Valsmenn klofnir í herðar niður

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á byggingarsvæðinu.
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á byggingarsvæðinu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Alvarlegur klofningur er kominn upp meðal hluthafa í félaginu Valsmenn hf. Félagið var stofnað um verðmætar eignir á Hlíðarenda en því var ætlað að standa vörð um eignirnar með hagsmuni Knattspyrnufélagsins Vals að leiðarljósi.

Klofningurinn kom fram í kjölfar þess að tilraun var gerð til þess að láta sjálfseignarstofnunina Hlíðarenda ses. kaupa allt hlutafé Valsmanna af þeim sem lagt höfðu fé í félagið árið 1999. Kom þá fram að minnihluti hluthafa sætti sig ekki við að fá greitt fyrir hlutina á genginu 5 en það hefði tryggt mönnum hlutafjárframlag sitt verðbætt til baka.

Í þeirri viðleitni að leysa ágreininginn lagði hópur þjóðþekktra Valsmanna söluandvirði sinna hluta í nýtt félag sem síðan keypti fyrrnefnda hluti á þreföldu því verði sem flestir höfðu sæst á. Þannig leystu þeir um 10% hlutafjár félagsins til sín fyrir ríflega 90 milljónir króna, að því er fram kemur í umfjöllun um ágreining Valsmanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert