„Vindorkan er spennandi kostur“

Í Þykkvabænum hafa menn prófað sig áfram með vindmyllur. Nú …
Í Þykkvabænum hafa menn prófað sig áfram með vindmyllur. Nú er þetta kannað á Snæfellsnesi. mbl.is/Árni Sæberg

„Við búum á köldu svæði og erum því mjög háð raforku. Það væri óábyrgt annað en að sveitarfélagið skoðaði alla þá möguleika sem eru fyrir hendi. Vindorkan er spennandi kostur og það eru sífellt fleiri að skoða nýtingu hennar.“

Þetta segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, í umfjöllun um vindorku í Morgunblaðinu í dag. Bærinn hefur auglýst tillögu að nýju aðalskipulagi bæjarins 2015-2031. Í tillögunni er meðal annars að finna fimmtíu blaðsíðna úttekt frá verkfræðistofunni Eflu um forathugun og stefnumótun vindorku í bæjarfélaginu. Augljóst er því að horft er til vindorku í framtíðarplönum bæjarfélagsins.

„Raforkan er okkur svo dýr. Kostnaður við raforku er stórmál fyrir heimilin hér og við erum alltaf að hugsa um raforku og raforkuverð. Í þessum geira dugar ekki að horfa fimm ár fram í tímann, við verðum að horfa lengra,“ segir Kristinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert