Munar um álið í sprittkertunum

Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson (t.h.) tekur hér við við plakati ...
Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson (t.h.) tekur hér við við plakati um átakið af Pétri Blöndal, framkvæmdastjóra Samál, í tengslum við átakið. mbl.is/Hari

Um þrjár milljónir sprittkerta eru brenndar hér á landi árlega, en álbikar utan um þrjú sprittkerti dugar til framleiðslu á einni drykkjardós úr áli. Úr þúsund slíkum bikurum má framleiða eitt reiðhjól að sögn Péturs Blöndals, framkvæmdastjóra Samáls. Hrint hefur verið af stokkunum sérstöku endurvinnsluátaki á álinu í sprittkertum.

Átakið mun standa út janúarmánuð og komið hefur verið fyrir sérstökum endurvinnslutunnum fyrir álbikarana á 90 endurvinnslu- og móttökustöðvum um land allt og þá má einnig setja álið í grænu tunnurnar frá Íslenska gámafélaginu og Gámaþjónustunni. Fólk er þó beðið um að fjarlægja vaxið og plötuna með kveiknum úr sprittkertinu, enda skipir máli varðandi allar vörur sem eru endurunnar að þær séu sem hreinlegastar þegar þær fara til endurvinnslu.

Að átakinu standa Sorpa, Endurvinnslan, Gámaþjónustan, Íslenska gámafélagið, Fura, Málmsteypan Hella og Plastiðjan Bjarg ásamt Samáli og Samtökum iðnaðarins og segir Pétur því vera ætlað að vekja almenning til vitundar um mikilvægi flokkunar og endurvinnslu þess áls sem fellur til í almennum heimilisrekstri og hjá fyrirtækjum.

Sprittkerti í jólakransi. Með endurvinnslu á þremur álbikarum í þessum ...
Sprittkerti í jólakransi. Með endurvinnslu á þremur álbikarum í þessum kransi má búa til drykkjardós úr áli. mbl.is/Árni Sæberg

Hugsar heimilisreksturinn í víðara samhengi

„Miðað við kertanotkun á Norðurlöndunum, sem er með því mesta í heiminum, má reikna út að sprittkertanotkun hér á landi telji um þrjár milljónir sprittkerta á ári,“ segir Pétur. „Til að setja það í samhengi þá duga þrjú sprittkerti til að búa til drykkjardós úr áli og þúsund sprittkerti til þess að búa til reiðhjól svo við getum hjólað í vinnuna, þannig að það munar um söfnun á sprittkertum.“

Hann segir vissulega mega skila álbikurunum í málmagáminn hjá Sorpu, en ekki allir hafi áttað sig á því eða mikilvægi þess að endurvinna líka slíka smáhluti.

„Það er reynsla nágrannaþjóða okkar Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Írlands, þar sem ráðist hefur verið í átak af þessum toga að það fær fólk til að kveikja á perunni og það áttar sig þá á að það þarf líka að endurvinna þessa hluti. Fólk fer í kjölfarið að hugsa heimilisreksturinn í víðara samhengi og áttar sig á því að fleira sem fellur til á heimilinu eins og álpappír og álbakkar eru líka úr áli sem má endurvinna.“

Pétur segir muna um endurvinnslu á álinu í þessum vörum þar sem að ál sé búið þeim eiginleikum það það megi endurvinna margoft án þess að það tapi sínum upprunalegum gæðum. 

Þarf 95% minni orku í endurvinnsluna

Hann bendir á að við endurvinnslu áls þurfi líka ekki nema 5% af orkunni sem fór í upprunalegu vinnsluna. „Þannig að þetta dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, auk þess skapar það verðmæti fyrir endurvinnslur að fá þennan málm inn til sín.“

Álbikararnir sem safnast í átakinu fara ekki úr landi, heldur fara þeir í framleiðslu hér á landi hjá Málmsteypunni Hellu og segir Pétur margar hugmyndir uppi um hvernig álið verði nýtt.

„Þetta er tilraunaverkefni þannig að við rennum blint í sjóinn, en þetta er bylgjuhreyfing í samfélaginu. Fólk vill endurvinna og gera heiminum gott með því að draga úr sóunn, þannig að ég held að fólk bíði eftir frekari tækifærum til að leggja gott til málanna.“

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir muna um endurvinnslu þeirra álmuna ...
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir muna um endurvinnslu þeirra álmuna sem til falla á heimilinu. mbl.is/Golli
mbl.is

Innlent »

Gurrí kveður niður garðyrkjumýtur

12:56 Guðríður Helgadóttir eða Gurrí garðyrkjufræðingur kom með fangið fullt af heimaræktuðum tómötum í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar, þáttastjórnendum til mikillar gleði. Meira »

Orkumál Íslands ekki mál ESB

12:46 „Þegar að um svona mál er að ræða þá á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til þess að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.“ Meira »

Hættur leynast í lokuðum rýmum á háhitasvæði

12:36 „Það þarf að minna fólk á hætturnar sem felast í því að vinna í lokuðum rýmum á háhitasvæði. Það eru mörg svæði á landinu sem ferðamenn skoða og allir þurfa að vera meðvitaðir um mögulegar hættur,“ segir Kristinn Tómasson sviðsstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »

Svaraði rétt og vann utanlandsferð

12:29 Vinningurinn í hinni vikulegu spurningakeppni var ekki af verri endanum í dag en vinningshafinn Laufey Karlsdóttir vann sér inn flugferð fyrir tvo til Kanaríeyja í boði ferðaskrifstofunnar Vita. Meira »

Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un?

12:01 Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un? Ef þú viltu fræðast frekar geturðu horft og hlustað beint á erindi Andra Steinþórs Björns­sonar sál­fræðings sem fjall­ar um áhrif hugs­ana um eigið út­lit á líðan ung­menna hátíðarsal Há­skóla Íslands í dag kl. 12. Meira »

Íbúðaskipti eru góð sparnaðarleið

11:59 Snæfríður Ingadóttir hefur gaman af því að ferðast. Þar sem hún á stóra fjölskyldu sparar hún stórfé með því að fá skiptast á húsnæði við fólkið sem býr í þar sem hún er hverju sinni. Fólkið sem á íbúðina sem hún fær lánaða býr þá í hennar húsnæði hér á landi á meðan og allir spara. Meira »

Samskiptavandi getur orðið að einelti

11:52 Tæplega 30 prósent starfsmanna borgarinnar hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í garð samstarfsfélaga. Í langflestum tilfellum, eða um 50 prósent, var um að ræða fordóma í garð fólks af erlendum uppruna. Meira »

Mál Hauks í algerum forgangi

11:56 Mál Hauks Hilmarssonar var sett í algeran forgang í utanríkisráðuneytinu eftir að formleg beiðni barst frá fjölskyldu hans 7. mars og hefur verið unnið að því í ráðuneytinu að reyna að varpa ljósi á málið síðan. Meira »

Ekki vitað hvernig þvottabjörninn barst til landsins

11:48 Matvælastofnun hefur sent þvottabjörn, sem fannst við Hafnir á Reykjanesi í byrjun vikunnar, í sýnatöku og krufningu til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Meira »

Laus úr haldi vegna hnífsárásar

11:23 Landsréttur felldi á þriðjudaginn úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa ætlað að stinga sambýliskonu og barnsmóður sína með hníf fyrir um tveimur vikum Meira »

„Er eitthvað að óttast við faglegt mat?“

11:18 Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í morgun að ástæða væri til að fagna stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins í málum er varða Landspítalann. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort ríkisstjórnin væri einhuga í málinu. Meira »

Æ, er hún ekki alltaf svo glöð?“

11:13 Að vera besta útgáfan af sjálfum sér er setning sem komið hefur margoft upp í samtölum okkar þáttastjórnanda morgunþáttarins Ísland vaknar að undanförnu. Meira »

Drengir yngri en 11 ára horfa á klám

11:11 Íslenskir drengir eiga Norðurlandamet í klámáhorfi og meðalaldur íslenskra drengja er 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Margir eru því mun yngri en 11 ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Þetta kom fram í erindi Kolbrúnar Hrundar Sigurgeirsdóttur, verkefnastjóra jafnréttismála. Meira »

Segir hugmyndir Eyþórs galnar

10:36 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir hugmyndir frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um varðandi Keldnahverfi óraunsæjar og skorta framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Meira »

Kæra innflutning landbúnaðaráhalda

10:31 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meint brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Í tilvikinu sem um ræðir voru flutt inn notuð landbúnaðaráhöld frá Danmörku og þau afhent kaupanda án tollafgreiðslu, samkvæmt fréttatilkynningu frá Matvælastofnun. Meira »

Komið til móts við gagnrýni

10:57 Til stendur að fara yfir gagnrýni sem komið hefur fram á reglugerð um útlendingamál sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undirritaði á dögunun og kanna hvernig hægt verður að koma til móts við hana. Meira »

Aðalmeðferð í næsta mánuði

10:34 Aðalmeðferð í máli karlmannsins, sem er grunaður um að hafa tælt 18 ára dreng til sam­ræðis í nokk­ur skipti eft­ir að hafa gefið hon­um mikið magn lyfja í um viku­tíma, hefst föstudaginn 13. apríl fyrir héraðsdómi Reykjaness. Meira »

Hvaða samfélagsmiðlatýpa ertu?

10:26 Í morgunspjalli dagsins í morgunþættinum Ísland vaknar var talað um allt mögulegt, eins og venjulega.  Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermál...
 
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...