Geta átt von á lykt og reyk í þrjá daga

Kísilver PCC er á iðnaðarsvæðinu á Bakka, um 2,5 km ...
Kísilver PCC er á iðnaðarsvæðinu á Bakka, um 2,5 km frá Húsavík. 500 menn vinna nú við lokafrágang. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Húsvíkingar geta hugsanlega fundið lykt og séð reyk stíga úr neyðarstrompi kísilvers PCC BakkaSilicon ehf. á iðnaðarsvæðinu á Bakka í um þrjá sólarhringa eftir miðjan janúar. Þá verða ljósbogaofnar verksmiðjunnar hitaðir upp með brennslu timburs.

Áhrifin á Húsavík geta þó farið eftir veðri og vindátt og lofar forstjóri PCC að líta til veðurspár áður en þetta ferli hefst.

Kísilverið er í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá byggðinni á Húsavík og er Húsavíkurhöfði á milli. „Vonir okkar standa til þess að íbúarnir finni ekki fyrir neinu. Verksmiðjan er ekki í sjónlínu frá bænum og við eigum ekki von á að lyktin verði það sterk að hún berist mikið út fyrir athafnasvæði verksmiðjunnar. En það fer eftir vindátt og veðri. Við munum skoða veðurspána,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri kísilversins.

Allt að verða tilbúið

Nú er unnið á fullu við lokafrágang verksmiðjunnar. Yfir 500 manns starfa við það.

Þeistareykjavirkjun verður gangsett í dag og raflínur, tengivirki og spennistöðvar Landnets eru tilbúnar. Er því unnt að hefja afhendingu á raforku til kísilversins. Vinnudagsetning PCC fyrir gangsetningu verksmiðjunnar hefur verið 13. desember. Hafsteinn segir að verksmiðjan verði ekki gangsett fyrr en hún verður alveg tilbúin og nú sé útlit fyrir að það verði seinnihluta janúarmánaðar.

Fram til gangsetningardags er unnið að svokölluðum kaldprófunum. Þá er farið yfir allan búnað og gengið úr skugga um að hann sé tilbúinn til framleiðslu.

Gangsetning hefst með svokallaðri heitræsingu. Í upphafi eru fóðringarnar í ofninum þurrkaðar með því að brenna timri í ofninum. Í kjölfarið er rafmagni hleypt á ofninn og það tekur við upphituninni. Þetta ferli getur tekið um 3 sólarhringa og á þeim tíma er ekki hægt að nota reykhreinsivirki versins til að draga úr mengun. Má því búast við reyk úr neyðarreykháfi verksmiðjunnar og lykt. Hafsteinn segir að eingöngu verði brennt hreinu timbri. Þó má einnig búast við að ýmis efni úr ofninum leysist upp og blandist viðarbrennslulyktinni.

Þegar þessu ferli er lokið er reykhreinsivirkið gert virkt og það á að hreinsa 99,9% ryks í útblæstri frá ljósbogaofnunum. Fyrstu afurðirnar koma út úr ofnunum um það bil viku síðar.

Öðruvísi en í Helguvík

Mikil vandamál hafa verið í rekstri kísilvers United Silicon í Helguvík, meðal annars vegna lyktarmengunar, og að lokum var verinu lokað tímabundið. Hafsteinn er viss um að lenda ekki í slíkum vandræðum.

Hann segir að verksmiðjan sé í grundvallaratriðum frábrugðin verksmiðjunni í Helguvík. Hann nefnir fyrst að ákveðið hafi verið að hafa tvo ljósbogaofna í stað eins stórs eins og er í Helguvík. Ofnarnir eru að mati PCC af þeirri stærð sem reynst hefur best. Þekkt sé í þessum iðnaði að eftir því sem ofnarnir eru stærri þeim mun erfiðara sé að hafa stjórn á hitanum og reksturinn verði óstöðugri.

Einnig er notuð önnur rafskautatækni. PCC kaupir rafskautin tilbúin og bakar þau áfram í rafmagnsofnum þannig að þau breytast í grafít. Þessi tækni varð fyrir valinu þar sem hún gefur bestu niðurstöðu í rekstri, dregur úr orkunotkun og hefur minnstu umhverfisáhrifin. Til dæmis lágmarkar hún losun efna sem valda lykt við gangsetningu. Í Helguvík er notuð eldri og ódýrari tækni. Hráefnum í rafskautin í mokað í málmhólka sem bakast í ofnunum og verða þar að skautum.

Í kísilveri PCC á Bakka verða tveir minni ofnar í ...
Í kísilveri PCC á Bakka verða tveir minni ofnar í stað eins líkt og er í verinu í Helguvík. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þriðja atriðið er reykháfur sem hægt er að nota í neyðartilvikum og tryggir að rykið fer hærra og dreifist meira.

Lyktarákvæði í starfsleyfi

Hafsteinn segir einnig að það auki öryggi verksmiðjunnar að öll hönnun og tækni komi frá sama fyrirtækinu, þýska félaginu SMS, sem hafi langa reynslu af slíkum verkefnum. SMS sér um alla verkþætti við byggingu verksmiðjunnar og ber jafnframt ábyrgð á að rekstur ofna hennar verði í samræmi við starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun hefur lagt mikla vinnu í undirbúning starfsleyfis fyrir kísilver PCC en leyfið var nýlega gefið út. Einar Halldórsson, verkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, telur að meiri vinna hafi verið lögð í þetta starfsleyfi en nokkurt annað hér á landi.

Reynslan úr Helguvík hefur nýst við þessa vinnu. Einar segir að sett hafi verið nýtt skilyrði í starfsleyfið, svokallað lyktarákvæði. Hægt sé að skrá strax frávik frá starfsleyfi ef lykt finnst frá verksmiðjunni.

Innlent »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

Ungi hælisleitandinn farinn úr landi

18:15 Átján ára pilturinn sem ráðist var á í íþróttahúsi Litla-Hrauns í síðasta mánuði hefur verið sendur úr landi.  Meira »

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

18:03 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag mann af ákæru um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa á vormánuðum 2015 ráðist á annan mann Meira »

„Ósjálfráð viðbrögð að beygja frá“

17:54 „Sem betur fer fer ég til vinstri en ekki hægri. Ég beið eftir skellinum en þetta slapp fyrir horn,“ segir Gunnlaugur Helgason, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi. Meira »

Vantar 88 lögregluþjóna í Reykjavík

17:41 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir 88 lögregluþjóna vanta í Reykjavík til að fjöldi þeirra sé í samræmi við mannfjöldaaukningu svæðisins frá aldamótum. Meira »

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

16:46 „Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. Meira »

Flóð á Sæbraut

17:10 Það er erfitt að lýsa ástandinu sem var á Sæbraut undir brúnni á Miklubraut öðruvísi en að þar hafi verið flóð í morgun þegar vatnselgurinn var sem mestur. Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu sitt besta til að losa um stíflur í niðurföllum og ökumenn þurftu að sýna þolinmæði á meðan. Meira »

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

16:20 „Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »

Bifreið elti barn á heimleið

15:31 Foreldrar barna í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa fengið tölvupóst frá skólayfirvöldum þar sem greint er frá því að bifreið hafi elt stúlku, sem er nemandi við skólann, þegar hún var á leið heim til sín um kvöldmatarleytið í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Krefst sýknu að öllu leyti

15:02 Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag. Meira »

Læknar ánægðir með umskurðarfrumvarp

14:55 Rúmlega 400 íslenskir læknar lýsa yfir ánægju með frumvarp sem banna á umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Segja læknarnir málið ekki flókið, þó það hafi ýmsar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Meira »

„Við erum í góðum málum“

14:32 Vorið er komið á Siglufirði ef marka má fréttaritara mbl.is og bæjarstjórann í Fjallabyggð, Gunnar Birgisson. Hitastigið í bænum er rétt tæpar tíu gráður og þar bærist vart hár á höfði. Meira »

Stálu 600 tölvum - þrír í haldi

14:57 Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Meira »

Forsendur kjarasamninga brostnar

14:35 Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

14:23 Veðrinu hefur slotað og ófanflóðahætta sem skapaðist yfir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð er talin liðin hjá að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Vegurinn er því opinn. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 23/7, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...