Viss um að Guðlaugur ritaði ekki bréfið

Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda ...
Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda um hér­aðs­dóm­ara­emb­ætti. mbl.is/Golli

Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda um hér­aðs­dóm­ara­emb­ætti, er sannfærður um að Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, hafi ekki skrifað bréfið sem hann undirritaði og sendi dómsmálaráðherra og alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is í dag. 

Bréfið sendi hann í kjölfar skipunar sinnar í dag á átta héraðsdóm­urum sem tald­ir voru hæf­ast­ir sam­kvæmt mati dóm­nefnd­ar sem fjall­ar um hæfni um­sækj­enda um dóm­ara­embætti á grund­velli dóm­stóla­laga.

„Ég er nú eldri en tvævetur og það er ekki mjög algengt að ráðherra setjist niður og skrifi fjögurra síðna bréf, en hann auðvitað leggur meginlínurnar varðandi það,“ segir Jakob í samtali við mbl.is.

Í bréfinu veltir undirritaður því fyrir sér hvort ekki séu efni til að breyta regl­um um veit­ingu embætta dóm­ara gilda. Þá er sett fram ýmis gagnrýni á störf nefndarinnar.

„Að því er varðar gagnrýnina á nefndina virðist að sá sem skrifaði bréfið hafi ekki lesið mjög vandlega reglur 620 frá 2010 um starf dómnefndarinnar,“ segir Jakob og vísar í þá gagnrýni að nefndin hafi skilað mati sínu þremur mánuðum of seint.  

Aug­lýs­ing fyr­ir dóm­ara­stöðurn­ar var birt 1. sept­em­ber í fyrra og rann um­sókn­ar­frest­ur út 18. sept­em­ber. Dóm­nefnd átti að skila um­sögn sex vik­um síðar í síðasta lagi. „Nefnd­in skilaði hins veg­ar ekki um­sögn sinni fyrr en 22. des­em­ber 2017, eða rúm­um þrem­ur mánuðum eft­ir að um­sókn­ar­frest­ur rann út og aðeins þrem­ur virk­um dög­um áður en hinir nýju dóm­ar­ar áttu að taka til starfa,“ segir í bréfinu. 

Nefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október

„Nöfn umsækjendanna fékk starfsmaður nefndarinnar 12. október. Nefndin sjálf var ekki fullskipuð fyrr en 13. og það er á allra vitorði að það eru ekki 6 vikur frá 13. október til 30. október. Þetta stendur alveg skýrum stöfum í 9. grein reglnanna,“ segir Jakob.

Þá bendir hann á að í reglunum er sérstök heimild til að fara fram úr þessum sex vikna tíma. „Til dæmis ef umsækjendur eru mjög margir. Það var 41 umsækjandi, það þóttu mjög margir umsækjendur um landsréttarstöðuna, þeir voru held ég 32 eða 33,“ segir Jakob og bendir á að umsækjendur nú séu fleiri en nokkru sinni fyrr. 

Fulltrúi almennings nú þegar í nefndinni

Í bréfinu velt­ir sá sem það skrifar því einnig fyrir sér hvort það færi vel á því ef einn til tveir nefnd­ar­menn væru ekki lög­lærðir. Það myndi auka víðsýni og koma í veg fyr­ir klíku­mynd­un í vali á dóm­ara. Jakob segir að slíkt fyrirkomulag sé nú þegar í nefndinni.

„Ráðherra virðist ekki hafa áttað sig á því að það er einn fulltrúi almennings, kosinn af almenningi, með sama hætti og umboðsmaður Alþingis. Í nefndinni sitja fimm, tveir eru tilnefndir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélaginu og einn er kosinn á Alþingi. Hann getur verið löglærður og er það núna, en til dæmis í landsréttarmálinu var Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, fulltrúi Alþingis.“  

Jakob segir að augljóst sé að sá sem skrifaði bréfið hafi ekki sett sig mjög vel inn í hvernig reglurnar í raun og veru eru. Hann segir það hins vegar ekkert óeðlilegt að einhver annar en settur dómsmálaráðherra sjálfur skrifi bréfið. „En sá, sem væntanlega er löglærður, hefur ekki haft fyrir því að kynna sér hvernig reglurnar eru í raun og veru.“  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið

07:57 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjónustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka. Meira »

Nokkur dægursveifla í hita

07:47 Veðurstofa Íslands segir að það verði vestlægar áttir á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrripart dags. Þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Meira »

Engan skúr að fá fyrir karla

07:37 „Það hefur reynst erfitt að finna húsnæði. Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita og því höfum við reynt að þrýsta á bæjaryfirvöld um að útvega okkur húsnæði. Það hefur ekki gengið ennþá þótt þeim lítist vel á þetta verkefni.“ Meira »

Kosningalög óbreytt um sinn

05:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur mikilvægt að þingið hlusti á viðvörunarorð sérfróðra aðila áður en lög um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórnarkosninga verði samþykkt. Meira »

Skattbyrði lægstu launa þyngdist

05:30 Nýir og uppfærðir útreikningar hagdeildar ASÍ á þróun skattbyrði einstaklinga eftir tekjuhópum milli áranna 2016 og 2017 leiðir í ljós að skattbyrði lægstu launa hélt áfram að aukast í fyrra en þessu var öfugt farið hjá tekjuhæsta hópnum. Meira »

Óánægjuframboð í Eyjum?

05:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor, segir að það sé erfitt fyrir sig að tjá sig um hvað hafi falist í fundi hóps óánægðra sjálfstæðismanna í Eyjum í fyrrakvöld. Meira »

Deiliskipulag Vesturlandsvegar tilbúið

05:30 Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg er tilbúið og á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að auglýsa það. Nýtt deiliskipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn, eins og hávær krafa hefur verið um. Meira »

Dómstóll um endurupptöku

05:30 Endurupptökudómur kemur í stað endurupptökunefndar, nái nýtt frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra fram að ganga en frumvarpið lagði hún fram á Alþingi í gær og hyggst mæla fyrir því strax eftir páska. Meira »

Loksins var tekið tilboði í göngubrú

05:30 Vegagerðin hefur ákveðið að taka tilboði Skrauta ehf. í Hafnarfirði í gerð göngubrúar yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík. Meira »

Arnarlax brást rétt við tjóni

05:30 Matvælastofnun telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir það tjón sem varð í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði í síðasta mánuði og að viðbrögð hafi verið við hæfi, miðað við aðstæður. Meira »

Flestir hælisleitendur nú frá Írak

05:30 Hælisleitendum frá Makedóníu og Georgíu, löndum sem flestir voru frá sem óskuðu hælis á Íslandi í fyrra og hittifyrra, fækkar. Meira »

Hefur aldrei liðið jafn vel

Í gær, 23:17 „Í desember sagði ég við Gunnlaug: Við getum komist í úrslitin, við getum unnið þetta. Við þurfum bara að vinna og leggja ógeðslega mikið á okkur,“ segir Jóel Ísak Jóelsson úr FG sem vann Gettu betur í kvöld. Meira »

FG vann Gettu betur í fyrsta sinn

Í gær, 21:20 Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur sigrað í spurningakeppninni Gettu betur í fyrsta sinn. Keppnin fór fram í Háskólabíói og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. FG tryggði sér sigur gegn Kvennaskólanumí Reykjavík þegar enn átti eftir að spyrja tveggja spurninga. Meira »

Skýrt að málið njóti yfirburðastuðnings

Í gær, 20:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að hópur þingmanna taki sig saman um málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji þingsins fái að koma fram. Umræðu um lækkun kosn­inga­ald­urs til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga niður í 16 ár var í kvöld frestað til 9. apríl. Meira »

Sigurður í gullliði Dana

Í gær, 19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Engin afstaða til hönnunarsamkeppni

Í gær, 21:13 „Hlutirnir virka auðvitað ekki þannig að Reykjavíkurborg ákveði hvort og hvernig Kópavogur standi að fjölgun sundlauga í bænum. Það hefði verið eðlilegra að borgin óskaði formlega eftir samvinnu við Kópavogsbæ um hönnunarsamkeppnina,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Meira »

Norðmaður vann tvo milljarða

Í gær, 20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

Í gær, 19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...