Tekjur aukast en skuldir hækka

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Í nótt var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt af meirihluta borgarstjórnar. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að svigrúmi, sem hafi myndast í fyrra og sé til staðar í ár varðandi rekstur borgarinnar, sé varið í aukin framlög til leik- og grunnskóla, auk húsnæðismála og velferðarþjónustu. Tekjur borgarinnar aukast talsvert, en auk þess munu skuldir A-hluta borgarinnar hækka um 7,6 milljarða milli ára.

Miklar framkvæmdir fram undan

Kemur fram að stærstu verkefnin séu nú í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug muni rísa. Þá verði byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús í Breiðholti á næstu árum. Einnig að aukin framlög fari til viðhalds á húsnæði og öðrum eignum borgarinnar árið 2018 og til næstu ára.

Kostnaðarsamasti málaflokkur borgarinnar er skóla- og frístundasvið, en kostnaður borgarinnar vegna hans er 47,8 milljarðar á næsta ári og hækkar um tæpa tvo milljarða miðað við útkomuspána. Þá er gert ráð fyrir að verja 22,5 milljörðum í velferðarsvið, en á þessu ári er áætlað að kostnaðurinn verði 21,8 milljarðar. Áætlað er að verja 7,7 milljörðum í íþrótta- og tómstundasvið.

Tekjur aukast talsvert milli ára sem og útgjöld

Gert er ráð fyrir að tekjur Reykjavíkurborgar aukist um 5,7% miðað við útkomuspá 2017 og verði samtals 116,9 milljarðar miðað við 109,8 milljarða í ár, en mesta hækkunin er í formi hærri skatttekna sem gert er ráð fyrir að verði 90,8 milljarðar í stað 83 milljarða á þessu ári.

Þá er gert ráð fyrir að laun og launatengd gjöld hækki um tæplega 5 milljarða milli ára og verði 76,3 milljarðar. Nemur hækkunin 6,7% frá útkomuspá þessa árs. Annar rekstrarkostnaður hækkar einnig og nemur á áætlun 2018 55,3 milljörðum í stað 50 í útkomuspánni. Á móti er breyting vegna lífeyrisskuldbindinga mun lægri en í útkomuspánni. 5,4 milljarðar á næsta ári á móti 11 milljörðum á þessu ári.

Skuldir hækka um 7,6 milljarða

Áformað er að samstæða A- og B-hluta borgarinnar skili 17,1 milljarðs rekstrarhagnaði á næsta ári, en í ár gerir útkomuspáin ráð fyrir að afgangurinn sé 28 milljarðar.

Skuldir A-hluta borgarinnar eru samkvæmt útkomuspá um 100 milljarðar. Gert er ráð fyrir að þær verði um 107,6 milljarðar á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætluninni.

Skuldir á hvern íbúa rúmlega 2 milljónir

Þegar rekstrartölur borgarinnar eru skoðaðar á hvern íbúa má sjá að áætlað er að tekjur í formi skatttekna og frá jöfnunarsjóði nema 788 þúsund krónum á næsta ári samanborið við 727 þúsund á þessu ári. Þá hækka þjónustutekjur lítillega, úr 630 þúsund í 639 þúsund. Rekstrargjöld og fjármagnsliðir nema hins vegar 1.322 þúsund krónum á hvern íbúa. Skuldbindingar eru 362 þúsund á hvern íbúa og skuldir rúmlega 2 milljónir.

Íbúafjöldi í Reykjavík er í ár 123.923 samkvæmt fjárhagsáætluninni en verður 124.509 á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gurrí kveður niður garðyrkjumýtur

12:56 Guðríður Helgadóttir eða Gurrí garðyrkjufræðingur kom með fangið fullt af heimaræktuðum tómötum í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar, þáttastjórnendum til mikillar gleði. Meira »

Orkumál Íslands ekki mál ESB

12:46 „Þegar að um svona mál er að ræða þá á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til þess að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.“ Meira »

Hættur leynast í lokuðum rýmum á háhitasvæði

12:36 „Það þarf að minna fólk á hætturnar sem felast í því að vinna í lokuðum rýmum á háhitasvæði. Það eru mörg svæði á landinu sem ferðamenn skoða og allir þurfa að vera meðvitaðir um mögulegar hættur,“ segir Kristinn Tómasson sviðsstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »

Svaraði rétt og vann utanlandsferð

12:29 Vinningurinn í hinni vikulegu spurningakeppni var ekki af verri endanum í dag en vinningshafinn Laufey Karlsdóttir vann sér inn flugferð fyrir tvo til Kanaríeyja í boði ferðaskrifstofunnar Vita. Meira »

Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un?

12:01 Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un? Ef þú viltu fræðast frekar geturðu horft og hlustað beint á erindi Andra Steinþórs Björns­sonar sál­fræðings sem fjall­ar um áhrif hugs­ana um eigið út­lit á líðan ung­menna hátíðarsal Há­skóla Íslands í dag kl. 12. Meira »

Íbúðaskipti eru góð sparnaðarleið

11:59 Snæfríður Ingadóttir hefur gaman af því að ferðast. Þar sem hún á stóra fjölskyldu sparar hún stórfé með því að fá skiptast á húsnæði við fólkið sem býr í þar sem hún er hverju sinni. Fólkið sem á íbúðina sem hún fær lánaða býr þá í hennar húsnæði hér á landi á meðan og allir spara. Meira »

Samskiptavandi getur orðið að einelti

11:52 Tæplega 30 prósent starfsmanna borgarinnar hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í garð samstarfsfélaga. Í langflestum tilfellum, eða um 50 prósent, var um að ræða fordóma í garð fólks af erlendum uppruna. Meira »

Mál Hauks í algerum forgangi

11:56 Mál Hauks Hilmarssonar var sett í algeran forgang í utanríkisráðuneytinu eftir að formleg beiðni barst frá fjölskyldu hans 7. mars og hefur verið unnið að því í ráðuneytinu að reyna að varpa ljósi á málið síðan. Meira »

Ekki vitað hvernig þvottabjörninn barst til landsins

11:48 Matvælastofnun hefur sent þvottabjörn, sem fannst við Hafnir á Reykjanesi í byrjun vikunnar, í sýnatöku og krufningu til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Meira »

Laus úr haldi vegna hnífsárásar

11:23 Landsréttur felldi á þriðjudaginn úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa ætlað að stinga sambýliskonu og barnsmóður sína með hníf fyrir um tveimur vikum Meira »

„Er eitthvað að óttast við faglegt mat?“

11:18 Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í morgun að ástæða væri til að fagna stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins í málum er varða Landspítalann. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort ríkisstjórnin væri einhuga í málinu. Meira »

Æ, er hún ekki alltaf svo glöð?“

11:13 Að vera besta útgáfan af sjálfum sér er setning sem komið hefur margoft upp í samtölum okkar þáttastjórnanda morgunþáttarins Ísland vaknar að undanförnu. Meira »

Drengir yngri en 11 ára horfa á klám

11:11 Íslenskir drengir eiga Norðurlandamet í klámáhorfi og meðalaldur íslenskra drengja er 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Margir eru því mun yngri en 11 ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Þetta kom fram í erindi Kolbrúnar Hrundar Sigurgeirsdóttur, verkefnastjóra jafnréttismála. Meira »

Segir hugmyndir Eyþórs galnar

10:36 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir hugmyndir frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um varðandi Keldnahverfi óraunsæjar og skorta framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Meira »

Kæra innflutning landbúnaðaráhalda

10:31 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meint brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Í tilvikinu sem um ræðir voru flutt inn notuð landbúnaðaráhöld frá Danmörku og þau afhent kaupanda án tollafgreiðslu, samkvæmt fréttatilkynningu frá Matvælastofnun. Meira »

Komið til móts við gagnrýni

10:57 Til stendur að fara yfir gagnrýni sem komið hefur fram á reglugerð um útlendingamál sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undirritaði á dögunun og kanna hvernig hægt verður að koma til móts við hana. Meira »

Aðalmeðferð í næsta mánuði

10:34 Aðalmeðferð í máli karlmannsins, sem er grunaður um að hafa tælt 18 ára dreng til sam­ræðis í nokk­ur skipti eft­ir að hafa gefið hon­um mikið magn lyfja í um viku­tíma, hefst föstudaginn 13. apríl fyrir héraðsdómi Reykjaness. Meira »

Hvaða samfélagsmiðlatýpa ertu?

10:26 Í morgunspjalli dagsins í morgunþættinum Ísland vaknar var talað um allt mögulegt, eins og venjulega.  Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...