Mótmælin til borgarráðs

Fyrirhugað fjölbýli við Furugerði.
Fyrirhugað fjölbýli við Furugerði. Teikning/Arkís

Íbúar við Furugerði í Reykjavík hafa stofnað aðgerðahóp og sent borgarráði Reykjavíkur og skipulagsfulltrúa borgarinnar bréf.

Það „varðar mótmæli íbúa við fyrirhugaðri byggingu fjölbýlishúsa við Furugerði 23“. Samkvæmt teikningum eiga að rísa allt að 37 íbúðir meðfram Bústaðavegi, sunnan við fjölbýlishús í Furugerði.

„Fyrirhugaðar byggingar loka algerlega fyrir útsýni, takmarka verulega birtu og auka mjög skuggavarp til þeirra húsa og garða sem næst eru, svo sem Furugerði 15-17, Furugerði 19-21, Espigerði 18-20, Espigerði 14-16 og hugsanlega fleiri húsa,“ segir í mótmælabréfinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert