Alvarlega slasaður eftir bílveltu

mbl.is/Þórður

Einn maður slasaðist alvarlega í bílveltu í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út eftir vegna manns sem hafði verið á leið til Ísafjarðar en ekkert spurst til.

Bíllinn fannst utan vegar í Álftafirði á ellefta tímanum og var maðurinn í bílnum fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði.

Þetta staðfesti Landhelgisgæslan við mbl.is en þyrla Gæslunnar flutti manninn á Landspítalann.

Meiðsli ökumannsins eru talin alvarleg. Hann var með meðvitund þegar hann var fluttur suður.

Alls tóku á fjórða tug björgunarsveitarmanna þátt í aðgerðunum, auk lögreglumanna og sjúkraflutningamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert