Flestir deyja úr sjúkdómum í blóðrásarkerfi

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Á árunum 1996–2015 voru um 37% dauðsfalla vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi, 29% vegna æxla, 7% vegna sjúkdóma í taugakerfi og skynfærum, 9% vegna sjúkdóma í öndunarfærum og 6% vegna ytri orsaka.

Aldursdreifing dánarorsaka sýnir að ytri orsakir eru algengastar fram að 35 ára aldri, æxli hjá 35–79 ára og sjúkdómar í blóðrásarkerfi hjá einstaklingum 80 ára og eldri. Almennt hafa þó ekki orðið teljandi breytingar á dánartíðni eftir helstu flokkum dánarmeina á tímabilinu 1996–2015. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti í dag.

Tölur um dánarmein byggjast á dánarvottorðum allra sem létust á tímabilinu og áttu lögheimili á Íslandi við andlát.


Hlutfallslega færri deyja úr blóðrásarsjúkdómum 

Hlutfall þeirra sem deyja nú úr blóðrásarsjúkdómum (til dæmis blóðþurrð í hjarta, heilaæðasjúkdómum og bráðu hjartavöðvafleygdrepi) hefur lækkað, var 40% á árunum 1996–2005 en 34% á árunum 2006–2015.

Dauðsföll eru algengust í aldurshópnum 65 ára og eldri (nærri 80% allra dauðsfalla) og nær helmingur allra dauðsfalla er hjá 80 ára og eldri (um 47%). Þetta helst í hendur við þá staðreynd að sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum (til dæmis Alzheimerssjúkdómur og Parkinsonveiki), sem eru líklegri til að hrjá eldra fólk, voru þriðji stærsti flokkur dánarmeina hér á landi árin 2006–2015, eða meira en 8% allra dauðsfalla.

Tíðni dánarmeina vegna æxla (til dæmis illkynja æxli í barka, berkju og lunga), sjúkdóma í öndunarfærum og ytri orsaka breyttist lítið milli tímabilanna 1996–2005 og 2006–2015. Árin 2006–2015 voru 29% dánarmeina vegna æxla, 8% vegna sjúkdóma í öndunarfærum og 6% vegna ytri orsaka veikinda og dauða sem er algengasta dánarorsök yngstu aldurshópanna.

Hlutfall ótímabærra dauðsfalla fór úr 9% á tímabilinu 1996–2005 í 7% árin 2006–2015. Ótímabær dauðsföll eru andlát sem hefði mátt komast hjá með viðeigandi meðferð eða forvörnum.

Ytri orsakir líklegasta dánarmein yngsta hópsins

Æxli er algengasta dánarmein hjá 35–79 ára, en fram til 34 ára aldurs eru ytri orsakir líklegasta dánarmeinið. Í elsta hópnum (80 ára og eldri) eru blóðsjúkdómar algengasta dánarorsökin. 

Dánartíðni karla og kvenna vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi er svipuð hjá 80 ára og eldri (um 43%), en dánartíðni karla er meira en tvöfalt hærri en kvenna í aldurshópnum 50–64 ára, 27% á móti 12%. Hins vegar eru æxli líklegri til að valda andláti kvenna en karla, sérstaklega í aldurshópnum 50–64 ára (60% á móti 43%) og í aldurshópnum 35–49 ára (54% á móti 40%). Dauðsföll karla vegna ytri orsaka (54%) eru tíðari en dauðsföll kvenna (23%) í aldurshópnum 35–49 ára.

Hér er hægt að lesa nánar á vef Hagstofu Íslands

mbl.is

Innlent »

Með fleiri hæðarmetra í farteskinu nú

22:45 „Ég er búin að vera að hlaupa markvisst í um 20 ár og keppa aðallega í götuhlaupum. Ég hef alltaf aðeins tekið utanvegahlaup með en hef verið að gera meira af því undanfarin tvö til fjögur ár,“ segir Rannveig Oddsdóttir. Hún náði besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Laugavegshlaupinu í gær. Meira »

„Mjög mosavaxið á þessari leið“

21:30 Lögreglan á Suðurlandi hefur unnið að því í dag að koma bílum sem óku utan vegar og festu sig, í grennd við fjallið Loðmund norðan Kerlingarfjalla, upp úr drullunni og af svæðinu. Formaður umhverfisnefndar 4x4-klúbbsins segir mikinn mosa á þessu svæði og að sár eftir utanvegaakstur séu áberandi. Meira »

Stoppuð upp á Hlemmi?

21:30 Komin á níræðisaldur stendur Fjóla Magnúsdóttir vaktina daglega í Antikhúsinu við Skólavörðustíg og býr sig nú undir að flytja aftur í Þverholtið, þar sem hún opnaði búðina fyrst árið 1988. Hún segir áhuga á antík minni en áður var en engin ástæða sé þó til að örvænta. Meira »

Salerni karla og kvenna skuli aðgreind

21:20 Áform mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar um að koma upp ókyngreindum salernum fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum borgarinnar brjóta gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Meira »

Hæstánægð með Landsmótið

20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »

Frakkar á Ingólfstorgi sáttir við sína

18:17 „Ég hélt að leikurinn yrði auðveldari því við höfum reynslu af úrslitaleikjum,“ sagði George sem staddur var á Ingólfstorgi og fylgdist með Frökkum landa heimsmeistaratitli í knattspyrnu. Meira »

Tilkynnt um flík í sjónum

18:08 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, eftir að tilkynning barst um að þar væri flík í sjónum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist vera sem um blautgalla sé að ræða. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

17:35 Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

16:50 „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Meira »

Úrvalsstemning á Ingólfstorgi

15:55 Stuðningsmenn Frakka, Króata og aðrir áhugamenn um fótbolta eru samankomnir á HM-torginu á Ingólfstorgi og þar var stemningin mikil, enda úrslitaleikur HM í Rússlandi í fullum gangi og leikurinn líflegur framan af. Meira »

Rannsókn lokið á vettvangi

13:34 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið við rannsókn á vettvangi sumarbústaðarins í Grímsnesi þar sem eldur kom upp í nótt. Rannsókninni er þó ekki lokið og er lögregla ekki tilbúin að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Aftur í örmum skírnarvottsins

11:06 Þegar George Valdimar Tiedemann, sem er íslenskur í móðurættina, mætti í aldarafmæli gamals hermanns, Vincents Hermansons, á dögunum bjóst hann ekki við að enda í fanginu á afmælisbarninu. En það gerðist samt. Meira »

Eldur í sumarbústað á Suðurlandi

10:28 Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í nótt eftir að upp kom eldur í sumarbústað á Suðurlandi. Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu segir að útkallið hafi borist slökkviliði rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Meira »

Hæsti hiti ársins í Reykjavík

09:19 Hitinn í Reykjavík mældist klukkan átta í morgun 14,2 gráður. Um er að ræða hæsta hita ársins í höfuðborginni, en áður hafði hann hæstur orðið 13,4 stig. Meira »

Mun loks fara að sjást til sólar

08:16 Búast má við vindi úr austan- og norðaustanátt í dag, allt að 8-15 metrum á sekúndu, en hvassast verður syðst. Víða verður dálítil væta framan af morgni, en stytta mun fljótlega upp sunnan- og austanlands. Meira »

Handteknir grunaðir um þjófnað

07:08 Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Eru mennirnir grunaðir um þjófnað úr verslunum og hafa verið vistaðir í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Kvíði fylgir samfélagsmiðlum

í gær „Þetta er samt enginn dans á rósum, við erum oft að vinna í 12 tíma á dag, sofum lítið, alltaf með kvíða því við verðum að klára auglýsingar en við þurfum samt að muna að vlogga. Það fylgir þessu mikill kvíði. Ég held að fólk vanmeti kvíðann sem fylgir samfélagsmiðlum.“ Meira »

BBC fjallar um íslenskar kirkjur

í gær Hönnunarvefur breska ríkisútvarpsins, BBC Designed, birti í gær grein sem fjallar um íslenskar kirkjur og hönnun þeirra. Greinarhöfundi þykja margar íslenskar kirkjur óvenjulegar og segir sumar þeirra helst minna á bústaði huldufólks. Meira »
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...