleitni við minnkun kolefnisspora okkar strax. 

Mettími flutningaskips staðfestir hlýnun 

„Einstakur atburður átti sér stað nýverið þegar að sérhannað flutningaskip sigldi í gegnum norðurskautshafið án aðstoðar ísbrjóts. Mig langar til að deila með ykkur hvað þetta þýðir út frá sjónarhorni loftlagsbreytinga,“ sagði Patricia og vísaði þar til rússneska flutningaskipsins Christophe de Margerie sem ferðaðist frá Noregi til Rússlands á nítjan dögum fyrr á árinu sem er um 30% fljótlegri leið heldur en hefðbundna leiðin í gegnum Suarez Canal. 

„Í stuttu máli þá staðfestir þetta það sem við vitum nú þegar, að loftlagsbreytingar séu að breyta í grundvallaratriðum breyta lífum okkar, vinnu okkar og viðskiptaháttum. Íbúar, frumbyggjar og forfeður þeirra á Norðurslóðum hafa haft áhyggjur af loftlagsbreytingum í áraraðir en þeir þurftu ekki nýjustu vísindi til að vita að eitthvað væri að veðurmynstrum, þeir þurftu bara að líta upp til að sjá minnkandi ísjaka, breytingar í mynstri farfugla og lífríkisins. Þessar breytingar fóru að mestu leyti framhjá þeim sem búa sunnan sextugasta breiddarbaugsins af því að þrátt fyrir að vísindin séu óumdeilanleg þá hefur verið erfitt að sannfæra fólk um að grípa til aðgerða vegna loftlagsbreytinga þar sem að þau gátu hvorki séð, snert né fundið fyrir breytingunum,“ sagði Patricia.

Veðrið bíður ekki eftir okkur

„Þessi staða hefur breyst, hvort sem það eru fellibylir í Karabíahafinu, þurrkar í Afríku eða skógareldar í Norður Ameríka þá sér heimurinn í dag að loftlagsbreytingar er skýr hætta sem er raunverulega til staðar. Við finnum til með þeim sem hafa glatað öllu frá heimilum til vinnu og í sumum tilfellum fjölskyldumeðlimum en þessar náttúruhamfarir undirstrika um leið mikilvæga staðreynd. Við erum að verða uppiskroppa með tíma til að snúa loftlagsbreytingum við og til að snúa við verðum við að auka viðleitni okkar verulega við að draga úr kolefnisfótsporum okkar, ekki á morgun, ekki eftir fimm daga heldur í dag. Veðrið bíður ekki eftir því að við grípum til aðgerða.“

Norðurskautið er framlínan

„Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga. Það hlýnar hraðar en nokkur annars staður í heiminum og bráðnun jöklanna er að hækka yfirborð sjávar um allan heim, ekki á næstunni heldur í dag. Yfirborð sjávar er að hækka hraðar heldur en nokkurn tímann í sögunni og vísindamenn segja að það sé mögulegt að við munum sjá ís-laus sumur á Norðurskautinu á líftóma okkar. Kannski ekki á mínum líftíma en sum ykkar gætuð orðið vitni af því. Þetta var nánast óhugsanlegt fyrir örfáum áratugum. Vandamál sem voru áður langt frá heimkynnum margra eru bókstaflega að nálgast þröskuld heimila þeirra í dag. Borgir á borð við Miami hafa upplifað mikil flóð, jafnvel við góðar veðuraðstæður og borgir á láglendi geta horfið á næstunni. Það er í raun ekki spurning um hvort heldur hvenær. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfögnuð

19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »

Lentu í arfavitlausu veðri

14:45 „Við vorum að veiðum suðaustarlega í Smugunni um 340 mílur frá Norðfirði. Það gafst heldur lítill tími til veiða vegna veðurs. Það brældi og gerði í reynd arfavitlaust veður þannig að það var ekkert annað að gera en að halda í land,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK. Meira »

Jón Steinar svarar Önnu Bentínu

14:19 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður svarar Önnu Bentínu Hermansen, brotaþola kyn­ferðisof­beld­is og ís­lensks rétt­ar­kerf­is, í opnu bréfi til hennar sem hann sendi mbl.is. Jón Steinar segist ekki efast um að afdrif kæru Önnu vegna kynferðisbrots hafi verið henni þungbær en kæran var felld niður. Meira »

„Breytingar keyrðar áfram af mannvonsku“

13:47 „Sú nýja forysta sem hefur verið að koma fram á völlinn í verkalýðshreyfingunni, hefur þau sjónarmið að ef þú ert ekki sammála þeim þá eigir þú að víkja, engin málefnaleg umræða.“ Þetta skrifar Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, á Facebook í gær. Meira »

Framkvæmdum af hálfu borgarinnar lokið

13:38 Framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík af hálfu Reykjavíkurborgar er lokið og hefur Háskólinn í Reykjavík tekið húsnæðið í notkun, að sögn Óla Jóns Hertervig, setts skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) hjá Reykjavíkurborg. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Downtown Reykjavik. S. 6947881, Alina...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...