Munar um álið í sprittkertunum

Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson (t.h.) tekur hér við við plakati ...
Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson (t.h.) tekur hér við við plakati um átakið af Pétri Blöndal, framkvæmdastjóra Samál, í tengslum við átakið. mbl.is/Hari

Um þrjár milljónir sprittkerta eru brenndar hér á landi árlega, en álbikar utan um þrjú sprittkerti dugar til framleiðslu á einni drykkjardós úr áli. Úr þúsund slíkum bikurum má framleiða eitt reiðhjól að sögn Péturs Blöndals, framkvæmdastjóra Samáls. Hrint hefur verið af stokkunum sérstöku endurvinnsluátaki á álinu í sprittkertum.

Átakið mun standa út janúarmánuð og komið hefur verið fyrir sérstökum endurvinnslutunnum fyrir álbikarana á 90 endurvinnslu- og móttökustöðvum um land allt og þá má einnig setja álið í grænu tunnurnar frá Íslenska gámafélaginu og Gámaþjónustunni. Fólk er þó beðið um að fjarlægja vaxið og plötuna með kveiknum úr sprittkertinu, enda skipir máli varðandi allar vörur sem eru endurunnar að þær séu sem hreinlegastar þegar þær fara til endurvinnslu.

Að átakinu standa Sorpa, Endurvinnslan, Gámaþjónustan, Íslenska gámafélagið, Fura, Málmsteypan Hella og Plastiðjan Bjarg ásamt Samáli og Samtökum iðnaðarins og segir Pétur því vera ætlað að vekja almenning til vitundar um mikilvægi flokkunar og endurvinnslu þess áls sem fellur til í almennum heimilisrekstri og hjá fyrirtækjum.

Sprittkerti í jólakransi. Með endurvinnslu á þremur álbikarum í þessum ...
Sprittkerti í jólakransi. Með endurvinnslu á þremur álbikarum í þessum kransi má búa til drykkjardós úr áli. mbl.is/Árni Sæberg

Hugsar heimilisreksturinn í víðara samhengi

„Miðað við kertanotkun á Norðurlöndunum, sem er með því mesta í heiminum, má reikna út að sprittkertanotkun hér á landi telji um þrjár milljónir sprittkerta á ári,“ segir Pétur. „Til að setja það í samhengi þá duga þrjú sprittkerti til að búa til drykkjardós úr áli og þúsund sprittkerti til þess að búa til reiðhjól svo við getum hjólað í vinnuna, þannig að það munar um söfnun á sprittkertum.“

Hann segir vissulega mega skila álbikurunum í málmagáminn hjá Sorpu, en ekki allir hafi áttað sig á því eða mikilvægi þess að endurvinna líka slíka smáhluti.

„Það er reynsla nágrannaþjóða okkar Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Írlands, þar sem ráðist hefur verið í átak af þessum toga að það fær fólk til að kveikja á perunni og það áttar sig þá á að það þarf líka að endurvinna þessa hluti. Fólk fer í kjölfarið að hugsa heimilisreksturinn í víðara samhengi og áttar sig á því að fleira sem fellur til á heimilinu eins og álpappír og álbakkar eru líka úr áli sem má endurvinna.“

Pétur segir muna um endurvinnslu á álinu í þessum vörum þar sem að ál sé búið þeim eiginleikum það það megi endurvinna margoft án þess að það tapi sínum upprunalegum gæðum. 

Þarf 95% minni orku í endurvinnsluna

Hann bendir á að við endurvinnslu áls þurfi líka ekki nema 5% af orkunni sem fór í upprunalegu vinnsluna. „Þannig að þetta dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, auk þess skapar það verðmæti fyrir endurvinnslur að fá þennan málm inn til sín.“

Álbikararnir sem safnast í átakinu fara ekki úr landi, heldur fara þeir í framleiðslu hér á landi hjá Málmsteypunni Hellu og segir Pétur margar hugmyndir uppi um hvernig álið verði nýtt.

„Þetta er tilraunaverkefni þannig að við rennum blint í sjóinn, en þetta er bylgjuhreyfing í samfélaginu. Fólk vill endurvinna og gera heiminum gott með því að draga úr sóunn, þannig að ég held að fólk bíði eftir frekari tækifærum til að leggja gott til málanna.“

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir muna um endurvinnslu þeirra álmuna ...
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir muna um endurvinnslu þeirra álmuna sem til falla á heimilinu. mbl.is/Golli
mbl.is

Innlent »

Berlínar- og rauðvínsmaraþon

22:08 Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið átta maraþon um ævina en fyrsta hlaupið fór hann 42 ára, er hann vildi hlaupa einn kílómetra fyrir hvert aldursár. Um síðustu helgi kláraði hann Berlínarmaraþonið og helgina þar áður kláraði hann rauðvínsmaraþon í Frakklandi. Meira »

Mál forstjórans einnig til skoðunar

21:59 Stjórnarformaður OR vonast til þess að óháð úttekt á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins verði til þess að þar á verði hægt að gera breytingar til batnaðar. Aðkoma Bjarna Bjarnasonar forstjóra að ráðningu Bjarna Más Júlíussonar er meðal þess sem tekið verður til skoðunar. Meira »

Öryggi starfsmanna ekki tryggt við Safnahúsið

21:31 Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað við Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Öll vinna var því bönnuð á vinnupöllum. Meira »

Stjórn OR féllst á ósk Bjarna

21:25 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í kvöld að fallast ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra að stíga til hliðar meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. Meira »

Segir að fyrirkomulagið virki ekki

20:54 Heilbrigðisráðherra segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna sýni að fyrirkomulagið við að hafna umsóknum virkar ekki. Meira »

Tilraunakennd kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

20:36 Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst þann 25.september. Meira »

Bræla alla heimsiglinguna

20:18 „Makríllinn hefur stækkað eftir því sem liðið hefur á sumarið og fiskurinn í fyrsta holinu okkar var að jafnaði rúmlega 500 gramma þungur. Síðan lækkaði meðalvigtin örlítið og annar afli var fiskur rétt undir 500 grömmum að jafnaði.“ Meira »

Stjórnarfundur OR hafinn

20:16 Stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur í höfuðstöðvum fyrirtækisins er hafinn. Þar mun stjórnin fara yfir ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að stíga tímabundið til hliðar, en Bjarni situr sjálfur fundinn á meðan erindi hans er tekið fyrir. Meira »

Lögreglan leitar tveggja drengja

20:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að tveimur piltum, 7 og 8 ára, þeim Stefáni Sölva og Ísak Helga. Drengirnir fóru frá Háteigsskóla klukkan 15 í dag, en síðast er vitað af þeim þar. Meira »

Frímúrarar taka kjólfötin með

19:37 „Ísrael er upplifun. Sagan opnast svo auðvelt verður að skapa í huganum myndir af þeim atburðum sem gerðust fyrir um tvö þúsund árum og segir frá í Biblíunni. Fólkið sem ég fer með núna er búið að setja sig vel inn í málin; lesa og sækja fyrirlestra. Það er skemmtilegt að ferðast með slíku fólki.“ Meira »

Berst gegn framsali til Póllands

19:35 Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að framselja meintan höfuðpaur í hinu svokallaða Euro Market-máli til Póllands.  Meira »

Samkomulag ríkis og borgar brotið

19:19 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að samkomulag ríkis og borgar frá 2013 hafi verið brotið í dag þegar flogið var með utanríkisráðherra og nokkra þingmenn í utanríkismálanefnd um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman. Meira »

Allir þurfa að þekkja sín sköp

18:56 „Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem umlykur kynhegðun. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti,“ segja höfundar bókarinnar Gleðin að neðan. Meira »

Komast ekki á legudeildir

18:01 „Álagið felst í því að það eru margir sjúklingar sem hafa lokið fyrstu meðferð á bráðamóttöku en komast ekki til innlagnar á sérhæfðum legudeildum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Meira »

Vogabyggð tekur á sig mynd

18:00 Mikill gangur er kominn á uppbyggingu í Vogabyggð þar sem fram fer umfangsmikil enduruppbygging, fyrsta húsið við Trilluvog er farið að rísa og áætluð verklok á því eru í júlí á næsta ári. Alls er áætlað að íbúðir á svæðinu verði á bilinu 1.100 til 1.300. Meira »

„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

17:50 Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una. Meira »

Tóku fyrstu skóflustungurnar

17:31 Fyrstu skóflustungur að nýjum háskólagörðum HR voru teknar í dag við Nauthólsveg, gegnt Reykjavik Natura.  Meira »

Leiguverð hækkar en íbúðaverð lækkar

17:03 Vísitala leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækkun leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Meira »

Rannsóknarlögregla ríkisins snúi aftur

16:46 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði það til á Alþingi að embætti rannsóknarlögreglu ríkisins verði endurreist en það var lagt niður árið 1997 þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
EZ Detect skimpróf fyrir ristilkrabbameini
Eftir hægðir er Ez Detect prófblað sett í salernið. Ef ósýnilegt blóð er ti...