60 rýma hjúkrunarheimili rís á Selfossi

Nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi verður hringlaga með sameiginlegum garði inni …
Nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi verður hringlaga með sameiginlegum garði inni í miðjunni. Teikning/Urban og LOOP arkitektar

„Þetta verður mikil framför. Nú eru langir biðlistar eftir hjúkrunarplássi og verið að flytja fólk í aðrar sýslur. Það er ekki óskastaðan þótt vel sé hugsað um fólki þar, það vill vera nær sínum nánustu.“

Þetta segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, um nýtt hjúkrunarheimili sem mun rísa á Selfossi.

Kynntar hafa verið niðurstöður í verðlaunasamkeppni um hjúkrunarheimilið. Það á að rísa á lóð Sjúkrahúss Suðurlands. Í upphafi var það hugsað fyrir 50 heimilismenn en sveitarfélögin töldu það duga skammt, sérstaklega í ljósi þess að hjúkrunarheimilum í Kumbaravogi á Stokkseyri og á Blesastöðum á Skeiðum, með alls 35 plássum, hefur nýlega verið lokað. Þegar verðlaun í samkeppninni voru afhent undirrituðu Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Ásta Stefánsdóttir samning um að hjúkrunarplássin yrðu fleiri, 60 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert