Eftirlitsflugi yfir Jökulsá á Fjöllum frestað

Aukin rafleiðni hefur verið í Jökulsá á Fjöllum síðustu vikur.
Aukin rafleiðni hefur verið í Jökulsá á Fjöllum síðustu vikur. mbl.is/Rax

Óbreytt ástand er á rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum. Áætlað var að fljúga yfir svæðið í dag, en líkt og í gær þurfti að fresta því vegna veðurs. Jarðhitavatn hefur valdið aukinni rafleiðni í ánni síðustu vikur.

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu með fulltrúum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra eftir hádegi í dag. Á fundinum var farið yfir stöðu og þróun mála Jökulsár á Fjöllum.

Að sögn Bjarka Kaldalóns Frees, náttúruvársérsérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, hefur ekki orðið mikil breyting á rafleiðni síðustu daga, en nýjustu mælingar sýna sömu leitni og undanfarnar tvær vikur. Upptök vatnsins eru líklega í Kverk­fjöll­um, að mati Veður­stofu Íslands.

Frétt mbl.is: Uppruninn hugsanlega í Kverkfjöllum

Frétt mbl.is: Fólk fari gætilega við Jökulsá

Fólk sem á leið um svæðið er beðið að sýna aðgát ná­lægt ánni vegna brenni­steinslykt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert