Viss um að Guðlaugur ritaði ekki bréfið

Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda ...
Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda um hér­aðs­dóm­ara­emb­ætti. mbl.is/Golli

Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda um hér­aðs­dóm­ara­emb­ætti, er sannfærður um að Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, hafi ekki skrifað bréfið sem hann undirritaði og sendi dómsmálaráðherra og alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is í dag. 

Bréfið sendi hann í kjölfar skipunar sinnar í dag á átta héraðsdóm­urum sem tald­ir voru hæf­ast­ir sam­kvæmt mati dóm­nefnd­ar sem fjall­ar um hæfni um­sækj­enda um dóm­ara­embætti á grund­velli dóm­stóla­laga.

„Ég er nú eldri en tvævetur og það er ekki mjög algengt að ráðherra setjist niður og skrifi fjögurra síðna bréf, en hann auðvitað leggur meginlínurnar varðandi það,“ segir Jakob í samtali við mbl.is.

Í bréfinu veltir undirritaður því fyrir sér hvort ekki séu efni til að breyta regl­um um veit­ingu embætta dóm­ara gilda. Þá er sett fram ýmis gagnrýni á störf nefndarinnar.

„Að því er varðar gagnrýnina á nefndina virðist að sá sem skrifaði bréfið hafi ekki lesið mjög vandlega reglur 620 frá 2010 um starf dómnefndarinnar,“ segir Jakob og vísar í þá gagnrýni að nefndin hafi skilað mati sínu þremur mánuðum of seint.  

Aug­lýs­ing fyr­ir dóm­ara­stöðurn­ar var birt 1. sept­em­ber í fyrra og rann um­sókn­ar­frest­ur út 18. sept­em­ber. Dóm­nefnd átti að skila um­sögn sex vik­um síðar í síðasta lagi. „Nefnd­in skilaði hins veg­ar ekki um­sögn sinni fyrr en 22. des­em­ber 2017, eða rúm­um þrem­ur mánuðum eft­ir að um­sókn­ar­frest­ur rann út og aðeins þrem­ur virk­um dög­um áður en hinir nýju dóm­ar­ar áttu að taka til starfa,“ segir í bréfinu. 

Nefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október

„Nöfn umsækjendanna fékk starfsmaður nefndarinnar 12. október. Nefndin sjálf var ekki fullskipuð fyrr en 13. og það er á allra vitorði að það eru ekki 6 vikur frá 13. október til 30. október. Þetta stendur alveg skýrum stöfum í 9. grein reglnanna,“ segir Jakob.

Þá bendir hann á að í reglunum er sérstök heimild til að fara fram úr þessum sex vikna tíma. „Til dæmis ef umsækjendur eru mjög margir. Það var 41 umsækjandi, það þóttu mjög margir umsækjendur um landsréttarstöðuna, þeir voru held ég 32 eða 33,“ segir Jakob og bendir á að umsækjendur nú séu fleiri en nokkru sinni fyrr. 

Fulltrúi almennings nú þegar í nefndinni

Í bréfinu velt­ir sá sem það skrifar því einnig fyrir sér hvort það færi vel á því ef einn til tveir nefnd­ar­menn væru ekki lög­lærðir. Það myndi auka víðsýni og koma í veg fyr­ir klíku­mynd­un í vali á dóm­ara. Jakob segir að slíkt fyrirkomulag sé nú þegar í nefndinni.

„Ráðherra virðist ekki hafa áttað sig á því að það er einn fulltrúi almennings, kosinn af almenningi, með sama hætti og umboðsmaður Alþingis. Í nefndinni sitja fimm, tveir eru tilnefndir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélaginu og einn er kosinn á Alþingi. Hann getur verið löglærður og er það núna, en til dæmis í landsréttarmálinu var Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, fulltrúi Alþingis.“  

Jakob segir að augljóst sé að sá sem skrifaði bréfið hafi ekki sett sig mjög vel inn í hvernig reglurnar í raun og veru eru. Hann segir það hins vegar ekkert óeðlilegt að einhver annar en settur dómsmálaráðherra sjálfur skrifi bréfið. „En sá, sem væntanlega er löglærður, hefur ekki haft fyrir því að kynna sér hvernig reglurnar eru í raun og veru.“  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vill snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna

18:13 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur mælt fyrir þingsályktunartillaga um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti „um mikilvægi íslenskrar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags.“ Meira »

Embættisskylda að senda málið áfram

18:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist hafa rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, í síma sumarið 2012 og þá hafi talið borist að því að svokallað Samherjamál yrði sett í sáttaferli. Það hefði þá falið í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi og verklagi hjá Samherja. Meira »

Siðareglurnar nái varla yfir mál Ágústs

17:40 „Þessi mál eru að mörgu leyti ólík þó bæði séu alvarleg. Ég held að siðareglur þingsins nái varla yfir hans mál,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, aðspurður hvort hann telji mál Ágústs Ólafs Ágústsonar þess eðlis að siðanefnd Alþingis ætti að taka það fyrir. Meira »

Hlaut 18 mánaða dóm fyrir nauðgun

17:21 Karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag fyrir nauðgun sem átti sér stað í maí í fyrra, er hann var 17 ára gamall. Stúlkan sem hann braut gegn var þá ólögráða og hafði farið með frænku sinni, kærasta hennar og ákærða í skemmtiferð austur í sveitir. Meira »

Flokksskírteini í stað hæfni stjórnenda

16:06 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi um Íslandspóst að flestum hefði verið komið í opna skjöldu með hversu alvarleg staða fyrirtækisins væri orðin, sem sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að það er í eigu ríkisins. Meira »

„Hef verið kurteis hingað til“

15:17 „Ég hef verið kurteis hingað til en nú krefst ég þess að þessari vanvirðingu við þing og þjóð verði hætt og að ég fái svar við þessum réttmætu spurningum mínum,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, undir dagskrárliðnum störf þingsins. Meira »

„Rosalega mikið högg“

14:06 „Þetta er náttúrulega bara hörmulegt, það er bara þannig,“ segir Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is um uppsagnir fjölda starfsmanna WOW air sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Flestir brunar á heimilum í desember

13:46 Tölfræði tjóna hjá VÍS sýnir að flestir brunar á heimilum eiga sér stað í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Algengustu brunar á þessum tíma eru vegna kerta og eldavéla og eru nú þegar farnar að koma inn tilkynningar um bruna vegna kertaskreytinga. Meira »

Pólitískum aðstoðarmönnum mun fjölga

13:37 Þingflokksformenn allra flokka leggja til breytingar á ráðningum pólitískra starfsmanna á Alþingi. Ef það er samþykkt mun þingflokkum gert kleift að ráða starfsmenn til aðstoðar þingmönnum sínum. Meira »

Skilorðsbundið fangelsi í skútumáli

13:33 Þjóðverjinn, sem tók skútuna Inook úr höfninni á Ísafirði 14. október, var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann greiðir þá sakarkostnað upp á rúma milljón króna. Meira »

Spurði um hærri laun hjúkrunarfræðinga

12:58 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Sérstaklega minntist hann á hjúkrunarfræðinga og sagði hann að kostnaðurinn við að manna stöður þeirra væri mikill. Meira »

Fanney Birna lét af ritstjórastörfum

12:45 Fanney Birna Jónsdóttir lét af störfum sem aðstoðarritstjóri Kjarnans í október, eftir 10 mánaða starf. Hún hefur meðfram þeim störfum stýrt umræðuþættinum Silfrinu aðra hvora helgi á RÚV. Meira »

„Algjörlega óforsvaranlegt“

12:24 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að hægt sé að rekja mjög viðkvæmar persónuupplýsingar til fólks sem hefur borið vitni í dómsmálum. Dómsmálaráðherra sagði þetta „algjörlega óforsvaranlegt“. Meira »

„Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp“

12:05 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, út í áform ríkisstjórnarinnar um að heimila aflandskrónueigendum að losa eignir sínar að fullu. Meira »

Þrír á sjúkrahús eftir árekstur

12:02 Þrír voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á mótum Kalkofnsvegar og Sæbrautar á ellefta tímanum í morgun. Meira »

Samúðarkveðjur til íbúa Strassborgar

11:51 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi í gær samúðarkveðju til borgarstjórans og íbúa í Strassborg.  Meira »

Málið komið inn á borð VR

11:48 „Við erum komin með málið inn á borð til okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is vegna frétta af fjölda uppsagna hjá flugfélaginu WOW air, en fyrirtækið hefur sagt upp samtals 350 starfsmönnum. Þar af 111 fastráðnum. Meira »

Stærstu uppsagnir í tæp 10 ár

11:46 Uppsagnir starfsfólks í tengslum við WOW air eru þær fjölmennustu sem hafa komið á borð Vinnumálastofnunar í tæp tíu ár, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Meira »

Ekki í fótboltaskóm á Alþingi

11:37 „Ég kem ekki í þennan sal á fótboltaskóm til að sparka í einn eða neinn. Ég er heldur ekki á inniskóm til að slappa af,“ sagði Ellert B. Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi þar sem hann beindi spurningu til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um stöðu aldraðra. Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Þeir sem farnir eru segja mér um framtið þína. Tarot og bollar. Tímap. Erla, s. ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...