Rukkuðu 750 krónur fyrir íslenskt vatn

Á veitingastaðnum Þrastarlundi er hægt að kaupa 750ml af vatni …
Á veitingastaðnum Þrastarlundi er hægt að kaupa 750ml af vatni á 750 krónur. Ljósmynd/Marsibil

Vegafarandi, sem átti leið um veitingastaðinn Þrastalund í Grímsnesi, rak upp stór augu þegar hún sá verð á íslensku vatni. Greiða þurfti 750 krónur fyrir 750 ml af íslensku vatni og 850 krónur fyrir einn lítra. Þetta staðfestir starfsmaður staðarins við mbl.is.  

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir verð á vörum staðarins taka mið af verðlagi annars staðar. Sé verðið á vatninu miklu hærra en á öðrum stöðum verði að skoða það. „Stundum verðleggjum við of lágt og auðvitað getur komið fyrir að við verðleggjum of hátt, en ég vona að svo sé ekki.“

Áður en fréttin var birt hafði Sverrir aftur samband við blaðamann og sagði að um mistök væri að ræða. Hann kvaðst ekki skilja hvernig þetta hefði náð fram að ganga en verðið hefði verið alltof hátt í um sex mánuði. 

Búið sé að lækka verðið á vatninu og nú kosti 750 ml flaskan 450 krónur og einn lítri 500 krónur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina