Viss um að Guðlaugur ritaði ekki bréfið

Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda ...
Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda um hér­aðs­dóm­ara­emb­ætti. mbl.is/Golli

Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda um hér­aðs­dóm­ara­emb­ætti, er sannfærður um að Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, hafi ekki skrifað bréfið sem hann undirritaði og sendi dómsmálaráðherra og alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is í dag. 

Bréfið sendi hann í kjölfar skipunar sinnar í dag á átta héraðsdóm­urum sem tald­ir voru hæf­ast­ir sam­kvæmt mati dóm­nefnd­ar sem fjall­ar um hæfni um­sækj­enda um dóm­ara­embætti á grund­velli dóm­stóla­laga.

„Ég er nú eldri en tvævetur og það er ekki mjög algengt að ráðherra setjist niður og skrifi fjögurra síðna bréf, en hann auðvitað leggur meginlínurnar varðandi það,“ segir Jakob í samtali við mbl.is.

Í bréfinu veltir undirritaður því fyrir sér hvort ekki séu efni til að breyta regl­um um veit­ingu embætta dóm­ara gilda. Þá er sett fram ýmis gagnrýni á störf nefndarinnar.

„Að því er varðar gagnrýnina á nefndina virðist að sá sem skrifaði bréfið hafi ekki lesið mjög vandlega reglur 620 frá 2010 um starf dómnefndarinnar,“ segir Jakob og vísar í þá gagnrýni að nefndin hafi skilað mati sínu þremur mánuðum of seint.  

Aug­lýs­ing fyr­ir dóm­ara­stöðurn­ar var birt 1. sept­em­ber í fyrra og rann um­sókn­ar­frest­ur út 18. sept­em­ber. Dóm­nefnd átti að skila um­sögn sex vik­um síðar í síðasta lagi. „Nefnd­in skilaði hins veg­ar ekki um­sögn sinni fyrr en 22. des­em­ber 2017, eða rúm­um þrem­ur mánuðum eft­ir að um­sókn­ar­frest­ur rann út og aðeins þrem­ur virk­um dög­um áður en hinir nýju dóm­ar­ar áttu að taka til starfa,“ segir í bréfinu. 

Nefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október

„Nöfn umsækjendanna fékk starfsmaður nefndarinnar 12. október. Nefndin sjálf var ekki fullskipuð fyrr en 13. og það er á allra vitorði að það eru ekki 6 vikur frá 13. október til 30. október. Þetta stendur alveg skýrum stöfum í 9. grein reglnanna,“ segir Jakob.

Þá bendir hann á að í reglunum er sérstök heimild til að fara fram úr þessum sex vikna tíma. „Til dæmis ef umsækjendur eru mjög margir. Það var 41 umsækjandi, það þóttu mjög margir umsækjendur um landsréttarstöðuna, þeir voru held ég 32 eða 33,“ segir Jakob og bendir á að umsækjendur nú séu fleiri en nokkru sinni fyrr. 

Fulltrúi almennings nú þegar í nefndinni

Í bréfinu velt­ir sá sem það skrifar því einnig fyrir sér hvort það færi vel á því ef einn til tveir nefnd­ar­menn væru ekki lög­lærðir. Það myndi auka víðsýni og koma í veg fyr­ir klíku­mynd­un í vali á dóm­ara. Jakob segir að slíkt fyrirkomulag sé nú þegar í nefndinni.

„Ráðherra virðist ekki hafa áttað sig á því að það er einn fulltrúi almennings, kosinn af almenningi, með sama hætti og umboðsmaður Alþingis. Í nefndinni sitja fimm, tveir eru tilnefndir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélaginu og einn er kosinn á Alþingi. Hann getur verið löglærður og er það núna, en til dæmis í landsréttarmálinu var Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, fulltrúi Alþingis.“  

Jakob segir að augljóst sé að sá sem skrifaði bréfið hafi ekki sett sig mjög vel inn í hvernig reglurnar í raun og veru eru. Hann segir það hins vegar ekkert óeðlilegt að einhver annar en settur dómsmálaráðherra sjálfur skrifi bréfið. „En sá, sem væntanlega er löglærður, hefur ekki haft fyrir því að kynna sér hvernig reglurnar eru í raun og veru.“  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta er óskaplega viðkvæmt“

13:45 „Það eru ýmis atriði sem ekki hefur verið hægt að leysa á undanförnum árum og áratugum þannig að ég tel að það sé alveg rétt hjá forsætisráðherra að það þurfi að leggja nýjan grunn að þessu,“ segir forseti ASÍ um stöðu mála varðandi samtöl stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Meira »

Neysluvatn á höfuðborgarsvæði öruggt

13:34 Niðurstaða fundar sem var haldinn í stjórnskipaðri samstarfsnefnd um sóttvarnir í morgun var sú að mengun sem mældist í neysluvatni víða í Reykjavík og á Seltjarnarnesi sé einangrað fyrirbæri í kjölfar mikilla vatnavaxta. Meira »

Huga mætti að sektarheimildum

13:20 Huga mætti að sektarheimildum vegna endurtekinna brota stjórnmálaflokka varðandi fjöldaskilaboð fyrir kosningar.  Meira »

Landspítalinn hættir að sjóða vatn

12:33 Landspítalinn getur hætt að sjóða neysluvatn fyrir sjúklinga sína og starfsfólk. Þetta kom fram á fundi stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir sem var haldinn í morgun. „Niðurstaðan er sú að vatnið er vel drykkjarhæft,“ segir Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýkingavarnardeildar Landspítalans. Meira »

Gætu þurft að loka flugvöllum

12:23 Á næstu þremur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með innanlandsflugkerfið og setja þarf frekari fjármuni í uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni eigi ekki að þurfa að loka völlum og leggja innanlandsflugið niður að einhverju leyti. Meira »

Ölgerðin stöðvar framleiðslu

12:11 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur stöðvað framleiðslu á drykkjarvörum sínum og mun ekki dreifa vörum sem hafa verið framleiddar síðustu daga. Meira »

Stefnt að birtingu í mánuðinum

11:38 Stefnt er að því að ljúka við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Meira »

Sóttu erfðamengi löngu látins manns

12:05 Í grein sem birtist í gær í vísindatímaritinu Nature Genetics, er greint frá því hvernig vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru að því að raða saman erfðamengi Hans Jónatans, úr litningabútum 182 afkomenda hans. Meira »

„Leiðinlegt að koma að þessu“

11:28 12.000 nýlega klaktir kjúklingar drápust í eldsvoða á kjúklingabúinu Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd í gær. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri, segir kjúklingana flesta hafa verið dauða vegna elds eða reyks þegar hann kom að húsinu. Meira »

Taka vatnssýni á Seltjarnarnesi

11:23 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins tekur vatnssýni á Seltjarnarnesi og í vatnsbóli í Mosfellsbæ í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi, eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Meira »

Óska eftir vitnum á nýársnótt

11:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á nýársnótt, rétt eftir miðnætti, en svo virðist sem að einstaklingur hafi vísvitandi skotið flugeldum inn í hóp manna sem voru staddir við Hallgrímskirkju. Meira »

Framleiðsla hjá Coca Cola stöðvuð

11:09 Coca Cola á Íslandi stöðvaði framleiðslu sína í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af jarðvegsgerlum í neysluvatni í Reykjavík. Fyrirtækið hefur nú fengið staðfest frá Veitum að verksmiðja þess á Stuðlahálsi er fyrir utan sýkta svæðið og því mun framleiðsla hefjast á nýjan leik í dag eða á morgun. Meira »

Hrundi úr lofti Primera-vélar

10:25 Sjónvarpsskjár og plasthleri hrundu úr lofti vélar Primera Air í flugtaki í fyrrakvöld. Vélin, sem var leiguvél, lagði af stað frá Tenerife til Keflavíkur um klukkan sex í gærkvöldi. Tafir voru á flugferðum Primera Air til og frá Tenerife í fyrradag. Meira »

Búið að opna Suðurlandsveg

10:11 Búið er að opna fyrir umferð á Suðurlandsvegi við Hádegismóa þar sem umferðarslys varð í morgun.   Meira »

„Ekki eins óhrædd og ég var“

09:48 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin á svið aftur eftir 13 ára hlé en um helgina var leikritið Efi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Hún kíkti í Magasínið ásamt leikstjóranum Stefáni Baldurssyni. Söguþráðinn mætti yfirfæra að einhverju leyti á umræðuna á Íslandi í kjölfar MeToo-umræðunnar. Meira »

Guðrún stýrir Framkvæmdasýslu ríkisins

10:13 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Meira »

Fundur vegna jarðvegsgerla hafinn

10:05 Fundur stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir er hafinn vegna jarðvegsgerla sem hafa fundist í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...