Sakar Ragnar um rakalaus ósannindi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvað varðar fullyrðingar Ragnars Þórs um að ég standi í leynilegum viðræðum án umboðs við stjórnvöld og atvinnurekendur um að hafa af aðildarfélögum ASÍ samningsréttinn þá vísa ég þeim fullyrðingum alfarið til föðurhúsanna sem rakalausum ósannindum.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, til stjórnar og trúnaðarráðs VR vegna umræðu á vettvangi stjórnarinnar um forsendur fyrir aðild að Landssambandi íslenskra verslunarmanna og ASÍ og ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í fjölmiðlum í tengslum við hana. Svarar Gylfi þar gagnrýni Ragnars Þórs sem hafi meðal annars sagt Gylfa standa í slíkum leynilegum viðræðum.

„Ég tel það grafalvarlegt mál þegar formaður í einu stærsta aðildarfélaginu fer fram með slíkan málflutning til þess að reyna að sannfæra félagsmenn um að yfirgefa þau heildarsamtök sem félagið á aðild að. Það er ekkert að því að taka umræðu um þátttöku VR og annarra félaga í samstarfi innan raða ASÍ, en það ætlast allir til þess að sú umræða sé bæði málefnaleg og byggi á staðreyndum en ekki rakalausum og ósönnum fullyrðingum.“

Gagnrýni fremur en tillögur að lausnum

Ragnar Þór hefur einnig að sögn Gylfa gagnrýnt háar og hækkandi greiðslur VR til ASÍ. Gylfi segir rétt að greiðslurnar hafi hækkað en breið samstaða hafi verið um það í bæði miðstjórn ASÍ og á þingi þess. Hækkunin væri vegna lækkaðra framlaga árið 2008 til þess að aðildarfélög gætu mætt fyrirsjáanlegri aukinni þjónustu og aðstoð við félagsmenn í kjölfar bankahrunsins. Í annan stað vegna ákvörðunar um að ASÍ tæki að sér fleiri verkefni en áður.

Gylfi gagnrýnir einnig ummæli Ragnars Þórs um áhrifaleysi VR innan ASÍ. Bendir Gylfi á að þrír af 15 aðalmönnum í miðstjórn ASÍ komi frá VR auk þess sem formanni félagsins hafi verið boðið að sitja fundi miðstjórnar með málfrelsi og tillögurétt. Ragnar Þór ætti sæti í samninganefnd ASÍ með fullum réttindum. Þá kæmi Gylfi sjálfur úr VR sem og annar varaforseti sambandsins. Fulltrúar VR sitji enn fremur í starfs- og málefnanefndum ASÍ.

„Það eru því fjölmörg tækifæri og aðstæður fyrir VR og fulltrúa félagsins til þess að hafa áhrif á vettvangi ASÍ og þau tækifæri hafa verið nýtt á undanförnum áratugum og fulltrúar verslunarmanna verið mjög virkir í starfi ASÍ og víða lagt sig fram um að finna nýjar leiðir og lausnir í baráttumálum okkar. Af þessum sökum á ég erfitt með að skilja þessa fullyrðingu Ragnars Þórs um áhrifaleysi innan ASÍ. Ég hef hins vegar tekið eftir því að það fer meira fyrir gagnrýni hans á störf mín og ASÍ heldur en beinum tillögum um lausnir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Margt borðar í opinberum mötuneytum

08:18 Ætla má að hátt í 150 þúsund manns eigi reglulega kost á að borða í mötuneytum á vegum hins opinbera. Ef miðað er við að tveir þriðju þeirra noti fríðindin borða um 100 þúsund manns í opinberum mötuneytum. Meira »

Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið

07:57 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjónustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka. Meira »

Nokkur dægursveifla í hita

07:47 Veðurstofa Íslands segir að það verði vestlægar áttir á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrripart dags. Þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Meira »

Engan skúr að fá fyrir karla

07:37 „Það hefur reynst erfitt að finna húsnæði. Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita og því höfum við reynt að þrýsta á bæjaryfirvöld um að útvega okkur húsnæði. Það hefur ekki gengið ennþá þótt þeim lítist vel á þetta verkefni.“ Meira »

Kosningalög óbreytt um sinn

05:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur mikilvægt að þingið hlusti á viðvörunarorð sérfróðra aðila áður en lög um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórnarkosninga verði samþykkt. Meira »

Skattbyrði lægstu launa þyngdist

05:30 Nýir og uppfærðir útreikningar hagdeildar ASÍ á þróun skattbyrði einstaklinga eftir tekjuhópum milli áranna 2016 og 2017 leiðir í ljós að skattbyrði lægstu launa hélt áfram að aukast í fyrra en þessu var öfugt farið hjá tekjuhæsta hópnum. Meira »

Dómstóll um endurupptöku

05:30 Endurupptökudómur kemur í stað endurupptökunefndar, nái nýtt frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra fram að ganga en frumvarpið lagði hún fram á Alþingi í gær og hyggst mæla fyrir því strax eftir páska. Meira »

Óánægjuframboð í Eyjum?

05:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor, segir að það sé erfitt fyrir sig að tjá sig um hvað hafi falist í fundi hóps óánægðra sjálfstæðismanna í Eyjum í fyrrakvöld. Meira »

Deiliskipulag Vesturlandsvegar tilbúið

05:30 Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg er tilbúið og á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að auglýsa það. Nýtt deiliskipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn, eins og hávær krafa hefur verið um. Meira »

Loksins var tekið tilboði í göngubrú

05:30 Vegagerðin hefur ákveðið að taka tilboði Skrauta ehf. í Hafnarfirði í gerð göngubrúar yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík. Meira »

Arnarlax brást rétt við tjóni

05:30 Matvælastofnun telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir það tjón sem varð í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði í síðasta mánuði og að viðbrögð hafi verið við hæfi, miðað við aðstæður. Meira »

Flestir hælisleitendur nú frá Írak

05:30 Hælisleitendum frá Makedóníu og Georgíu, löndum sem flestir voru frá sem óskuðu hælis á Íslandi í fyrra og hittifyrra, fækkar. Meira »

Hefur aldrei liðið jafn vel

Í gær, 23:17 „Í desember sagði ég við Gunnlaug: Við getum komist í úrslitin, við getum unnið þetta. Við þurfum bara að vinna og leggja ógeðslega mikið á okkur,“ segir Jóel Ísak Jóelsson úr FG sem vann Gettu betur í kvöld. Meira »

Engin afstaða til hönnunarsamkeppni

Í gær, 21:13 „Hlutirnir virka auðvitað ekki þannig að Reykjavíkurborg ákveði hvort og hvernig Kópavogur standi að fjölgun sundlauga í bænum. Það hefði verið eðlilegra að borgin óskaði formlega eftir samvinnu við Kópavogsbæ um hönnunarsamkeppnina,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Meira »

Norðmaður vann tvo milljarða

Í gær, 20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

FG vann Gettu betur í fyrsta sinn

Í gær, 21:20 Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur sigrað í spurningakeppninni Gettu betur í fyrsta sinn. Keppnin fór fram í Háskólabíói og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. FG tryggði sér sigur gegn Kvennaskólanumí Reykjavík þegar enn átti eftir að spyrja tveggja spurninga. Meira »

Skýrt að málið njóti yfirburðastuðnings

Í gær, 20:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að hópur þingmanna taki sig saman um málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji þingsins fái að koma fram. Umræðu um lækkun kosn­inga­ald­urs til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga niður í 16 ár var í kvöld frestað til 9. apríl. Meira »

Sigurður í gullliði Dana

Í gær, 19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirka 8 vikur ) annars 241.000
Er á leiðinni færð á 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirk...
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
 
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...