Eldur á Ásláksstöðum í Vogum

Ekki hafði verið búið á Ásláksstöðum um langt skeið, en …
Ekki hafði verið búið á Ásláksstöðum um langt skeið, en húsið telst ónýtt eftir brunann. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kom upp á eyðibýlinu Ásláksstöðum í Vogum á Vatnsleysuströnd nú síðdegis. Tveir bílar frá Brunavörnum Suðurnesja voru sendir á staðinn ásamt tíu slökkviliðsmönnum og var húsið alelda þegar slökkvilið koma á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu þá gengur vel að slökkva eldinn og hindra frekari útbreiðslu hans.

Ekki hafði verið búið í húsinu, sem var timburhús um langt skeið, en það telst alónýtt eftir brunann.

Lögreglan á Suðurnesjum mun sjá um rannsókn á upptökum eldsins, en að sögn slökkviliðsins var ekkert rafmagn á húsinu sem veki upp spurningar um hvort um íkveikju hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert