Viss um að Guðlaugur ritaði ekki bréfið

Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda ...
Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda um hér­aðs­dóm­ara­emb­ætti. mbl.is/Golli

Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda um hér­aðs­dóm­ara­emb­ætti, er sannfærður um að Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, hafi ekki skrifað bréfið sem hann undirritaði og sendi dómsmálaráðherra og alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is í dag. 

Bréfið sendi hann í kjölfar skipunar sinnar í dag á átta héraðsdóm­urum sem tald­ir voru hæf­ast­ir sam­kvæmt mati dóm­nefnd­ar sem fjall­ar um hæfni um­sækj­enda um dóm­ara­embætti á grund­velli dóm­stóla­laga.

„Ég er nú eldri en tvævetur og það er ekki mjög algengt að ráðherra setjist niður og skrifi fjögurra síðna bréf, en hann auðvitað leggur meginlínurnar varðandi það,“ segir Jakob í samtali við mbl.is.

Í bréfinu veltir undirritaður því fyrir sér hvort ekki séu efni til að breyta regl­um um veit­ingu embætta dóm­ara gilda. Þá er sett fram ýmis gagnrýni á störf nefndarinnar.

„Að því er varðar gagnrýnina á nefndina virðist að sá sem skrifaði bréfið hafi ekki lesið mjög vandlega reglur 620 frá 2010 um starf dómnefndarinnar,“ segir Jakob og vísar í þá gagnrýni að nefndin hafi skilað mati sínu þremur mánuðum of seint.  

Aug­lýs­ing fyr­ir dóm­ara­stöðurn­ar var birt 1. sept­em­ber í fyrra og rann um­sókn­ar­frest­ur út 18. sept­em­ber. Dóm­nefnd átti að skila um­sögn sex vik­um síðar í síðasta lagi. „Nefnd­in skilaði hins veg­ar ekki um­sögn sinni fyrr en 22. des­em­ber 2017, eða rúm­um þrem­ur mánuðum eft­ir að um­sókn­ar­frest­ur rann út og aðeins þrem­ur virk­um dög­um áður en hinir nýju dóm­ar­ar áttu að taka til starfa,“ segir í bréfinu. 

Nefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október

„Nöfn umsækjendanna fékk starfsmaður nefndarinnar 12. október. Nefndin sjálf var ekki fullskipuð fyrr en 13. og það er á allra vitorði að það eru ekki 6 vikur frá 13. október til 30. október. Þetta stendur alveg skýrum stöfum í 9. grein reglnanna,“ segir Jakob.

Þá bendir hann á að í reglunum er sérstök heimild til að fara fram úr þessum sex vikna tíma. „Til dæmis ef umsækjendur eru mjög margir. Það var 41 umsækjandi, það þóttu mjög margir umsækjendur um landsréttarstöðuna, þeir voru held ég 32 eða 33,“ segir Jakob og bendir á að umsækjendur nú séu fleiri en nokkru sinni fyrr. 

Fulltrúi almennings nú þegar í nefndinni

Í bréfinu velt­ir sá sem það skrifar því einnig fyrir sér hvort það færi vel á því ef einn til tveir nefnd­ar­menn væru ekki lög­lærðir. Það myndi auka víðsýni og koma í veg fyr­ir klíku­mynd­un í vali á dóm­ara. Jakob segir að slíkt fyrirkomulag sé nú þegar í nefndinni.

„Ráðherra virðist ekki hafa áttað sig á því að það er einn fulltrúi almennings, kosinn af almenningi, með sama hætti og umboðsmaður Alþingis. Í nefndinni sitja fimm, tveir eru tilnefndir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélaginu og einn er kosinn á Alþingi. Hann getur verið löglærður og er það núna, en til dæmis í landsréttarmálinu var Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, fulltrúi Alþingis.“  

Jakob segir að augljóst sé að sá sem skrifaði bréfið hafi ekki sett sig mjög vel inn í hvernig reglurnar í raun og veru eru. Hann segir það hins vegar ekkert óeðlilegt að einhver annar en settur dómsmálaráðherra sjálfur skrifi bréfið. „En sá, sem væntanlega er löglærður, hefur ekki haft fyrir því að kynna sér hvernig reglurnar eru í raun og veru.“  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mjög hrakin og köld

07:36 Björgunarsveitarmenn voru að koma til göngufólksins sem óskaði eftir aðstoð á Fimmvörðuhálsi og er fólkið mjög kalt og hrakið. Fólkið er uppi á Morinsheiði og það örmagna að þau treysta sér ekki til þess að ganga sjálf. Beðið er eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Meira »

Ekkert ferðaveður

06:43 Búast má við hvassviðri eða stormi um landið austanvert fram yfir hádegi með snörpum vindhviðum við fjöll, víða yfir 30 m/s, en yfir 40 m/s á stöku stað. Ekkert ferðaveður fyrir bifreiðar sem taka á sig mikinn vind. Meira »

Þakplötur fuku á höfuðborgarsvæðinu

06:28 Björgunarsveitarfólk í Mosfellsbæ var kallað út um fjögur í nótt vegna þess að þakplötur voru farnar að fjúka af húsum í sveitarfélaginu. Um sex í morgun var björgunarsveitarfólk í Reykjavík einnig kallað út. Meira »

Bjarga fólki af Fimmvörðuhálsi

06:19 Björgunarsveitarfólk af Suðurlandi er komið upp á Fimmvörðuháls til þess að bjarga hröktu ferðafólki en mjög slæmt veður er á hálsinum og gengur á með slydduéljum. Björgunarsveitir voru kallaðar út um fjögur leytið eftir að tveir göngumenn höfðu samband af Fimmvörðuhálsi og óskuðu eftir aðstoð. Meira »

Lá í sætinu án öryggisbúnaðar

06:13 Lögreglan stöðvaði för bifreiðar á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg síðdegis í gær þar sem öryggisbúnaði var áfátt. Tæplega árs gamalt barn lá í aftursæti bifreiðarinnar án öryggisbúnaðar og sat móðir þess hjá barninu en faðirinn ók bifreiðinni. Meira »

Líkamsárásir og 12 fíkniefnamál

05:51 Lögreglan þurfti að hafa afskipti af tólf einstaklingum vegna vörslu fíkniefna í gærkvöldi og nótt í Laugardalnum. Eins nokkur líkamsárásarmál og önnur brot. Secret Solstice tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. Meira »

Taka nú rafrettur með í reikninginn

05:30 22,4% aðspurðra tíundubekkinga kváðust hafa notað rafrettur a.m.k. einu sinni síðastliðna þrjátíu daga.  Meira »

Íslenska liðið er komið til Rostov

05:30 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom til rússnesku borgarinnar Rostov-na-Donu síðdegis í gær eftir 50 mínútna flugferð frá Gelendzhik við Svartahaf. Í Rostov mætir íslenska liðið Króatíu í lokaumferð D-riðils heimsmeistarakeppninnar annað kvöld. Meira »

Endurbyggður frá grunni

05:30 „Það var allt tekið úr honum nema 2/3 af skrokknum,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis, um Sighvat GK 57, nýtt línuskip fyrirtækisins. Meira »

Starfshópur kannar nýjar leiðir

05:30 „Verkefni starfshópsins er að skoða hvaða leiðir eru færar í gjaldtöku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýskipaðan starfshóp sem koma á með tillögur um hvernig flýta megi uppbyggingu góðra og öruggra samgöngumannvirkja hér á landi. Meira »

Fánalitaða Ladan vekur athygli Rússa

05:30 Gamla Ladan, máluð í íslensku fánalitunum, hefur vakið töluverða athygli hér í Rússlandi.  Meira »

Fleiri heilsueflandi samfélög

05:30 Fjallabyggð varð formlega aðili að heilsueflandi samfélagi 11. júní síðastliðinn. Þetta kemur fram á vefsíðu Embættis landlæknis en þar segir að Alma D. Möller landlæknir og Gunnar Bigrisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, hafi skrifað undir samninginn við athöfn sem fram fór í Tjarnarborg á Ólafsfirði. Meira »

Skapar mörg og verðmæt tækifæri

05:30 Að mati Ólafs Ragnars Grímssonar ættu íslensk fyrirtæki að njóta góðs af vaxandi áhuga stjórnvalda og stórfyrirtækja um allan heim á sjálfbærni, umhverfisvernd og endurnýjanlegri orku. Meira »

Sala Bautans á lokametrunum

05:30 Veitingastaðurinn Bautinn á Akureyri er í söluferli og er ferlið á lokastigum að sögn Guðmundar Karls Tryggvasonar, eiganda Bautans. „Þetta er í ferli. Meira »

Hannesar háloftanna

Í gær, 22:51 Æfingin skapar meistarann, segir máltækið. Hefði Hannes Þór Halldórsson ekki æft sig af kappi hefði hann eflaust ekki varið vítið frá Lionel Messi á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi um liðna helgi. Meira »

Fólk hugi að lausamunum

Í gær, 22:07 Búast má við hvassviðri eða stormi um landið austanvert í nótt og fram yfir hádegi á morgun með snörpum vindhviðum við fjöll, víða yfir 30 metrum á sekúndu en yfir 40 metrum á sekúndu á stöku stað, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Harma „tilhæfulausa gagnrýni“ Íslands

Í gær, 21:57 Stjórnvöld Filippseyja fara ófögrum orðum um Ísland fyrir „hlutdræga og tilhæfulausa gagnrýni“. Tilefnið er ávarp sem fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Harald Aspelund, flutti á þriðjudag um ástand mannréttindamála á Filippseyjum fyrir hönd næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Hana langar bara að verða edrú

Í gær, 20:58 Björk Ólafsdóttir telur úrræðaleysi ríkja í málefnum geðsjúkra fíkla. Dóttir hennar, sem er með tvo geðsjúkdóma, hefur verið sprautufíkill í sjö ár og er hættuleg sjálfri sér og öðrum. Björk vill sjá alvöru úrræði fyrir þennan hóp sem hún telur yfirvöld frekar vilja fela. Meira »

Læknar gerðu mistök í Rússlandi

Í gær, 20:45 Tveir íslenskir læknar starfandi í Svíþjóð gerðu mistök á leið sinni til Volgograd í Rússlandi þar sem þeir ætluðu að sjá íslenska landsliðið í knattspyrnu spila á móti Nígeríu. Þeir misstu af tengiflugi sínu eftir að hafa farið á Rauða torgið til að taka nokkrar „sjálfur“ og fundu ekki annað flug. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Til sölu Benz A180 sjálfskiptur árg 2013 eins og nýr ek. 20þús.
Til sölu er Benz A180 bensín og sjálfskiptur, með bakkmyndavél, ekinn aðeins 20....