Íslandspóstur má ekki fella niður afslátt

Íslandspósti er ekki heimilt að fella niður afslátt.
Íslandspósti er ekki heimilt að fella niður afslátt. Morgunblaðið/Ernir

Póst- og fjar­skipta­stofn­un hefur birt ákvörðun sína þar sem Ísland­s­pósti er gert að afturkalla tilkynningu til viðskiptavina sinna um niðurfellingu svokallaðra viðbótarafslátta magnpósts innan einkaréttar, eða geri þær breytingar á afsláttarfyrirkomulaginu svo að tryggt sé að sendendur eða söfnunaraðilar fái þann afslátt sem þeim ber samkvæmt lögum.

Ákvörðunin skipt­ir fyr­ir­tæk­in Burðar­gjöld og Póst­markaðinn mestu máli, en þau hafa safnað pósti frá stór­not­end­um og miðlað áfram til Ísland­s­pósts og þannig fengið auk­inn magnafslátt til sín.

Ísland­s­póst­ur til­kynnti fyr­ir­tækj­un­um um niður­fell­ingu af­slátt­ar­ins með bréfi í apríl. Sagði þar að eft­ir skoðun og mat á mögu­legu kostnaðar­hagræði og þar með for­sendu fyr­ir magnafslætti gæfi ekki til­efni til af­slátt­ar og yrðu þeir því felld­ir niður að fullu í sept­em­ber.

Póst- og fjar­skipta­stofn­un tók í júní bráðabirgðaákvörðun um að heim­ila ekki Ísland­s­pósti að fella niður afsláttinn, en sú ákvörðun hefur nú verið staðfest.

Telur stofnunin að Íslandspóstur hafi ekki sýnt fram á að eftir niðurfellingu viðbótarafsláttar væri fyrirtækið að skila öllum sparnaði af viðskiptum við söfnunaraðila og/eða stóra sendendur pósts í formi afslátta, eins og skylt er samkvæmt lögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert