Áslaug, Páll og Óli stýri nefndum

Páll Magnússon.
Páll Magnússon. mbl.is/Hanna

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að gera tillögu um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Páll Magnússon verði formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar.

Tillagan kom frá stjórn þingflokks Sjálfstæðisflokksins og var hún lögð fram og samþykkt á fundi í gær.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einnig var ákveðið að gera tillögu um að Haraldur Benediktsson yrði fyrsti varaformaður fjárlaganefndar og Jón Gunnarsson fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar. Þar að auki var valið í mörg önnur nefndarsæti og embætti, að sögn Birgis Ármannssonar, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins.  

Kosið verður í nefndirnar á Alþingi í dag.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Óli Björn Kárason
mbl.is