Eldsvoði við höfnina á Ísafirði

Mikill reykur er á höfninni þar sem eldurinn kviknaði.
Mikill reykur er á höfninni þar sem eldurinn kviknaði. Skjáskot/Snerpa.is

Eldur kom upp í húsnæði Skipaþjónustu HG á Árnagötu 3 upp úr klukkan ellefu í kvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði vinnur nú að því að ráða niðurlögum eldsins. Svæðinu hefur verið lokað og hefur lögreglan á Ísafirði beðið fólk um að halda sig fjarri.

Slökkvibílar frá slökkviliðinu á Ísafirði og flugvellinum eru að störfum á vettvangi.

Um er að ræða gamalt verkstæðishús sem er notað sem verkstæði fyrir hraðfrystihúsið Gunnvöru í Hnífsdal, að sögn sjónarvotts sem mbl.is náði tali af.

Gaskútar eru geymdir í húsinu og því er verið að lágmarka fjölda manns á svæðinu vegna ótta við að kútarnir geti sprungið. 

Hægt er að fylgjast með aðstæðum við höfnina á vefmyndavél Snerpu, sjá hér

Eldurinn blossaði upp rétt eftir klukkan 23 í kvöld í …
Eldurinn blossaði upp rétt eftir klukkan 23 í kvöld í húsnæði Skipaþjónustu HG. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert