Sakar Ragnar um rakalaus ósannindi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvað varðar fullyrðingar Ragnars Þórs um að ég standi í leynilegum viðræðum án umboðs við stjórnvöld og atvinnurekendur um að hafa af aðildarfélögum ASÍ samningsréttinn þá vísa ég þeim fullyrðingum alfarið til föðurhúsanna sem rakalausum ósannindum.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, til stjórnar og trúnaðarráðs VR vegna umræðu á vettvangi stjórnarinnar um forsendur fyrir aðild að Landssambandi íslenskra verslunarmanna og ASÍ og ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í fjölmiðlum í tengslum við hana. Svarar Gylfi þar gagnrýni Ragnars Þórs sem hafi meðal annars sagt Gylfa standa í slíkum leynilegum viðræðum.

„Ég tel það grafalvarlegt mál þegar formaður í einu stærsta aðildarfélaginu fer fram með slíkan málflutning til þess að reyna að sannfæra félagsmenn um að yfirgefa þau heildarsamtök sem félagið á aðild að. Það er ekkert að því að taka umræðu um þátttöku VR og annarra félaga í samstarfi innan raða ASÍ, en það ætlast allir til þess að sú umræða sé bæði málefnaleg og byggi á staðreyndum en ekki rakalausum og ósönnum fullyrðingum.“

Gagnrýni fremur en tillögur að lausnum

Ragnar Þór hefur einnig að sögn Gylfa gagnrýnt háar og hækkandi greiðslur VR til ASÍ. Gylfi segir rétt að greiðslurnar hafi hækkað en breið samstaða hafi verið um það í bæði miðstjórn ASÍ og á þingi þess. Hækkunin væri vegna lækkaðra framlaga árið 2008 til þess að aðildarfélög gætu mætt fyrirsjáanlegri aukinni þjónustu og aðstoð við félagsmenn í kjölfar bankahrunsins. Í annan stað vegna ákvörðunar um að ASÍ tæki að sér fleiri verkefni en áður.

Gylfi gagnrýnir einnig ummæli Ragnars Þórs um áhrifaleysi VR innan ASÍ. Bendir Gylfi á að þrír af 15 aðalmönnum í miðstjórn ASÍ komi frá VR auk þess sem formanni félagsins hafi verið boðið að sitja fundi miðstjórnar með málfrelsi og tillögurétt. Ragnar Þór ætti sæti í samninganefnd ASÍ með fullum réttindum. Þá kæmi Gylfi sjálfur úr VR sem og annar varaforseti sambandsins. Fulltrúar VR sitji enn fremur í starfs- og málefnanefndum ASÍ.

„Það eru því fjölmörg tækifæri og aðstæður fyrir VR og fulltrúa félagsins til þess að hafa áhrif á vettvangi ASÍ og þau tækifæri hafa verið nýtt á undanförnum áratugum og fulltrúar verslunarmanna verið mjög virkir í starfi ASÍ og víða lagt sig fram um að finna nýjar leiðir og lausnir í baráttumálum okkar. Af þessum sökum á ég erfitt með að skilja þessa fullyrðingu Ragnars Þórs um áhrifaleysi innan ASÍ. Ég hef hins vegar tekið eftir því að það fer meira fyrir gagnrýni hans á störf mín og ASÍ heldur en beinum tillögum um lausnir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Neysluvatn á höfuðborgarsvæði öruggt

13:34 Niðurstaða fundar sem var haldinn í stjórnskipaðri samstarfsnefnd um sóttvarnir í morgun var sú að mengun sem mældist í neysluvatni víða í Reykjavík og á Seltjarnarnesi sé einangrað fyrirbæri í kjölfar mikilla vatnavaxta. Meira »

Huga mætti að sektarheimildum

13:20 Huga mætti að sektarheimildum vegna endurtekinna brota stjórnmálaflokka varðandi fjöldaskilaboð fyrir kosningar.  Meira »

Landspítalinn hættir að sjóða vatn

12:33 Landspítalinn getur hætt að sjóða neysluvatn fyrir sjúklinga sína og starfsfólk. Þetta kom fram á fundi stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir sem var haldinn í morgun. „Niðurstaðan er sú að vatnið er vel drykkjarhæft,“ segir Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýkingavarnardeildar Landspítalans. Meira »

Gætu þurft að loka flugvöllum

12:23 Á næstu þremur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með innanlandsflugkerfið og setja þarf frekari fjármuni í uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni eigi ekki að þurfa að loka völlum og leggja innanlandsflugið niður að einhverju leyti. Meira »

Ölgerðin stöðvar framleiðslu

12:11 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur stöðvað framleiðslu á drykkjarvörum sínum og mun ekki dreifa vörum sem hafa verið framleiddar síðustu daga. Meira »

Sóttu erfðamengi löngu látins manns

12:05 Í grein sem birtist í gær í vísindatímaritinu Nature Genetics, er greint frá því hvernig vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru að því að raða saman erfðamengi Hans Jónatans, úr litningabútum 182 afkomenda hans. Meira »

„Leiðinlegt að koma að þessu“

11:28 12.000 nýlega klaktir kjúklingar drápust í eldsvoða á kjúklingabúinu Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd í gær. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri, segir kjúklingana flesta hafa verið dauða vegna elds eða reyks þegar hann kom að húsinu. Meira »

Stefnt að birtingu í mánuðinum

11:38 Stefnt er að því að ljúka við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Meira »

Taka vatnssýni á Seltjarnarnesi

11:23 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins tekur vatnssýni á Seltjarnarnesi og í vatnsbóli í Mosfellsbæ í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi, eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Meira »

Óska eftir vitnum á nýársnótt

11:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á nýársnótt, rétt eftir miðnætti, en svo virðist sem að einstaklingur hafi vísvitandi skotið flugeldum inn í hóp manna sem voru staddir við Hallgrímskirkju. Meira »

Framleiðsla hjá Coca Cola stöðvuð

11:09 Coca Cola á Íslandi stöðvaði framleiðslu sína í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af jarðvegsgerlum í neysluvatni í Reykjavík. Fyrirtækið hefur nú fengið staðfest frá Veitum að verksmiðja þess á Stuðlahálsi er fyrir utan sýkta svæðið og því mun framleiðsla hefjast á nýjan leik í dag eða á morgun. Meira »

Hrundi úr lofti Primera-vélar

10:25 Sjónvarpsskjár og plasthleri hrundu úr lofti vélar Primera Air í flugtaki í fyrrakvöld. Vélin, sem var leiguvél, lagði af stað frá Tenerife til Keflavíkur um klukkan sex í gærkvöldi. Tafir voru á flugferðum Primera Air til og frá Tenerife í fyrradag. Meira »

Guðrún stýrir Framkvæmdasýslu ríkisins

10:13 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Meira »

Fundur vegna jarðvegsgerla hafinn

10:05 Fundur stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir er hafinn vegna jarðvegsgerla sem hafa fundist í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Búið að opna Suðurlandsveg

10:11 Búið er að opna fyrir umferð á Suðurlandsvegi við Hádegismóa þar sem umferðarslys varð í morgun.   Meira »

„Ekki eins óhrædd og ég var“

09:48 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin á svið aftur eftir 13 ára hlé en um helgina var leikritið Efi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Hún kíkti í Magasínið ásamt leikstjóranum Stefáni Baldurssyni. Söguþráðinn mætti yfirfæra að einhverju leyti á umræðuna á Íslandi í kjölfar MeToo-umræðunnar. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Gisting Akureyri Geldingsá
3ja herbergja neðri hæð , 7 km. frá Akureyri.. Umbúin 5 rúm m/handkl. Verð o...
Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...