Andlát: Páll Theodórsson eðlisfræðingur

Páll Theodórsson.
Páll Theodórsson.

Páll Theodórsson eðlisfræðingur lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. janúar síðastliðinn á 90. aldursári.

Páll fæddist 4. júlí 1928 í Reykjavík. Hann var sonur Sveinbjörns Theodórs Jakobssonar skipamiðlara og Kristínar Pálsdóttur konu hans. Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947 og fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands (HÍ) 1950. Hann lauk magistersprófi í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1955. Að loknu námi starfaði Páll við kjarnorkurannsóknastöðina í Risø 1955-58 og við Eðlisfræðistofnun HÍ 1958-61. Páll var á meðal stofnenda Rafagnatækni og starfaði þar 1961-63 er hann sneri aftur til starfa við HÍ, fyrst hjá Eðlisfræðistofnun og síðar hjá Raunvísindastofnun. Hann var forstöðumaður Eðlisfræðistofu HÍ 1975-81.

Páll hafði umsjón með þættinum Tækni og vísindi í Ríkisútvarpinu 1961-71 og ritaði fjölda greina. Rannsóknir hans beindust einkum að mælingum á geislavirkum efnum og ritaði hann bókina „Measurement of Weak Radioactivity“ (1996). Síðustu árin rannsakaði hann aldursgreiningar sýna í tengslum við tímasetningu landnáms Íslands.

Páll kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Svandísi Skúladóttur (f. 1929) 29. júlí 1953. Þau eignuðust fjögur börn.

Útför Páls verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. janúar klukkan 15.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert