Ekki er hlustað á lækna

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands.
Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. mbl.is/​Hari

Heilbrigðismálum á Íslandi hefur jafnan fleygt mest fram þegar ráðherrar í málaflokknum vinna náið með læknum, sem jafnan hafa mótað stefnuna í veigamiklum atriðum.

Því veit ekki á gott ef klippt er á strenginn milli ráðamanna og lækna, sem hafa ætíð haft hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Þetta segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands sem nú er 100 ára.

„Nú horfir svo við að innviðauppbygging hefur lengi setið á hakanum og ekki verið hlustað á aðvörunarorð lækna og samtaka þeirra,“ segir Reynir sem telur að sennilega hafi aðrir á síðari árum betur náð eyrum ráðamanna en læknar. Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hann að það geti orðið dýrkeypt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert